Að vera með stjórnmálamenn í vasanum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 14. júlí 2022 19:00 Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum. En kannski er það mikilvægasta að með því að hafa stjórnmálamenn og flokka í vasanum þá getur þú stýrt umræðunni um aðgang að auðlindinni. Þannig hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn til dæmis tryggt að mest öll umræðan er um litlu aðilana sem stunda fiskveiðar. Þannig er endalaust verið að skerða rétt þeirra sem stunda strandveiðar, einu veiðarnar sem eru byggðavænar og hafa einnig mun minni áhrif á umhverfið. Þetta er alls ekki óþekkt aðferð sem kemur úr smiðju stóriðjunnar, en þeim hefur tekist að láta alla umræðu um umhverfismál snúast um hvað almenningur þurfi að gera á meðan 80% útblásturs kemur í raun frá stóriðjunni og þannig fáum við að heyra matvælaráðherra tala um þörf á breytingum á stjórnun strandveiða, sem í raun tengjast aðeins örlitlu broti af þeim afla sem veiddur er í lögsögu Íslands. Matvælaráðherra vill hverfa aftur til þess kerfis þegar kvótinn var bundinn við svæði, algjörlega óháð því hvernig fiskurinn dreifist í kringum landið á mismunandi hátt með breytingum á hitastigi í hafinu. Svo reynir ráðherra að friðþægja sjómennina með því að hækka kvótann örlítið. Því miður er nokkuð augljóst að ekkert af því sem verið er að gera tryggir strandveiðibátum 48 daga á sjó eins og miða átti við. Á sama tíma er um þriðjungur kvótans á Íslandi kominn í hendur örfárra aðila og ráðherrar sjá engar ástæður til þess að taka á því og leyfa stjórnendum þessara fyrirtækja að fela sig bak við það að þar sem félögin séu skráð á markað, þá séu í raun þúsundir eigenda, en sannleikurinn er sá að þegar eignarhlutur fólks í þessum fyrirtækjum er skoðaður, þá eru það innan við 20 aðilar á Íslandi ráða í raun yfir 80% kvótans. Það er hins vegar auðvelt að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir eru í vasanum á útgerðinni. Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar, þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum. Ef að ætlunin er að tryggja dreifða byggð í landinu og sanngjarnan aðgang að auðlindum hafsins, þá þarf að tryggja 48 daga á hvern strandveiðibát, óháð því hvar hann er staðsettur á landinu, setja alvöru reglur um dreift eignarhald á kvóta og að rukka sanngjarnt auðlindagjald af þeim sem halda utan um kvótann. Það að við skattgreiðendur borgum með eftirliti með auðlindinni á sama tíma og örfáir einstaklingar moka inn milljarða í arð á hverju ári er óásættanlegt í öllum lýðræðislegum þjóðfélögum. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Alþingi Gísli Rafn Ólafsson Píratar Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið gott að vera með stjórnmálamenn og flokka í vasanum þegar kemur að því að arðræna sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Þannig er hægt að tryggja að reglur um hámarkseign kvóta séu þannig útfærðar að það sé ekkert mál að fara framhjá þeim. Þannig er líka hægt að tryggja það að það gjald sem greitt er fyrir auðlindina sé svo lágt að það standi ekki einu sinni undir eftirliti með veiðunum. En kannski er það mikilvægasta að með því að hafa stjórnmálamenn og flokka í vasanum þá getur þú stýrt umræðunni um aðgang að auðlindinni. Þannig hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn til dæmis tryggt að mest öll umræðan er um litlu aðilana sem stunda fiskveiðar. Þannig er endalaust verið að skerða rétt þeirra sem stunda strandveiðar, einu veiðarnar sem eru byggðavænar og hafa einnig mun minni áhrif á umhverfið. Þetta er alls ekki óþekkt aðferð sem kemur úr smiðju stóriðjunnar, en þeim hefur tekist að láta alla umræðu um umhverfismál snúast um hvað almenningur þurfi að gera á meðan 80% útblásturs kemur í raun frá stóriðjunni og þannig fáum við að heyra matvælaráðherra tala um þörf á breytingum á stjórnun strandveiða, sem í raun tengjast aðeins örlitlu broti af þeim afla sem veiddur er í lögsögu Íslands. Matvælaráðherra vill hverfa aftur til þess kerfis þegar kvótinn var bundinn við svæði, algjörlega óháð því hvernig fiskurinn dreifist í kringum landið á mismunandi hátt með breytingum á hitastigi í hafinu. Svo reynir ráðherra að friðþægja sjómennina með því að hækka kvótann örlítið. Því miður er nokkuð augljóst að ekkert af því sem verið er að gera tryggir strandveiðibátum 48 daga á sjó eins og miða átti við. Á sama tíma er um þriðjungur kvótans á Íslandi kominn í hendur örfárra aðila og ráðherrar sjá engar ástæður til þess að taka á því og leyfa stjórnendum þessara fyrirtækja að fela sig bak við það að þar sem félögin séu skráð á markað, þá séu í raun þúsundir eigenda, en sannleikurinn er sá að þegar eignarhlutur fólks í þessum fyrirtækjum er skoðaður, þá eru það innan við 20 aðilar á Íslandi ráða í raun yfir 80% kvótans. Það er hins vegar auðvelt að sjá af hverju ríkisstjórnarflokkarnir eru í vasanum á útgerðinni. Þegar skoðaðir eru ársreikningar flokkanna, en þeir eru aðgengilegir á vef Ríkisendurskoðunnar, þá má sjá að undanfarinn áratug þá hafa þessir þrír flokkar og frambjóðendur þeirra verið vel styrktir af þessum aðilum. Það er því ekkert skrýtið að þessir flokkar ruggi ekki bátnum hjá stóru útgerðunum en sé endalaust að reyna að sökkva strandveiðibátum. Ef að ætlunin er að tryggja dreifða byggð í landinu og sanngjarnan aðgang að auðlindum hafsins, þá þarf að tryggja 48 daga á hvern strandveiðibát, óháð því hvar hann er staðsettur á landinu, setja alvöru reglur um dreift eignarhald á kvóta og að rukka sanngjarnt auðlindagjald af þeim sem halda utan um kvótann. Það að við skattgreiðendur borgum með eftirliti með auðlindinni á sama tíma og örfáir einstaklingar moka inn milljarða í arð á hverju ári er óásættanlegt í öllum lýðræðislegum þjóðfélögum. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar