Umfjöllun: KR-Pogón 1-0 | Allt annað að sjá KR-liðið á Meistaravöllum í kvöld Jón Már Ferro og Hjörvar Ólafsson skrifa 14. júlí 2022 20:06 Sigurður Bjartur Hallsson skoraði sitt fyrsta mark í Evrópukeppni á Meistaravöllum í kvöld. Vísir/Diego KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. KR-ingar unnu mjög góðan 1-0 sigur í leiknum í Vesturbænum í kvöld en eina mark leiksins kom eftir um það bil háltíma leik. Þar var að verki Sigurður Bjartur Hallsson, sem kláraði færið af stakri prýði eftir frábæra sendingu frá Aroni Kristófer Lárussyni yfir vörn Pogon af vinstri kantinum. Sigurður Bjartur fagnar hér markinu með Thódór Elmar Bjarnasyni. Skipulagður varnarleikur KR-inga gerði það að verkum að Pólverjarnir náðu ekki að ógna marki heimamanna að neinu ráði. KR-ingar fóru hærra upp á völlinn, í kvöld en í fyrri leiknum og náðu oftar en ekki að hægja á sóknarleik gestanna. Þegar Pogon spilaði boltanum inn á miðjuna voru KR-ingar mjög ákveðnir í varnarleiknum og brutu oft skynsamlega til að stöðva flæði þeirra pólsku. Pogon átti ekki eina marktilraun í fyrri hálfleik á meðan KR-ingar áttu nokkur skot. Það gekk í raun allt upp hjá heimamönnum ólíkt fyrri hálfleiknum í fyrri leiknum. Þrátt fyrir góðan sigur þá sitja KR eftir með sárt ennið. KR-ingar spiluðu þéttan og góðan varnarleik í leiknum. Af hverju vann KR? Vegna þess hve góður varnarleikur KR var í kvöld dugði mark Sigurðar Bjarts til sigurs. Hverjir stóðu upp úr? Allir leikmenn KR-inga þurftu að spila vel varnarlega, sem og þeir gerðu. Þegar þeir unnu svo boltann voru þeir mun betri en í fyrri leiknum. Það eiga því allir leikmenn KR hrós eftir skilið. Hvað gekk illa? Þeim pólsku gekk illa að opna KR á síðasta þriðjung vallarins. Hvað gerist næst? KR mætir Fram hér á Meistaravöllum í næstu umferð Bestu deildarinnar, það verður sennilega öðruvísi leikur en í kvöld. Sigurinn hlítur að gefa KR-ingum byr undir báða vængi. Þeir pólsku spila sinn fyrsta leik á móti Widzew Łódź í Ekstraklasa. Aron Kristófer átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá KR. Eftir leik var Rúnar Kristinsson, þjálfari KR spurður að því hvort hann hefði verið sáttari með að vinna leikinn eða svekktari með að falla úr leik. „Það er nú meira gleði að vinna leikinn. Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Við erum að vinna hérna frábært lið. Mjög skipulagðir, gerðum ofboðslega vel í þessum leik. Hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Kannski ekki stór færi en það voru möguleikar í stöðunni og við erum ánægðir að bæta okkar leik töluvert mikið frá fyrri leik okkar við þá.” Pogon Szczecin hefur verið eitt af topp liðunum í Póllandi síðustu tvö ár og töluverður getu munur er á Bestudeildinni og Ekstraklasan, það var ekki að sjá í dag. „Þeir áttu aðeins hérna í seinni hálfleik þegar við vorum farnir að taka smá sénsa. Fara pressa aðeins hærra og þá opnuðust svæði en vörnin stóð vaktina ofboðslega vel og Beitir fyrir aftan þá. Liðið í heild, allir sem tóku þátt voru frábærir og ég er ofboðslega ánægður með liðið. Þetta vonandi gefur okkur sjálfstraust og hjálpar okkur í næstu leikjum og í framtíðinni.” Framistaða KR í þessum leik var töluvert betri en í fyrri leiknum vegna þess að KR gerði allt mun betur varnarlega og fóru svo mun betur með boltann þegar þeir fengu hann. „Eiginlega ekki, við bara framkvæmdum hlutina miklu betur. Vorum allir mjög vinnusamir og menn þorðu að stíga út í þá og við lokuðum svæðum bara betur. Taktíkst voru allir leikmenn miklu miklu betri en í fyrri leiknum, þar sem við vorum rosalega passívir