Fótbolti

Ajax og Man.Utd funda um félagaskipti Martinez

Hjörvar Ólafsson skrifar
Lisandro Martinez er sagður hafa verið á óskalista Arsenal en nú bendir allt til þess að endi hjá Manchester United. 
Lisandro Martinez er sagður hafa verið á óskalista Arsenal en nú bendir allt til þess að endi hjá Manchester United.  Vísir/Getty

Forsvarsmenn Ajax og Manchester United munu að sögn blaðamannsins Fabrizio Romano setjast að samningaborðinu í dag og ræða vistaskipti Lisandro Martínez frá Amsterdam til Manchester-borgar.

Romano segir að viðræður séu komnar nokkuð á veg en Ajax hafi hafnað síðasta tilboð Manchester United í argentínska miðvörðinn. 

Hins vegar sé enn samningsflötur og líklegt að félögin muni þokast í átt að samkomulagsátt við fundarborðið í dag. 

Erik ten Hag þekkir kauða vel en hann stýrði honum hjá hollenska liðinu. Fari svo að kaupin gangi eftir verður Martinez önnur fjárfesting Erik ten Hag í sumar. 

Í gær þreytti hollenski landsliðsbakvörðurinn Tyrell Malacia frumraun sína með Manchester United en hann kom frá Feyenood á dögunum. 

Malacia var í liði Manchester United sem lagði erkifjanda sinn, Liverpool, með fjórum mörkum gegn engu í æfingaleik liðanna í Bangkok í Taílandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×