Enski boltinn

E­ver­ton styrkir fórnar­lömb stríðsins í Úkraínu með góð­gerðar­leik

Atli Arason skrifar
Stuðningsmenn Everton sýna stuðning sinn við Úkraínu með borða sem ber mynd af hinum úkraínska Vitaliy Mykolenko, leikmanni Everton.
Stuðningsmenn Everton sýna stuðning sinn við Úkraínu með borða sem ber mynd af hinum úkraínska Vitaliy Mykolenko, leikmanni Everton. Getty Images

Everton mun spila vináttuleik við úkraínska liðið Dynamo Kyiv þann 29. júlí næstkomandi í undirbúningi sínum fyrir komandi leiktímabil.

Miðar á leikinn munu kosta 15 pund, um 2.500 krónur, en einnig verður tekið er við frjálsum framlögum þar sem allur ágóði af leiknum mun renna til stríðshrjáða þegna Úkraínu, segir í tilkynningu félagsins. Leikvangur liðsins, Goodison Park, tekur um 40.000 manns í sæti.

Frá því að stríðið hófst hefur Everton lagt sitt af mörkum til að styðja við Úkraínu. Ekki er langt síðan liðið lagði 250.000 pund, um 40 milljónir króna, til styrktar neyðar- og mannúðsjóðs Úkraínu sem aðstoðar þá sem eiga um sárt að binda vegna stríðsins. 

Sú upphæð var að mestu fjármögnuð af Farhad Moshiri, eiganda liðsins en síðustu tíu leiki í ensku úrvalsdeildinni var liðið einnig með merki sjóðsins á treyjum sínum.

Enska liðið var á meðal þeirra liða sem sögðu upp samstarfssamningum við rússnesk fyrirtæki. Everton hætti samstarfi við USM, Megafon og Yota, stuttu eftir að stríðið í Úkraínu hófst í febrúar.

Vitaliy Mykolenko, leikmaður Everton, mun því mæta sínum fyrrum félögum en hann lék með Dynamo Kyiv áður en hann skipti yfir til Englands í janúar síðastliðnum.


Tengdar fréttir

Íþróttaheimurinn bregst við innrás Rússa

Viðbrögð við innrás Rússa í Úkraínu hafa ekki látið á sér standa. Þjóðir, einstaklingar, fyrirtæki og fleiri hafa keppst um að sýna samstöðu með Úkraínu en Íþróttahreyfingin út um allan heim hefur einnig brugðist harkalega við, hér að neðan má sjá samantekt af viðbrögðum félaga, sambanda og leikmanna hingað til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×