Erlent

Í­kveikja ekki sönnuð í bruna sem varð Ís­lendingi að bana

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur fellt rannsókn málsins niður.
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur fellt rannsókn málsins niður. Francis Dean/Getty Images

Ekki hefur tekist að sanna að um íkveikju hafi verið að ræða þegar Íslendingur lést í bruna á Amager í Kaupmannahöfn í nóvember í fyrra.

Maðurinn sem grunaður var um að hafa lagt eld að smáhýsi á eyjunni Amager, með þeim afleiðingum að Íslendingur lést, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu.

Morgunblaðið hefur eftir lögreglunni í Kaupmannahöfn að ekki hafi tekist að sanna að um íkveikju hafi verið að ræða, eftir langa rannsókn. Því hafi málið verið fellt niður og maðurinn látinn laus.

Maðurinn var upphaflega úrksurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald þann 11. nóvember síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×