Frá fyrstu bylgju covid-19 faraldursins til Omikron, hvernig er staðan á Norðurlöndunum? Lárus S. Guðmundsson skrifar 16. júlí 2022 15:00 Líkt og margir aðrir hef ég fylgst með covid-19 faraldrinum undanfarin misseri, borið ýmsar faraldurs-tölur saman á milli héraða, landa og heimsálfa. Sitt sýnist hverjum hvort „allt þetta vesen“ virki í baráttunni við veiruna. Það er hvort samkomutakmarkanir, smitrakning og persónubundnar sóttvarnir dragi úr hættu á að smitast af covid-19, að smita aðra, dragi úr innlögnum og dauðsföllum tengdum covid-19. En það verður að teljast eitt af höfuðmarkmiðum samfélags að halda þegnum þess á lífi og við sem besta heilsu. Faraldurinn sem skall á okkur í upphafi árs 2020 ógnaði sannarlega lífi og heilsu okkar. Hér eru nokkur atriði sem hægt er að nota til þess að leggja mat á hvernig til hefur tekist. Það skal tekið fram að mikilvægt er að meta áhrif faraldursins á sem flesta þætti samfélagsins og hvet ég rannsakendur og mögulega þátttakendur í slíkum rannsóknum til dáða. Fjöldi látinna vegna covid-19 er vísbending um hve hart samfélag er leikið af faraldrinum. Það er hægt að bera slíkar tölur saman fyrir Norðurlöndin og Vesturlönd þar sem nokkurs samræmis gætir þar á milli covid-19-dauðsfalla og umframdauðsfalla sem telst vera sá fjöldi sem deyr umfram meðaltal nokkurra ára á undan. Þegar önnur lönd eru borin saman þá eru tölur fyrir covid-19 dauðsföll oft mun lægri en fyrir umframdauðsföll fyrir saman tímabil. Þetta skýrist til dæmis af því að lítið er mælt af covid-19-smiti og lítið er greint á milli covid-dauðsfalla og dauðsfalla af öðrum orsökum. Hve margir látast vegna covid-19, er samantekt á fjölda látinna á Norðurlöndum á viku, leiðrétt fyrir mismunandi fjölda í hverju landi (mynd 1). Af myndinni má sjá að mikill munur er á milli landa fyrsta ár faraldursins. Mynd 1. Fjöldi látinna vegna covid-19 á Norðurlöndum á milljón íbúa www.ourworldindata.org Sumir vilja sjá breytingar eftir dögum og vikum eins og á Mynd 1 sem sýnir fjölda dauðsfalla á viku miðað við milljón íbúa. Aðrir vilja heildartölur sem eru eftirfarandi frá upphafi faraldurs til 11.7.2022: Svíþjóð 1869, Danmörk 1116, Finnland 889, Noregur 620 og Ísland 518 dauðsföll á milljón íbúa. Af þessu tölum má ráða að vel hafi tekist til á Íslandi og Noregi að varna því að fólk látist vegna covid-19, dánartölur fyrir Finnland og Danmörk eru 70% og 120% hærri en fyrir Ísland og svo kemur Svíðþjóð með 260% hærra gildi. Fjöldi látinna vegna covid-19 á Norðurlöndunum á móti öðrum löndum í Evrópu Hvernig gekk Norðurlöndum að vernda sína þegna frá covid-19 miðað við önnur Evrópulönd? Hér er tafla (Tafla 1) sem sýnir fjölda látinna, samanlagt frá upphafi faraldurs, vegna covid-19 og hvernig löndin raðast frá fæstum dauðsföllum (1. sæti) til flestra dauðsfalla (47. sæti). Tafla 1. Fjöldi látinna vegna covid-19 í Evrópu til 11.7.2022 og röðun frá lægstu til hæstu *Röðun miðast við 47 lönd og svæði í Evrópu, San Marinó, Gíbraltar, Liechtenstein og Mónakó er sleppt (fjöldi íbúa undir 40 þúsund). #Látnir á við fjölda látinna vegna covid-19 miðað við milljón íbúa samkvæmt www.ourworldindata.org. Mynd 2. Kassarit sýnir fjöldi látinna, vegna covid-19 miðað við milljón íbúa eftir svæðum: Norðurlönd (Nordurl), Bretland og Eystrasaltslöndin (UK_Baltic), Vestur-Evrópa (Vestur), Suður-Evrópa (Sudur) og Austur- og Mið-Evrópa (Austur). Úrlestur kassarita: Þverstrik fyrir ofan kassa sýnir hæsta gildi, efri mörk kassa sýna 75. hundraðsmark (e. percentile, 75% gilda eru fyrir neðan) strikin í miðju kassa tákan miðgildi, neðri mörk kassa tákna 25. hundraðsmark og strikið fyrir neðan kassa táknar lægsta gildi, kassarnir innihalda helming allra gildanna. Það má sjá af legu kassanna (mynd 2) og miðað við Töflu 1 að Norðurlöndin hafa staðið sig vel miðað við önnur lönd Evrópu. Það má einnig sá að Svíþjóð sker sig nokkuð úr miðað við hin Norðurlöndin, sem raðast í efstu sætin (Tafla 1) og Svíþjóð er í 18 sæti. Ef Bretland, Írland og Eystrasaltslöndin eru borin saman má sjá að dreifingin er nokkuð mikil, mismunur hæsta og lægsta gildis er 2190 (látnir á milljón íbúa). Vestur-Evrópulöndin eru nokkuð sviðuð, eru á bilinu 1300 til rúmlega 2700, mismunur upp á 1433. Svipað er að segja um Suður-Evrópu þar er fjöldi látinna á bilinu 1710 til 2953, mismunur upp á 1243. Þegar Austur- og Mið-Evrópa er skoðuð má sjá að mikill munur er á lægsta landi, Hvíta-Rússlandi 754, og því hæsta, Búlgaríu 5447, mismunur upp á 4693 látna á milljón íbúa. Ef kassagrafið er skoðað má sjá að 75% gildanna eru hærri en 2600 en lægstu gildin eru grunsamlega lág. Til þess að fá skýringu á þessum mikla mun á covid-19-dauðsföllum er hægt að skoða rannsóknir sem bera saman umframdauðsföll (Mynd 3) sem hlutfall af covid-19-dauðsföllum, blár og grænn litur táknar lága tíðni umframdauðsfalla en appelsínugulur og rauður litur táknar háa tíðni umframdauðsfalla (Mynd 3). Fyrir flest lönd er nokkuð gott samræmi, það er hlutfallið er á milli eins og tveggja, en nokkur lönd skera sig úr, það eru Rússland, Litháen, Hvíta-Rússland og Búlgaría Mynd 3: Umframdauðsföll vegna covid-19 samanlagt árin 2020 og 2021Lancet 2022 Rannsókn var gerð á uppgefnum dauðsföllum fyrir árin 2020 og 2021, þau voru svo borin saman við umframdauðsföll vegna covid-19 og leiddi rannsóknin í ljós að áætlaður fjöldi umframdauðsfalla vegna covid-19 var um þrefalt hærri en covid-19-dauðsföll. Þannig að tölurnar í Töflu 1 eru líklega vanmat á því sem hefur gerst. Ýmsum skýringum hefur verið varpað fram um hvað skýri þennan mun á milli landa. Fyrst varðandi skráningar þá hafa aðgerðir verið mismunandi og misyfirgripsmiklar, heilbrigðiskerfi landanna eru mismunandi sem og þegnar þeirra. Varðandi mun á dauðsföllum þá hafa eftirfarandi þættir verið nefndir eins og: sóttvarnaraðgerðir, hve stór hluti er bólusettur, þéttleiki byggðar, aldurssamsetning, algengi reykinga, algengi ýmissa sjúkdóma; svo sem astma, lungnaþembu, háþrýstings, sykursýki, hjarta-, tauga- og nýrnasjúkdóma svo fátt eitt sé nefnt. Ef þessir þættir eru bornir saman þá má finna mun á milli Norðurlanda fyrir flesta þessa þætti. Hversu miklar voru sóttvarnaraðgerðir og takmarkanir gegn covid 19? Ein aðferð sem hefur verið þróuð til þess að