Fyrsti rafbíll Lamborghini verður jepplingur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. júlí 2022 07:01 Lamborghini Urus bílarnir tilbúnir fyrir utan Heklu. Fyrsti rafbíll ítalska sportbílaframleiðandans Lamborghini verður jepplingur og er væntanlegur árið 2028. Það er líflína fyrir bensín bíla þrátt fyrir rafvæðinguna. Bíllinn verður fjögurra sæta jepplingur og verður fjórða undirtegundin í framboði Lamborghini. Þessum bíl verður fylgt eftir með hreinni rafmagns útgáfu af Urus jepplingnum, samkvæmt framkvæmdastjóra Lamborghini Stephan Winkelmann. Líflína bensín bílanna felst í því að með þessum nýju rafbílum gæti Lamborghini haldið framleiðslu Huracán og Aventador áfram, þá í tengiltvinn útgáfu. Sá fyrsti er væntanlegur á næsta ári og seinni við lok áratugarins. Þeir bílar gætu þá verið á sölu til ársins 2035 hið minnsta. Sem er um það bil það leyti sem flestir markaðir munu loka á sölu bensín- og dísel bíla. Stephan Winkelmann, framkvæmdastjóri Lamborghini. Með nýjum rafbíl er koltvísýringsútblástursmeðaltal Lamborghini lækkað nægjanlega mikið til að framleiðandinn geti haldið áfram framleiðslu Huracán og Aventador. Þá er sú staðreynd að Lamborghini framleiðir afar fáa bíla á ári, miðað við stóra framleiðendur hugsanleg líflína, kannski í einhverjum mörkuðum að minnsta kosti. Winkelmann hefur einnig bent á að umræðan um gervi eldsneyti hefur ekki lokast og sá möguleiki er enn á borðinu. Það gæti þá hjálpað litlum framleiðanda að framleiða brunahreyfilsbíla sem eru með tvinnkerfi þótt það sé ekki enn orðið ljóst og handhafar löggjafarvalds um víða veröld eru að reyna að ná utan um þessa þróun. „Fyrsta skrefið er að kynna til leiks tvo nýja rafbíla fyrir árið 2030. Af því leiðir að við höfum tíma til að ákveða hvort við viljum halda okkur við brunahreyfilsvélar eða verða eingöngu rabílaframleiðandi,“ bætti Winkelmann við. Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent
Bíllinn verður fjögurra sæta jepplingur og verður fjórða undirtegundin í framboði Lamborghini. Þessum bíl verður fylgt eftir með hreinni rafmagns útgáfu af Urus jepplingnum, samkvæmt framkvæmdastjóra Lamborghini Stephan Winkelmann. Líflína bensín bílanna felst í því að með þessum nýju rafbílum gæti Lamborghini haldið framleiðslu Huracán og Aventador áfram, þá í tengiltvinn útgáfu. Sá fyrsti er væntanlegur á næsta ári og seinni við lok áratugarins. Þeir bílar gætu þá verið á sölu til ársins 2035 hið minnsta. Sem er um það bil það leyti sem flestir markaðir munu loka á sölu bensín- og dísel bíla. Stephan Winkelmann, framkvæmdastjóri Lamborghini. Með nýjum rafbíl er koltvísýringsútblástursmeðaltal Lamborghini lækkað nægjanlega mikið til að framleiðandinn geti haldið áfram framleiðslu Huracán og Aventador. Þá er sú staðreynd að Lamborghini framleiðir afar fáa bíla á ári, miðað við stóra framleiðendur hugsanleg líflína, kannski í einhverjum mörkuðum að minnsta kosti. Winkelmann hefur einnig bent á að umræðan um gervi eldsneyti hefur ekki lokast og sá möguleiki er enn á borðinu. Það gæti þá hjálpað litlum framleiðanda að framleiða brunahreyfilsbíla sem eru með tvinnkerfi þótt það sé ekki enn orðið ljóst og handhafar löggjafarvalds um víða veröld eru að reyna að ná utan um þessa þróun. „Fyrsta skrefið er að kynna til leiks tvo nýja rafbíla fyrir árið 2030. Af því leiðir að við höfum tíma til að ákveða hvort við viljum halda okkur við brunahreyfilsvélar eða verða eingöngu rabílaframleiðandi,“ bætti Winkelmann við.
Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent