Fótbolti

Íslensku stelpurnar búnar að brjóta oftast af sér án þess að fá spjald

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hér brotið af sér í leiknum í gær.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur hér brotið af sér í leiknum í gær. Vísir/Vilhelm

Íslenska kvennalandsliðið hefur ekki enn tapað leik á Evrópumótinu í Englandi og liðið hefur heldur ekki fengið gult spjald á mótinu.

Íslenska liðið er í hópi með fjórum öðrum þjóðum sem hafa enn ekki fengið spjald eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar.

Íslensku stelpurnar skera sig þó úr því þær eru búnar að brjóta oftast af sér án þess að fá spjald.

Alls hafa stelpurnar okkar brotið 23 sinnum af sér.

Svíar kom næst með 19 brot og ekkert spjald.

Austurríki með fimmtán brot og ekkert spjald og þá eru bæði Frakkar og Englendingar spjaldalausir eftir tíu brot hjá hvoru liði.

Aðeins Sviss og Þýskaland hafa brotið oftast af sér en íslenska liðið. Þjóðverjar hafa fengið fimm spjöld og Svisslendingar þrjú.

Á sama tíma hafa mótherjar Íslands fengið þrjú gul spjöld í þessum tveimur leikjum en þær hafa brotið þrettán sinnum á íslensku stelpunum.

Gulu spjöldin í fyrstu tveimur umferðunum á EM:

  • 5 - Þýskaland, Belgía
  • 4 - Ítalía, Danmörk, Holland
  • 3 - Sviss, Portúgal, Noregur
  • 1 - Spánn. Finnland, Norður-Írland
  • 0 - Ísland, Svíþjóð, Austurríki, Frakkland, England.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×