taka aðgerðir saman í eina tölu svokallaðan „Stingency index“. Stringency index er mælikvarði á hve harðar aðgerðir eru til þess að sporna við/hægja á útbreiðslu kóronuveirunnar. Mælikvarðinn er settur saman úr níu atriðum sem snúa að sóttvarnaraðgerðum: Þau eru lokun skóla, lokun vinnustaða, niðurfelling viðburða, samkomutakmarkanir, niðurfelling almenningssamgangna, útgöngubann, fræðsluátak og upplýsingafundir, takmarkanir á ferðum innanlands og takmarkanir á ferðum milli landa. Mynd 4. Samanburður á sóttvarnaraðgerðum gegn covid-19, á Norðurlöndum, teknar saman í stringency indexDanmarks Statistik 2022 Samkvæmt opinberri skýrslu „Corona Kommission Report“ sem var tekin saman af óháðri nefnd og gefin út í Svíþjóð var niðurstaða hennar sú að viðbrögð sænsku ríkistjórnarinnar við covid 19 voru of hæg og einkenndust af skorti á forystu. Svíþjóð hefði ekki verið nægjanlega vel undirbúin til þess að takast á við faraldurinn (https://coronakommissionen.com/). Efnahagsleg áhrif Norræna Ráðherranefndin hefur látið taka saman skýrslu „Nordic Economic Policy Review 2022: COVID-19 EFFECTS ON THE ECONOMY in the Nordics“ og þar kemur fram að lækkun á vergri þjóðarframleiðslu á Norðurlöndunum var hlutfallslega lítil miðið við meðaltal fyrir öll Evrópulöndin. Þar kom einnig fram að verg þjóðarframleiðsla lækkaði um það bil jafnt í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og var hún komin í jafnvægi í öðrum ársfjórðungi ársins 2021. Ísland hafi þurft lengri tíma til að ná jafnvægi vegna mikilla áhrifa covid-19 á ferðaþjónustuna og þess hve stór hluti hún er af efnahag landsins. Virka bólusetningar gegn covid-19? Einhver breytileiki er á niðurstöðum eftir því hvenær rannsóknirnar eru framkvæmdar, hafa ber í huga að þegar bóluefni er hannað og framleitt þá eru upplýsingar um veiruna, eiginleika hennar og hvernig hún hefur breyst notaðar til þess að spá fyrir um hvernig hún verði í framtíðinni. Þessu má líkja því við að skjóta ör (bóluefnið) upp í loftið á skotmark (veiru) sem er á hreyfingu (stökkbreytingar) og örin á að lenda sem næst skotmarkinu um það bil eftir eitt ár. Til þess að bera saman bólusetningar og hættuna á dauða er heppilegast að hafa samfélag sem hefur marga einstaklinga sem eru bólusettir en einnig marga einstaklinga sem eru óbólusettir. Bandaríkin uppfylla þetta skilyrði. Þar eru rúmlega 20% óbólusettir og rúmlega 10% bólusettir að hluta þegar þetta er skrifað. Samkvæmt Smitsjúkdómastofnum Bandaríkjanna (CDC) eru óbólusettir, á öllum aldri, sexfalt líklegri til að deyja en bólusettir, miðað við apríl 2022 (www.cdc.gov). Ef miðað er við einstaklinga 50 ára og eldri þá eru óbólusettir í 42 falt meiri hættu á að deyja en bólusettir. Moðreykur og upplýsingafölsun Upplýsingafölsun (e. disinformation) hefur haft áhrif á viðbrögð einstaklinga og stjórnvöld ýmissa ríkja. Þegar faraldurinn var í fyrstu bylgju fór að bera á upplýsingum varðandi covid-19 og hvernig hægt væri að ráða niðurlögum veirunnar. Þessar upplýsingar voru oft á skjön við þá þekkingu sem var til staðar. Til dæmis mælti þjóðarleiðtogi með því að sprauta klór/ bleikiefni inn í líkamann til þess að uppræta covid-19. Þættir sem mikilvægt er að huga að Það er mikilvægt að taka saman langvinn áhrif vegna covid-19 og nota sömu aðferðir við það á öllum Norðurlöndunum. Meta verndandi áhrif bólusetninga sem og aukaverkanir þeirra. Finna út hvaða aðgerðir báru mestan árangur og hverjar þarf að endurskoða. Það er erfiðara að framkvæma samkomutakmarkanir og aðrar aðgerðir í fjölmennari löndum og sérstaklega þeim löndum sem eru þéttbýl, því smithætta er meiri í þéttbýli en í dreifbýli. Endurskoða viðbragðsáætlun vegna faraldurs með tillit til þeirrar reynslu sem hefur fengist í covid-faraldrinum. Það er mikilvægt að við komum okkur saman um hvernig best sé að bregðast við næsta faraldri þegar þessi faraldur fjarar út, en ekki í miðjum faraldri. Huga þarf að mönnun heilbrigðisstofnana, aðstöðu og búnaði til að bregðast við farsóttum, lyfjabirgðum, neyðarframleiðslu á vökva í æð og matvælaöryggi. Samantekt fyrir fólk í tímaþröng Lág tala yfir fjölda látinna vegna covid-19 bendir til þess að Norðurlöndin hafi náð góðum árangri í að vernda þegna sína gegn faraldrinum, samanborið við aðrar þjóðir í Evrópu. Bæði covid-19-dauðsföll og umframdauðsföll voru hærri í Suður-, Mið- og Austur-Evrópu en á Norðurlöndunum. Samantekt á sóttvarnaraðgerðum (Stringency index) leiddi í ljós svipaða niðurstöðu fyrir Danmörku og Svíþjóð. Samkvæmt óháðri opinberri sænskri skýrslu voru Svíar ekki vel undirbúnir og viðbrögð þeirra of hæg við faraldrinum. Efnahagsleg áhrif voru svipuð fyrir Norðurlöndin að Íslandi undanskildu vegna áhrifa á ferðaþjónustu. Gögn frá Bandaríkjunum (apríl 2022) benda til að óbólusettir séu með sexfalt hærri dánarlíkur en bólusettir og óbólusettir 50 ára og eldri hafi 42-falt hærri dánarlíkur en bólusettir á sama aldri. Mikilvægt er að kenna almenningi upplýsinga- og vísindalæsi svo hann sé betur í stakk búinn að meta heilbrigðisupplýsingar. Endurskoða þarf viðbragðsáætlun vegna faraldurs miðað við þá reynslu sem hefur fengist í covid-19-faraldrinum. Niðurlag Hér hefur verið fjallað um áhrif faraldursins út frá faraldsfræði og öðrum tengdum tölum. Reynsla og upplifun hvers og eins er mjög mismunandi. Sumir hafa misst vinnu aðrir hafa orðið gjaldþrota, fyrirtæki hafa þurft að draga saman seglin eða hætta rekstri. Stjórnvöld hafa komið með mótvægisaðgerðir en mikilvægt er að fylgjast áfram með og bregðast við ef stefnir í óefni. Margir hafa misst nákomna vini og ættingja sem voru á besta aldri og hefðu líklega átt mörg ár ólifað ef faraldurinn hefði ekki skollið á og það er mikilvægt að veita þeim svigrúm og aðstoð við að vinna úr sorginni. Frá upphafi faraldurs þar til þetta er skrifað hefur Íslendingum gengið best miðað við önnur Evrópulönd að bjarga mannslífum. Faraldurinn er enn til staðar og enginn veit hvenær honum verður lokið. Það eru mjög margar skýringar á þessu góða gengi, meðal annars samtakamáttur, almennt traust innan samfélagsins, gott heilbrigðiskerfi og gott kerfi almannavarna. Það er mikilvægt að læra af reynslunni og bæta það sem hægt er svo að við komum vel út úr næsta faraldri. Höfundur er Lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Líkt og margir aðrir hef ég fylgst með covid-19 faraldrinum undanfarin misseri, borið ýmsar faraldurs-tölur saman á milli héraða, landa og heimsálfa. Sitt sýnist hverjum hvort „allt þetta vesen“ virki í baráttunni við veiruna. Það er hvort samkomutakmarkanir, smitrakning og persónubundnar sóttvarnir dragi úr hættu á að smitast af covid-19, að smita aðra, dragi úr innlögnum og dauðsföllum tengdum covid-19. En það verður að teljast eitt af höfuðmarkmiðum samfélags að halda þegnum þess á lífi og við sem besta heilsu. Faraldurinn sem skall á okkur í upphafi árs 2020 ógnaði sannarlega lífi og heilsu okkar. Hér eru nokkur atriði sem hægt er að nota til þess að leggja mat á hvernig til hefur tekist. Það skal tekið fram að mikilvægt er að meta áhrif faraldursins á sem flesta þætti samfélagsins og hvet ég rannsakendur og mögulega þátttakendur í slíkum rannsóknum til dáða. Fjöldi látinna vegna covid-19 er vísbending um hve hart samfélag er leikið af faraldrinum. Það er hægt að bera slíkar tölur saman fyrir Norðurlöndin og Vesturlönd þar sem nokkurs samræmis gætir þar á milli covid-19-dauðsfalla og umframdauðsfalla sem telst vera sá fjöldi sem deyr umfram meðaltal nokkurra ára á undan. Þegar önnur lönd eru borin saman þá eru tölur fyrir covid-19 dauðsföll oft mun lægri en fyrir umframdauðsföll fyrir saman tímabil. Þetta skýrist til dæmis af því að lítið er mælt af covid-19-smiti og lítið er greint á milli covid-dauðsfalla og dauðsfalla af öðrum orsökum. Hve margir látast vegna covid-19, er samantekt á fjölda látinna á Norðurlöndum á viku, leiðrétt fyrir mismunandi fjölda í hverju landi (mynd 1). Af myndinni má sjá að mikill munur er á milli landa fyrsta ár faraldursins. Mynd 1. Fjöldi látinna vegna covid-19 á Norðurlöndum á milljón íbúa www.ourworldindata.org Sumir vilja sjá breytingar eftir dögum og vikum eins og á Mynd 1 sem sýnir fjölda dauðsfalla á viku miðað við milljón íbúa. Aðrir vilja heildartölur sem eru eftirfarandi frá upphafi faraldurs til 11.7.2022: Svíþjóð 1869, Danmörk 1116, Finnland 889, Noregur 620 og Ísland 518 dauðsföll á milljón íbúa. Af þessu tölum má ráða að vel hafi tekist til á Íslandi og Noregi að varna því að fólk látist vegna covid-19, dánartölur fyrir Finnland og Danmörk eru 70% og 120% hærri en fyrir Ísland og svo kemur Svíðþjóð með 260% hærra gildi. Fjöldi látinna vegna covid-19 á Norðurlöndunum á móti öðrum löndum í Evrópu Hvernig gekk Norðurlöndum að vernda sína þegna frá covid-19 miðað við önnur Evrópulönd? Hér er tafla (Tafla 1) sem sýnir fjölda látinna, samanlagt frá upphafi faraldurs, vegna covid-19 og hvernig löndin raðast frá fæstum dauðsföllum (1. sæti) til flestra dauðsfalla (47. sæti). Tafla 1. Fjöldi látinna vegna covid-19 í Evrópu til 11.7.2022 og röðun frá lægstu til hæstu *Röðun miðast við 47 lönd og svæði í Evrópu, San Marinó, Gíbraltar, Liechtenstein og Mónakó er sleppt (fjöldi íbúa undir 40 þúsund). #Látnir á við fjölda látinna vegna covid-19 miðað við milljón íbúa samkvæmt www.ourworldindata.org. Mynd 2. Kassarit sýnir fjöldi látinna, vegna covid-19 miðað við milljón íbúa eftir svæðum: Norðurlönd (Nordurl), Bretland og Eystrasaltslöndin (UK_Baltic), Vestur-Evrópa (Vestur), Suður-Evrópa (Sudur) og Austur- og Mið-Evrópa (Austur). Úrlestur kassarita: Þverstrik fyrir ofan kassa sýnir hæsta gildi, efri mörk kassa sýna 75. hundraðsmark (e. percentile, 75% gilda eru fyrir neðan) strikin í miðju kassa tákan miðgildi, neðri mörk kassa tákna 25. hundraðsmark og strikið fyrir neðan kassa táknar lægsta gildi, kassarnir innihalda helming allra gildanna. Það má sjá af legu kassanna (mynd 2) og miðað við Töflu 1 að Norðurlöndin hafa staðið sig vel miðað við önnur lönd Evrópu. Það má einnig sá að Svíþjóð sker sig nokkuð úr miðað við hin Norðurlöndin, sem raðast í efstu sætin (Tafla 1) og Svíþjóð er í 18 sæti. Ef Bretland, Írland og Eystrasaltslöndin eru borin saman má sjá að dreifingin er nokkuð mikil, mismunur hæsta og lægsta gildis er 2190 (látnir á milljón íbúa). Vestur-Evrópulöndin eru nokkuð sviðuð, eru á bilinu 1300 til rúmlega 2700, mismunur upp á 1433. Svipað er að segja um Suður-Evrópu þar er fjöldi látinna á bilinu 1710 til 2953, mismunur upp á 1243. Þegar Austur- og Mið-Evrópa er skoðuð má sjá að mikill munur er á lægsta landi, Hvíta-Rússlandi 754, og því hæsta, Búlgaríu 5447, mismunur upp á 4693 látna á milljón íbúa. Ef kassagrafið er skoðað má sjá að 75% gildanna eru hærri en 2600 en lægstu gildin eru grunsamlega lág. Til þess að fá skýringu á þessum mikla mun á covid-19-dauðsföllum er hægt að skoða rannsóknir sem bera saman umframdauðsföll (Mynd 3) sem hlutfall af covid-19-dauðsföllum, blár og grænn litur táknar lága tíðni umframdauðsfalla en appelsínugulur og rauður litur táknar háa tíðni umframdauðsfalla (Mynd 3). Fyrir flest lönd er nokkuð gott samræmi, það er hlutfallið er á milli eins og tveggja, en nokkur lönd skera sig úr, það eru Rússland, Litháen, Hvíta-Rússland og Búlgaría Mynd 3: Umframdauðsföll vegna covid-19 samanlagt árin 2020 og 2021Lancet 2022 Rannsókn var gerð á uppgefnum dauðsföllum fyrir árin 2020 og 2021, þau voru svo borin saman við umframdauðsföll vegna covid-19 og leiddi rannsóknin í ljós að áætlaður fjöldi umframdauðsfalla vegna covid-19 var um þrefalt hærri en covid-19-dauðsföll. Þannig að tölurnar í Töflu 1 eru líklega vanmat á því sem hefur gerst. Ýmsum skýringum hefur verið varpað fram um hvað skýri þennan mun á milli landa. Fyrst varðandi skráningar þá hafa aðgerðir verið mismunandi og misyfirgripsmiklar, heilbrigðiskerfi landanna eru mismunandi sem og þegnar þeirra. Varðandi mun á dauðsföllum þá hafa eftirfarandi þættir verið nefndir eins og: sóttvarnaraðgerðir, hve stór hluti er bólusettur, þéttleiki byggðar, aldurssamsetning, algengi reykinga, algengi ýmissa sjúkdóma; svo sem astma, lungnaþembu, háþrýstings, sykursýki, hjarta-, tauga- og nýrnasjúkdóma svo fátt eitt sé nefnt. Ef þessir þættir eru bornir saman þá má finna mun á milli Norðurlanda fyrir flesta þessa þætti. Hversu miklar voru sóttvarnaraðgerðir og takmarkanir gegn covid 19? Ein aðferð sem hefur verið þróuð til þess að taka aðgerðir saman í eina tölu svokallaðan „Stingency index“. Stringency index er mælikvarði á hve harðar aðgerðir eru til þess að sporna við/hægja á útbreiðslu kóronuveirunnar. Mælikvarðinn er settur saman úr níu atriðum sem snúa að sóttvarnaraðgerðum: Þau eru lokun skóla, lokun vinnustaða, niðurfelling viðburða, samkomutakmarkanir, niðurfelling almenningssamgangna, útgöngubann, fræðsluátak og upplýsingafundir, takmarkanir á ferðum innanlands og takmarkanir á ferðum milli landa. Mynd 4. Samanburður á sóttvarnaraðgerðum gegn covid-19, á Norðurlöndum, teknar saman í stringency indexDanmarks Statistik 2022 Samkvæmt opinberri skýrslu „Corona Kommission Report“ sem var tekin saman af óháðri nefnd og gefin út í Svíþjóð var niðurstaða hennar sú að viðbrögð sænsku ríkistjórnarinnar við covid 19 voru of hæg og einkenndust af skorti á forystu. Svíþjóð hefði ekki verið nægjanlega vel undirbúin til þess að takast á við faraldurinn (https://coronakommissionen.com/). Efnahagsleg áhrif Norræna Ráðherranefndin hefur látið taka saman skýrslu „Nordic Economic Policy Review 2022: COVID-19 EFFECTS ON THE ECONOMY in the Nordics“ og þar kemur fram að lækkun á vergri þjóðarframleiðslu á Norðurlöndunum var hlutfallslega lítil miðið við meðaltal fyrir öll Evrópulöndin. Þar kom einnig fram að verg þjóðarframleiðsla lækkaði um það bil jafnt í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og var hún komin í jafnvægi í öðrum ársfjórðungi ársins 2021. Ísland hafi þurft lengri tíma til að ná jafnvægi vegna mikilla áhrifa covid-19 á ferðaþjónustuna og þess hve stór hluti hún er af efnahag landsins. Virka bólusetningar gegn covid-19? Einhver breytileiki er á niðurstöðum eftir því hvenær rannsóknirnar eru framkvæmdar, hafa ber í huga að þegar bóluefni er hannað og framleitt þá eru upplýsingar um veiruna, eiginleika hennar og hvernig hún hefur breyst notaðar til þess að spá fyrir um hvernig hún verði í framtíðinni. Þessu má líkja því við að skjóta ör (bóluefnið) upp í loftið á skotmark (veiru) sem er á hreyfingu (stökkbreytingar) og örin á að lenda sem næst skotmarkinu um það bil eftir eitt ár. Til þess að bera saman bólusetningar og hættuna á dauða er heppilegast að hafa samfélag sem hefur marga einstaklinga sem eru bólusettir en einnig marga einstaklinga sem eru óbólusettir. Bandaríkin uppfylla þetta skilyrði. Þar eru rúmlega 20% óbólusettir og rúmlega 10% bólusettir að hluta þegar þetta er skrifað. Samkvæmt Smitsjúkdómastofnum Bandaríkjanna (CDC) eru óbólusettir, á öllum aldri, sexfalt líklegri til að deyja en bólusettir, miðað við apríl 2022 (www.cdc.gov). Ef miðað er við einstaklinga 50 ára og eldri þá eru óbólusettir í 42 falt meiri hættu á að deyja en bólusettir. Moðreykur og upplýsingafölsun Upplýsingafölsun (e. disinformation) hefur haft áhrif á viðbrögð einstaklinga og stjórnvöld ýmissa ríkja. Þegar faraldurinn var í fyrstu bylgju fór að bera á upplýsingum varðandi covid-19 og hvernig hægt væri að ráða niðurlögum veirunnar. Þessar upplýsingar voru oft á skjön við þá þekkingu sem var til staðar. Til dæmis mælti þjóðarleiðtogi með því að sprauta klór/ bleikiefni inn í líkamann til þess að uppræta covid-19. Þættir sem mikilvægt er að huga að Það er mikilvægt að taka saman langvinn áhrif vegna covid-19 og nota sömu aðferðir við það á öllum Norðurlöndunum. Meta verndandi áhrif bólusetninga sem og aukaverkanir þeirra. Finna út hvaða aðgerðir báru mestan árangur og hverjar þarf að endurskoða. Það er erfiðara að framkvæma samkomutakmarkanir og aðrar aðgerðir í fjölmennari löndum og sérstaklega þeim löndum sem eru þéttbýl, því smithætta er meiri í þéttbýli en í dreifbýli. Endurskoða viðbragðsáætlun vegna faraldurs með tillit til þeirrar reynslu sem hefur fengist í covid-faraldrinum. Það er mikilvægt að við komum okkur saman um hvernig best sé að bregðast við næsta faraldri þegar þessi faraldur fjarar út, en ekki í miðjum faraldri. Huga þarf að mönnun heilbrigðisstofnana, aðstöðu og búnaði til að bregðast við farsóttum, lyfjabirgðum, neyðarframleiðslu á vökva í æð og matvælaöryggi. Samantekt fyrir fólk í tímaþröng Lág tala yfir fjölda látinna vegna covid-19 bendir til þess að Norðurlöndin hafi náð góðum árangri í að vernda þegna sína gegn faraldrinum, samanborið við aðrar þjóðir í Evrópu. Bæði covid-19-dauðsföll og umframdauðsföll voru hærri í Suður-, Mið- og Austur-Evrópu en á Norðurlöndunum. Samantekt á sóttvarnaraðgerðum (Stringency index) leiddi í ljós svipaða niðurstöðu fyrir Danmörku og Svíþjóð. Samkvæmt óháðri opinberri sænskri skýrslu voru Svíar ekki vel undirbúnir og viðbrögð þeirra of hæg við faraldrinum. Efnahagsleg áhrif voru svipuð fyrir Norðurlöndin að Íslandi undanskildu vegna áhrifa á ferðaþjónustu. Gögn frá Bandaríkjunum (apríl 2022) benda til að óbólusettir séu með sexfalt hærri dánarlíkur en bólusettir og óbólusettir 50 ára og eldri hafi 42-falt hærri dánarlíkur en bólusettir á sama aldri. Mikilvægt er að kenna almenningi upplýsinga- og vísindalæsi svo hann sé betur í stakk búinn að meta heilbrigðisupplýsingar. Endurskoða þarf viðbragðsáætlun vegna faraldurs miðað við þá reynslu sem hefur fengist í covid-19-faraldrinum. Niðurlag Hér hefur verið fjallað um áhrif faraldursins út frá faraldsfræði og öðrum tengdum tölum. Reynsla og upplifun hvers og eins er mjög mismunandi. Sumir hafa misst vinnu aðrir hafa orðið gjaldþrota, fyrirtæki hafa þurft að draga saman seglin eða hætta rekstri. Stjórnvöld hafa komið með mótvægisaðgerðir en mikilvægt er að fylgjast áfram með og bregðast við ef stefnir í óefni. Margir hafa misst nákomna vini og ættingja sem voru á besta aldri og hefðu líklega átt mörg ár ólifað ef faraldurinn hefði ekki skollið á og það er mikilvægt að veita þeim svigrúm og aðstoð við að vinna úr sorginni. Frá upphafi faraldurs þar til þetta er skrifað hefur Íslendingum gengið best miðað við önnur Evrópulönd að bjarga mannslífum. Faraldurinn er enn til staðar og enginn veit hvenær honum verður lokið. Það eru mjög margar skýringar á þessu góða gengi, meðal annars samtakamáttur, almennt traust innan samfélagsins, gott heilbrigðiskerfi og gott kerfi almannavarna. Það er mikilvægt að læra af reynslunni og bæta það sem hægt er svo að við komum vel út úr næsta faraldri. Höfundur er Lyfja- og faraldsfræðingur og dósent við Lyfjafræðideild HÍ.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun