Vonast til að auglýsa stöðu forstjóra Festar innan nokkurra vikna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. júlí 2022 19:25 Sigurlína og Guðjón, nýr varaformaður og formaður stjórnar Festar. Vísir/Bjarni Nýkjörin stjórn Festar ráðgerir að auglýsa stöðu forstjóra félagsins á næstu vikum. Mikil ólga hefur verið innan félagsins eftir að eftir að Eggerti Þór Kristóferssyni forstjóra var sagt upp störfum í júní. Kjör í stjórn Festar fór fram í dag eftir að hluthafar kölluðu eftir hluthafafundi vegna mikillar óánægju með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra félagsins. Fundurinn var vel sóttur en um 92 prósent hluthafa voru viðstaddir í höfuðstöðvum Festar í morgun. Festi tilkynti það í júní að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu en síðar var greint frá þvi að stjórnin hafi haft frumkvæði að starfslokum Eggerts. Mikil óánægja hefur ríkt um starfslok hans meðal hluthafa, sem komu saman á fundi í dag til að velja í nýja stjórn. Tveir af fimm sitjandi stjórnarmönnum hlutu endurkjör, þau Guðjón Reynisson stjórnarformaður og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þannig misstu Ástvaldur Jóhannsson viðskiptaþróunarstjóri hjá Controlant hf., Sigrún Hjartardóttir forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Icelandair Group og Þórey G. Guðmundsdóttir stjórnarmaður sæti sitt í stjórn. Magnús Júlíusson aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Sigurlína Ingvarsdóttir fjárfestir og Hjörleifur Pálsson stjórnarformaður Sýnar voru kjörin ný inn í stjórn í dag. Guðjón hlaut endurkjör sem stjórnarformaður en Sigurlína var kjörin varaformaður í stjórn. Eggert Þór lætur af störfum um næstu mánaðamót og vonast ný stjórn til að geta auglýst starf forstjóra innan nokkurra vikna. „Við erum í ferli að ráða nýjan forstjóra og það verður eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar að gera það á sem faglegastan og bestan hátt. Nú erum við bara að stilla saman strengi og vonumst til að geta hafið það ferli sem allra fyrst. Vonandi bara innan nokkurra vikna,“ segir Sigurlína. „Hann fór bara mjög vel. Það er komin saman ný stjórn og okkur líst afar vel á samsetningu hennar og hlökkum til að vinna saman,“ segir Guðjón. Hann segist ekki halda að órói undanfarinna mánuða muni hafa áhrif á félagið til frambúðar. „Nei, ég held ekki. Ég hlakka bara til að geta farið núna að vinna aftur af fullum krafti að framgangi félagsins og veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu.“ Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32 Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46 Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Kjör í stjórn Festar fór fram í dag eftir að hluthafar kölluðu eftir hluthafafundi vegna mikillar óánægju með starfslok Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra félagsins. Fundurinn var vel sóttur en um 92 prósent hluthafa voru viðstaddir í höfuðstöðvum Festar í morgun. Festi tilkynti það í júní að Eggert hafi sagt starfi sínu lausu en síðar var greint frá þvi að stjórnin hafi haft frumkvæði að starfslokum Eggerts. Mikil óánægja hefur ríkt um starfslok hans meðal hluthafa, sem komu saman á fundi í dag til að velja í nýja stjórn. Tveir af fimm sitjandi stjórnarmönnum hlutu endurkjör, þau Guðjón Reynisson stjórnarformaður og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þannig misstu Ástvaldur Jóhannsson viðskiptaþróunarstjóri hjá Controlant hf., Sigrún Hjartardóttir forstöðumaður fjár- og áhættustýringar hjá Icelandair Group og Þórey G. Guðmundsdóttir stjórnarmaður sæti sitt í stjórn. Magnús Júlíusson aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra, Sigurlína Ingvarsdóttir fjárfestir og Hjörleifur Pálsson stjórnarformaður Sýnar voru kjörin ný inn í stjórn í dag. Guðjón hlaut endurkjör sem stjórnarformaður en Sigurlína var kjörin varaformaður í stjórn. Eggert Þór lætur af störfum um næstu mánaðamót og vonast ný stjórn til að geta auglýst starf forstjóra innan nokkurra vikna. „Við erum í ferli að ráða nýjan forstjóra og það verður eitt af fyrstu verkefnum nýrrar stjórnar að gera það á sem faglegastan og bestan hátt. Nú erum við bara að stilla saman strengi og vonumst til að geta hafið það ferli sem allra fyrst. Vonandi bara innan nokkurra vikna,“ segir Sigurlína. „Hann fór bara mjög vel. Það er komin saman ný stjórn og okkur líst afar vel á samsetningu hennar og hlökkum til að vinna saman,“ segir Guðjón. Hann segist ekki halda að órói undanfarinna mánuða muni hafa áhrif á félagið til frambúðar. „Nei, ég held ekki. Ég hlakka bara til að geta farið núna að vinna aftur af fullum krafti að framgangi félagsins og veita okkar viðskiptavinum góða þjónustu.“
Kauphöllin Festi Tengdar fréttir Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32 Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46 Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Guðjón heldur formannsstólnum og Sigurlína er varaformaður Guðjón Karl Reynisson hélt sæti sínu sem stjórnarformaður Festi og Sigurlína Ingvarsdóttir var kosin varaformaður á fyrsta fundi nýrrar stjórnar félagsins. Sigurlína kom ný inn í stjórnina að lokinni kosningu á hluthafafundi í morgun. 14. júlí 2022 15:32
Óeining meðal stærstu hluthafa litar stjórnarkjör hjá smásölurisanum Festi Fjórtán manns sækjast eftir því að komast í stjórn Festi, eins stærsta smásölufyrirtækis landsins, á sérstökum hluthafafundi sem hefur verið boðað til næstkomandi fimmtudag. Slíkur fjöldi framboða til stjórnar fyrirtækis í Kauphöllinni er fáheyrður. 12. júlí 2022 13:46
Boðar til hlutahafafundar til að kjósa nýja stjórn Festar Stjórn Festar hefur boðað til hluthafafundar þann 23. júlí næstkomandi. Aðeins eitt mál er á dagskrá fundarins; stjórnarkjör. 17. júní 2022 09:39