Erlent

Tveir slasaðir eftir slys í tívolíinu í Ár­ósum

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Tveir eru slasaðir eftir að aftasta röðin í vagni Cobra-rússíbanans losnaði í Tivoli Friheden í Árhúsum í dag.
Tveir eru slasaðir eftir að aftasta röðin í vagni Cobra-rússíbanans losnaði í Tivoli Friheden í Árhúsum í dag. Fun Fairs/Getty

Tveir eru slasaðir eftir að vagnaröð losnaði í rússíbana í Tivoli Friheden í Árósum fyrr í dag. Búið er rýma tívolíið og því hefur verið lokað út daginn. Sjúkraliðar eru á staðnum til að sinna hinum slösuðu og eru vitni í skýrslutöku hjá lögreglu.

Henrik Ragborg Olesen, forstjóri Tivoli Friheden, sagði við BT að slysið hafi átt sér stað um eittleytið þegar aftasta röð vagns í Cobra-rússíbananum losnaði og rauk af teinunum. Hann segir ástæðurnar fyrir slysinu enn óvitaðar. 

Þá segist forstjórinn ekki getað tjáð sig um líðan hinna slösuðu né á hvaða aldri þeir séu en að lögregla og sjúkraliðar séu á staðnum til aðstoðar. 

„Þegar eitthvað í líkingu við þetta gerist, viljum við loka öllum tækjum og koma fólki út. Það gerðist hljóðlega með hjálp allra starfsmanna og við erum að vinna að því að bjóða upp á sálfræðisaðstoð fyrir alla sem gætu þurft á henni að halda,“ segir forstjóri tívolísins.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×