í fyrri hálfleiknum. Reyndar úti er örlítið meiri hraði á grasinu og boltanum heldur en hér og þeir eru flinkari en við þegar hraðinn er meiri á renn blautu grasinu þeirra. Sem er eins og að spila billiard á parketi. Þannig að þetta fer allt miklu hraðar, þótt það sjáist ekki alltaf í sjónvarpi þá er tempóið miklu miklu hærra. Boltinn miklu hraðari. Við náðum ekki alveg að flytja okkur nógu hratt í þeim leik.” Leikmenn KR ráða ráðum sínum á meðan á leiknum stóð. Ánægður með varnarvinnuna hjá Sigurði og Stefáni KR-ingar voru með tvo framherja í dag og spiluðu 4-4-2 leikkerfið. Rúnar var að vonum ánægður hvernig til tókst í varnarleiknum. Hann vildi meðal annars beina þeim meira út á kantana en ekki inni í hjarta varnarinnar eins og gerðist úti í Póllandi. „Já við vildum beina þeim aðeins út og fengum ofboðslega góða vinnslu í Sigurði Halls og Ljubicic þannig að þeir voru ofboðslega duglegir að hjálpa miðjumönnunum og öftustu línu okkar í að verjast vel. Þetta er bara ein leið sem við getum farið. Við eigum aðrar en kannski er þetta einhver leið sem við þurfum að kíkja betur á. Í þessu einvígi við þetta lið töldum við þetta vera bestu leiðina. Ég held að það hafi sannað sig hér í dag að við höfum valið réttu leiðina, við bara framkvæmdum hana vitlaust úti og því töpuðum við illa í þar og áttum mjög litla möguleika í dag. Að þurfa að vinna þá með þremur mörkum var kannski dálítið mikið en það voru vissulega möguleikar til þess,” sagði Rúnar að lokum. Jens Gustafson, sænski þjálfari Pogón Szczecin var að vonum ánægður með að komast áfram þrátt fyrir tapið. „Við erum svekktir með úrslitin en þetta var 180 mínútur og þegar þú horfir til baka á það hvað við gerðum í fyrri leiknum þá sérðu að framistaðan í Póllandi var mjög góð. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en strákarnir tóku áskoruninni. Því miður unnum við ekki en eftir 180 mínútur erum við áfram í næstu umferð. Það er það eina sem skiptir máli.” Eins og áður hefur komið fram höfnuðu Pogon í 3.sæti Ekstraklasa síðustu tvö tímabil. Jens Gustafson, hinn sænski þjálfari Pogon segir að félagið sé á mjög góðum stað eftir uppbyggingu síðustu ára. „Ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu, það byrjar á sunnudag. Félagið hefur verið byggt upp á síðustu árum og er í góðu jafnvægi núna. Við erum ekki með gæðin til að vinna titilinn núna en við getum mögulega gert það á næstu árum. Það er frábær andi í hópnum þar sem allir vilja verða betri og það er alltaf undirstaða þess að gera eitthvað frábært,” sagði Gustafson að lokum. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Tengdar fréttir „Á heimavelli munum við að sjálfsögðu reyna að lyfta okkur hærra upp á völlinn“ Rúnar Kristinsson ræddi við Vísi fyrir leik KR og pólska liðsins Pogoń Szczecin í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar. Hann segir að leikplanið verði ekkert ósvipað og í fyrri leiknum en hans lið þurfi einfaldlega að gera hlutina betur. 14. júlí 2022 09:01 „Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum” Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn ekki vera í leit að liðsstyrk þó svo að mikil meiðsli herji nú á leikmannahóp liðsins. Hann segir einfaldlega að allir hjá félaginu þurfi að líta í spegil og bæta sig. 13. júlí 2022 18:36
