Stórsigur Svía á Portúgal tryggði efsta sætið Arnar Geir Halldórsson skrifar 17. júlí 2022 17:59 Filippa Angeldal var í gírnum í dag. vísir/Getty Svíþjóð átti ekki í teljandi erfiðleikum með Portúgal þegar liðin mættust í C-riði Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Þær sænsku máttu ekki misstíga sig í leiknum í dag eftir að hafa gert jafntefli við Holland í fyrstu umferð og mættu þær ákveðnar til leiks. Filippa Angeldal náði forystunni fyrir Svía um miðbik fyrri hálfleiks en Svíþjóð nýtti uppbótartíma fyrri hálfleiks til að svo gott sem gera út um leikinn með tveimur mörkum. Angeldal gerði það fyrra og svo varð Carole Da Silva Costa fyrir því óláni að skora sjálfsmark á lokaandartökum fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 3-0 fyrir Svíþjóð. Kosovare Asllani gerði algjörlega út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 54.mínútu og í uppbótartíma venjulegs leiktíma kórónaði Stina Blackstenius frábæran leik Svía og tryggði þeim 5-0 sigur og jafnframt sigur í riðlinum. Fótbolti EM 2022 í Englandi
Svíþjóð átti ekki í teljandi erfiðleikum með Portúgal þegar liðin mættust í C-riði Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Þær sænsku máttu ekki misstíga sig í leiknum í dag eftir að hafa gert jafntefli við Holland í fyrstu umferð og mættu þær ákveðnar til leiks. Filippa Angeldal náði forystunni fyrir Svía um miðbik fyrri hálfleiks en Svíþjóð nýtti uppbótartíma fyrri hálfleiks til að svo gott sem gera út um leikinn með tveimur mörkum. Angeldal gerði það fyrra og svo varð Carole Da Silva Costa fyrir því óláni að skora sjálfsmark á lokaandartökum fyrri hálfleiks og staðan í leikhléi 3-0 fyrir Svíþjóð. Kosovare Asllani gerði algjörlega út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 54.mínútu og í uppbótartíma venjulegs leiktíma kórónaði Stina Blackstenius frábæran leik Svía og tryggði þeim 5-0 sigur og jafnframt sigur í riðlinum.