Stjórnum ber ekki að lýsa starfslokum forstjóra í smáatriðum
![Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafastofunni Strategíu.](https://www.visir.is/i/E673C78A50B332590ED210C69F4E076CFF82894FDE189C8B09F1F56731FB75A0_713x0.jpg)
Stjórnum skráðra fyrirtækja ber ekki að hafa samráð við hluthafa um starfslok forstjóra né að rekja í smáatriðum hvernig staðið var að starfslokunum. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt stjórnum, fjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf á sviði lögfræði og stjórnhátta.