KR sýndi annað andlit þegar liðið pólska liðið Pogón í heimsók á Meistaravelli í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld en í þeim fyrri. KR-ingar unnu mjög góðan 1-0 sigur í leiknum í Vesturbænum í kvöld en eina mark leiksins kom eftir um það bil háltíma leik. Þar var að verki Sigurður Bjartur Hallsson, sem kláraði færið af stakri prýði eftir frábæra sendingu frá Aroni Kristófer Lárussyni yfir vörn Pogon af vinstri kantinum. Sigurður Bjartur fagnar hér markinu með Thódór Elmar Bjarnasyni. Skipulagður varnarleikur KR-inga gerði það að verkum að Pólverjarnir náðu ekki að ógna marki heimamanna að neinu ráði. KR-ingar fóru hærra upp á völlinn, í kvöld en í fyrri leiknum og náðu oftar en ekki að hægja á sóknarleik gestanna. Þegar Pogon spilaði boltanum inn á miðjuna voru KR-ingar mjög ákveðnir í varnarleiknum og brutu oft skynsamlega til að stöðva flæði þeirra pólsku. Pogon átti ekki eina marktilraun í fyrri hálfleik á meðan KR-ingar áttu nokkur skot. Það gekk í raun allt upp hjá heimamönnum ólíkt fyrri hálfleiknum í fyrri leiknum. Þrátt fyrir góðan sigur þá sitja KR eftir með sárt ennið. KR-ingar spiluðu þéttan og góðan varnarleik í leiknum. Af hverju vann KR? Vegna þess hve góður varnarleikur KR var í kvöld dugði mark Sigurðar Bjarts til sigurs. Hverjir stóðu upp úr? Allir leikmenn KR-inga þurftu að spila vel varnarlega, sem og þeir gerðu. Þegar þeir unnu svo boltann voru þeir mun betri en í fyrri leiknum. Það eiga því allir leikmenn KR hrós eftir skilið. Hvað gekk illa? Þeim pólsku gekk illa að opna KR á síðasta þriðjung vallarins. Hvað gerist næst? KR mætir Fram hér á Meistaravöllum í næstu umferð Bestu deildarinnar, það verður sennilega öðruvísi leikur en í kvöld. Sigurinn hlítur að gefa KR-ingum byr undir báða vængi. Þeir pólsku spila sinn fyrsta leik á móti Widzew Łódź í Ekstraklasa. Aron Kristófer átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá KR. Eftir leik var Rúnar Kristinsson, þjálfari KR spurður að því hvort hann hefði verið sáttari með að vinna leikinn eða svekktari með að falla úr leik. „Það er nú meira gleði að vinna leikinn. Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki. Við erum að vinna hérna frábært lið. Mjög skipulagðir, gerðum ofboðslega vel í þessum leik. Hefðum hæglega getað skorað fleiri mörk. Kannski ekki stór færi en það voru möguleikar í stöðunni og við erum ánægðir að bæta okkar leik töluvert mikið frá fyrri leik okkar við þá.” Pogon Szczecin hefur verið eitt af topp liðunum í Póllandi síðustu tvö ár og töluverður getu munur er á Bestudeildinni og Ekstraklasan, það var ekki að sjá í dag. „Þeir áttu aðeins hérna í seinni hálfleik þegar við vorum farnir að taka smá sénsa. Fara pressa aðeins hærra og þá opnuðust svæði en vörnin stóð vaktina ofboðslega vel og Beitir fyrir aftan þá. Liðið í heild, allir sem tóku þátt voru frábærir og ég er ofboðslega ánægður með liðið. Þetta vonandi gefur okkur sjálfstraust og hjálpar okkur í næstu leikjum og í framtíðinni.” Framistaða KR í þessum leik var töluvert betri en í fyrri leiknum vegna þess að KR gerði allt mun betur varnarlega og fóru svo mun betur með boltann þegar þeir fengu hann. „Eiginlega ekki, við bara framkvæmdum hlutina miklu betur. Vorum allir mjög vinnusamir og menn þorðu að stíga út í þá og við lokuðum svæðum bara betur. Taktíkst voru allir leikmenn miklu miklu betri en í fyrri leiknum, þar sem við vorum rosalega passívir í fyrri hálfleiknum. Reyndar úti er örlítið meiri hraði á grasinu og boltanum heldur en hér og þeir eru flinkari en við þegar hraðinn er meiri á renn blautu grasinu þeirra. Sem er eins og að spila billiard á parketi. Þannig að þetta fer allt miklu hraðar, þótt það sjáist ekki alltaf í sjónvarpi þá er tempóið miklu miklu hærra. Boltinn miklu hraðari. Við náðum ekki alveg að flytja okkur nógu hratt í þeim leik.” Leikmenn KR ráða ráðum sínum á meðan á leiknum stóð. Ánægður með varnarvinnuna hjá Sigurði og Stefáni KR-ingar voru með tvo framherja í dag og spiluðu 4-4-2 leikkerfið. Rúnar var að vonum ánægður hvernig til tókst í varnarleiknum. Hann vildi meðal annars beina þeim meira út á kantana en ekki inni í hjarta varnarinnar eins og gerðist úti í Póllandi. „Já við vildum beina þeim aðeins út og fengum ofboðslega góða vinnslu í Sigurði Halls og Ljubicic þannig að þeir voru ofboðslega duglegir að hjálpa miðjumönnunum og öftustu línu okkar í að verjast vel. Þetta er bara ein leið sem við getum farið. Við eigum aðrar en kannski er þetta einhver leið sem við þurfum að kíkja betur á. Í þessu einvígi við þetta lið töldum við þetta vera bestu leiðina. Ég held að það hafi sannað sig hér í dag að við höfum valið réttu leiðina, við bara framkvæmdum hana vitlaust úti og því töpuðum við illa í þar og áttum mjög litla möguleika í dag. Að þurfa að vinna þá með þremur mörkum var kannski dálítið mikið en það voru vissulega möguleikar til þess,” sagði Rúnar að lokum. Jens Gustafson, sænski þjálfari Pogón Szczecin var að vonum ánægður með að komast áfram þrátt fyrir tapið. „Við erum svekktir með úrslitin en þetta var 180 mínútur og þegar þú horfir til baka á það hvað við gerðum í fyrri leiknum þá sérðu að framistaðan í Póllandi var mjög góð. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir okkur, en strákarnir tóku áskoruninni. Því miður unnum við ekki en eftir 180 mínútur erum við áfram í næstu umferð. Það er það eina sem skiptir máli.” Eins og áður hefur komið fram höfnuðu Pogon í 3.sæti Ekstraklasa síðustu tvö tímabil. Jens Gustafson, hinn sænski þjálfari Pogon segir að félagið sé á mjög góðum stað eftir uppbyggingu síðustu ára. „Ég er mjög spenntur fyrir tímabilinu, það byrjar á sunnudag. Félagið hefur verið byggt upp á síðustu árum og er í góðu jafnvægi núna. Við erum ekki með gæðin til að vinna titilinn núna en við getum mögulega gert það á næstu árum. Það er frábær andi í hópnum þar sem allir vilja verða betri og það er alltaf undirstaða þess að gera eitthvað frábært,” sagði Gustafson að lokum.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu KR Tengdar fréttir „Á heimavelli munum við að sjálfsögðu reyna að lyfta okkur hærra upp á völlinn“ Rúnar Kristinsson ræddi við Vísi fyrir leik KR og pólska liðsins Pogoń Szczecin í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar. Hann segir að leikplanið verði ekkert ósvipað og í fyrri leiknum en hans lið þurfi einfaldlega að gera hlutina betur. 14. júlí 2022 09:01 „Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum” Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn ekki vera í leit að liðsstyrk þó svo að mikil meiðsli herji nú á leikmannahóp liðsins. Hann segir einfaldlega að allir hjá félaginu þurfi að líta í spegil og bæta sig. 13. júlí 2022 18:36
„Á heimavelli munum við að sjálfsögðu reyna að lyfta okkur hærra upp á völlinn“ Rúnar Kristinsson ræddi við Vísi fyrir leik KR og pólska liðsins Pogoń Szczecin í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar. Hann segir að leikplanið verði ekkert ósvipað og í fyrri leiknum en hans lið þurfi einfaldlega að gera hlutina betur. 14. júlí 2022 09:01
„Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum” Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn ekki vera í leit að liðsstyrk þó svo að mikil meiðsli herji nú á leikmannahóp liðsins. Hann segir einfaldlega að allir hjá félaginu þurfi að líta í spegil og bæta sig. 13. júlí 2022 18:36
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti