Borgin stendur þétt með olíufélögunum og gefur þeim grænt ljós á lóðabrask Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 15. júlí 2022 13:30 Á fundi borgarráðs í síðustu viku var lögð fram tillaga um „aðilaskipti“ á lóð vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Birkimelur 1. Óskað var eftir því að í stað Skel fjárfestingafélags hf, tæki Reir þróun ehf við réttindum og skyldum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Forsagan á þessari lóð er sú að þann 25. júní 2021 gerðu Reykjavíkurborg og Skeljungur hf. (nú Skel fjárfestingafélag hf.) samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Þarna er rekin bensínstöð en gegn því að henni yrði lokað fengi eigandi lóðarinnar (Skel fjárfestingafélag hf) að byggja íbúðir á lóðinni með sérstökum fríðindum sem borgin ætlar að veita félaginu. Þannig mun félagið ekki þurfa að greiða til borgarinnar vegna innviða og byggingarréttar. Þetta væri þá í samræmi við stefnu borgarinnar um fækkun bensínstöðva. Þetta gildir því í öllum þeim samningum sem borgin hefur gert og mun gera í framtíðinni við olíufélögin. Að þau fái sérstök fríðindi fyrir að loka bensínstöðvum og byggja. Það er ekki nóg með að olíufélögin fái fríðindi vegna uppbyggingar, heldur mega þau líka framselja byggingarréttinn til annarra aðila. Þannig var samþykkt á fundi borgarráðs í síðustu viku að Reir þróun ehf tæki við réttindum og skyldum af Skel fjárfestingafélagi hf. og má því hefja uppbyggingu (eða jafnvel selja aftur?). Þetta félag fær sömu undanþágu og skeljungur fékk frá gjaldi á innviðar og byggingarrétti. Samningarnir sem borgin hefur gert og mun gera við olíufélögin er hér því að stuðla að stórfelldu lóðabraski væntanlega með tilheyrandi stórhagnaði. Íbúðaverð á þessari lóð mun því koma til með að verða gríðarlega hátt. Kjörnir fulltrúar mega þar að auki ekki fá neinar upplýsingar um það hvað Skel fjárfestingafélag fær greitt fyrir aðilaskiptin. Um „trúnaðarmál“ er að ræða. Það vekur furðu að flokkar sem kenna sig við jafnaðarmennsku standi á bak við svona samninga. Að slíkir flokkar kjósi að veita olíufélögum ívilnanir til uppbyggingar á húsnæðismarkaði og heimildir til aðilaskipta á lóðunum, með væntanlegum stórhagnaði. Hverjum er það til góða? Ekki þeim sem standa fyrir utan húsnæðismarkaðinn og komast hvergi inn. Hvernig er þetta að stuðla að jöfnuði? Hvergi er hann að sjá. Þetta bókaði ég undir liðnum á fundinum: Samkvæmt samningnum mun lóðarhafi ekki greiða til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva. Það sama mun gilda um hinn nýja aðila, sem þó rekur ekki neinar bensínstöðvar. Borgarfulltrúi Sósíalista spyr sig hver hagnaður Skel fjárfestingarfélag hf verður af þessum aðilaskiptum. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Bensín og olía Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á fundi borgarráðs í síðustu viku var lögð fram tillaga um „aðilaskipti“ á lóð vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Birkimelur 1. Óskað var eftir því að í stað Skel fjárfestingafélags hf, tæki Reir þróun ehf við réttindum og skyldum vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Forsagan á þessari lóð er sú að þann 25. júní 2021 gerðu Reykjavíkurborg og Skeljungur hf. (nú Skel fjárfestingafélag hf.) samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni. Þarna er rekin bensínstöð en gegn því að henni yrði lokað fengi eigandi lóðarinnar (Skel fjárfestingafélag hf) að byggja íbúðir á lóðinni með sérstökum fríðindum sem borgin ætlar að veita félaginu. Þannig mun félagið ekki þurfa að greiða til borgarinnar vegna innviða og byggingarréttar. Þetta væri þá í samræmi við stefnu borgarinnar um fækkun bensínstöðva. Þetta gildir því í öllum þeim samningum sem borgin hefur gert og mun gera í framtíðinni við olíufélögin. Að þau fái sérstök fríðindi fyrir að loka bensínstöðvum og byggja. Það er ekki nóg með að olíufélögin fái fríðindi vegna uppbyggingar, heldur mega þau líka framselja byggingarréttinn til annarra aðila. Þannig var samþykkt á fundi borgarráðs í síðustu viku að Reir þróun ehf tæki við réttindum og skyldum af Skel fjárfestingafélagi hf. og má því hefja uppbyggingu (eða jafnvel selja aftur?). Þetta félag fær sömu undanþágu og skeljungur fékk frá gjaldi á innviðar og byggingarrétti. Samningarnir sem borgin hefur gert og mun gera við olíufélögin er hér því að stuðla að stórfelldu lóðabraski væntanlega með tilheyrandi stórhagnaði. Íbúðaverð á þessari lóð mun því koma til með að verða gríðarlega hátt. Kjörnir fulltrúar mega þar að auki ekki fá neinar upplýsingar um það hvað Skel fjárfestingafélag fær greitt fyrir aðilaskiptin. Um „trúnaðarmál“ er að ræða. Það vekur furðu að flokkar sem kenna sig við jafnaðarmennsku standi á bak við svona samninga. Að slíkir flokkar kjósi að veita olíufélögum ívilnanir til uppbyggingar á húsnæðismarkaði og heimildir til aðilaskipta á lóðunum, með væntanlegum stórhagnaði. Hverjum er það til góða? Ekki þeim sem standa fyrir utan húsnæðismarkaðinn og komast hvergi inn. Hvernig er þetta að stuðla að jöfnuði? Hvergi er hann að sjá. Þetta bókaði ég undir liðnum á fundinum: Samkvæmt samningnum mun lóðarhafi ekki greiða til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva. Það sama mun gilda um hinn nýja aðila, sem þó rekur ekki neinar bensínstöðvar. Borgarfulltrúi Sósíalista spyr sig hver hagnaður Skel fjárfestingarfélag hf verður af þessum aðilaskiptum. Höfundur er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun