Vill Landspítalann af fjárlögum og fá greitt fyrir veitta þjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2022 06:39 Björn Zoëga tók við stöðu forstjóra Karolinska-sjúkrahússins í Stokkhólmi árið 2019. Karolinska Það þarf að einfalda stjórnskipulag Landspítalans og breyta því hvernig hann er fjármagnaður, segir Björn Zoëga, nýr stjórnarformaður Landspítalans og forstjóri Karolinska-sjúkrahússins í Svíþjóð. Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn meðal annars að á Landspítalanum starfi nú of margt fólk sem sé ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fækka þurfi stjórnlögum og einfalda hlutina. „Á ákveðnu árabili voru ráðnir fimm starfsmenn á skrifstofu eða í stjórnendastörf hjá Landspítalanum fyrir hvern einn klínískan starfsmann. Það gengur ekki til lengri tíma og reynir verulega á þolrif þess fjármagns sem sjúkrahúsið hefur.“ Björn segir umræðuna um það hvort spítalinn sé nógu vel fjármagnaður hafa staðið yfir lengi en sama umræða eigi sér stað erlendis. Í grunninn snúist málið um það hvort sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. „Ég hef talað fyrir þessu áður. Það er búið að taka allt of langan tíma að koma á slíku skipulagi hér á landi og við verðum líklega með síðustu þjóðum í hinum vestræna heimi sem taka upp það fyrirkomulag í stað þess að hafa sjúkrahúsið á föstum fjárlögum,“ segir Björn. Björn segist ósammála því að það sé ómögulegt að koma Landspítalanum á réttan kjöl fjárhagslega en mesta áskorunin sé að viðhalda stöðugleika. Hvað varðar mögulegar uppsagnir segir hann óhjákvæmilegt að spyrja að því hvort millistjórnendur séu of margir en eins megi skoða hvernig verkaskiptingu sé háttað. Þar horfir hann meðal annars til Finnlands. „Þeirra þekktasta dæmi er að þegar hjúkrunarfræðingur er ráðinn þá er hann ráðinn á spítalann, ekki bara ákveðna deild. Við þurfum að hafa sveigjanleika þannig að hjúkrunarfræðingur hafi þekkingu til að sinna störfum á einstaka deildum en geti líka unnið á milli deilda. Mér sýnist að við getum lært mikið af Finnum hvað þetta varðar. Þeir hafa lengi haft minna fjármagn á milli handanna og hafa því þurft að skoða þessi mál.“ Björn segir einnig að endurskoða þurfi hvernig staðið er að menntun heilbrigðisstarfsmanna en það skjóti skökku við að vera með kvóta á fjölda nemenda í greinum þar sem þörf er á vinnuafli. „Sumir segja að spítalinn geti ekki menntað fleiri en ég er ekki sammála því. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið til að leysa þessi mál, það er hægt að mennta fólk á öllum tíma sólarhringsins en ekki bara á skrifstofutíma yfir veturinn. Þá má líka velta upp þáttum eins og því að við þurfum ekki að sérhæfa okkur í öllu. Við eigum að geta sent sjúklinga út í flóknari aðgerðir eða flutt sérfræðinga til landsins hlut úr ári til að gera þær aðgerðir.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira
Í viðtali við Morgunblaðið segir Björn meðal annars að á Landspítalanum starfi nú of margt fólk sem sé ekki að vinna við það að þjónusta sjúklinga. Fækka þurfi stjórnlögum og einfalda hlutina. „Á ákveðnu árabili voru ráðnir fimm starfsmenn á skrifstofu eða í stjórnendastörf hjá Landspítalanum fyrir hvern einn klínískan starfsmann. Það gengur ekki til lengri tíma og reynir verulega á þolrif þess fjármagns sem sjúkrahúsið hefur.“ Björn segir umræðuna um það hvort spítalinn sé nógu vel fjármagnaður hafa staðið yfir lengi en sama umræða eigi sér stað erlendis. Í grunninn snúist málið um það hvort sjúkrahús fái greitt fyrir þá þjónustu sem þau veita. „Ég hef talað fyrir þessu áður. Það er búið að taka allt of langan tíma að koma á slíku skipulagi hér á landi og við verðum líklega með síðustu þjóðum í hinum vestræna heimi sem taka upp það fyrirkomulag í stað þess að hafa sjúkrahúsið á föstum fjárlögum,“ segir Björn. Björn segist ósammála því að það sé ómögulegt að koma Landspítalanum á réttan kjöl fjárhagslega en mesta áskorunin sé að viðhalda stöðugleika. Hvað varðar mögulegar uppsagnir segir hann óhjákvæmilegt að spyrja að því hvort millistjórnendur séu of margir en eins megi skoða hvernig verkaskiptingu sé háttað. Þar horfir hann meðal annars til Finnlands. „Þeirra þekktasta dæmi er að þegar hjúkrunarfræðingur er ráðinn þá er hann ráðinn á spítalann, ekki bara ákveðna deild. Við þurfum að hafa sveigjanleika þannig að hjúkrunarfræðingur hafi þekkingu til að sinna störfum á einstaka deildum en geti líka unnið á milli deilda. Mér sýnist að við getum lært mikið af Finnum hvað þetta varðar. Þeir hafa lengi haft minna fjármagn á milli handanna og hafa því þurft að skoða þessi mál.“ Björn segir einnig að endurskoða þurfi hvernig staðið er að menntun heilbrigðisstarfsmanna en það skjóti skökku við að vera með kvóta á fjölda nemenda í greinum þar sem þörf er á vinnuafli. „Sumir segja að spítalinn geti ekki menntað fleiri en ég er ekki sammála því. Við þurfum að hugsa út fyrir boxið til að leysa þessi mál, það er hægt að mennta fólk á öllum tíma sólarhringsins en ekki bara á skrifstofutíma yfir veturinn. Þá má líka velta upp þáttum eins og því að við þurfum ekki að sérhæfa okkur í öllu. Við eigum að geta sent sjúklinga út í flóknari aðgerðir eða flutt sérfræðinga til landsins hlut úr ári til að gera þær aðgerðir.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Stjórnsýsla Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Sjá meira