Erlent

Fjórtán ára stúlka lést í rússíbanaslysi í Árósum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Fjórtán ára stúlka er látin eftir að aftasti vagninn í Cobra-rússíbananum losnaði og fór af teinunum í Tivoli Friheden í Árósum.
Fjórtán ára stúlka er látin eftir að aftasti vagninn í Cobra-rússíbananum losnaði og fór af teinunum í Tivoli Friheden í Árósum. Mikkel Berg Pedersen/AP

Fjórtán ára stúlka lést í rússí­bana­slysi í Friheden tívolíi í Ár­ósum fyrr í dag. Þrettán ára drengur slasaðist einnig á höndum í slysinu þegar vagn á Cobra-rússíbananum losnaði og fór af teinunum. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem það verður slys í rússíbananum.

Lög­reglan stað­festir þetta í tilkynningu til fjölmiðla en lögreglan var kölluð út tíu mínútur í eitt að staðartíma eftir að tilkynningar bárust frá vettvangi. Þá kemur fram að stúllkan sem lést hafi verið frá Kaupmannahöfn en drengurinn sem slasaðist frá Syddjurs.

Henrik Ragborg Olesen, forstjóri Tivoli Friheden, sagði við BT fyrr í dag að slysið hafi átt sér stað um eittleytið þegar aftasta röð vagns í Cobra-rússíbananum losnaði og fór af teinunum. Í kjölfarið hafi verið ákveðið að rýma tívolíið og loka því út daginn í dag og á morgun.

Árið 2008 varð einnig slys í Cobra-rússíbananum í Friheden tívolíi en þá losnaði vagn með þeim afleiðingum að fjórir einstaklingar slösuðust alvarlega.


Tengdar fréttir

Tveir slasaðir eftir slys í tívolíinu í Ár­ósum

Tveir eru slasaðir eftir að vagnaröð losnaði í rússíbana í Tivoli Friheden í Árósum fyrr í dag. Búið er rýma tívolíið og því hefur verið lokað út daginn. Sjúkraliðar eru á staðnum til að sinna hinum slösuðu og eru vitni í skýrslutöku hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×