Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2022 17:03 Vegna ástandsins sem hefur verið á Heathrow-flugvelli undanfarnar vikur hafa stjórnendur flugvallarins sett takmarkanir á fjölda farþega sem fljúga frá vellinum. AP/Frank Augstein Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. Þúsundir ferðalanga hafa fundið fyrir röskunum á flugvöllum undanfarnar vikur, þar á meðal týndum töskum, frestunum og aflýsingum á flugum. Ástæðurnar fyrir þessum röskunum eru að flugvellir og flugfélög um allan heim hafa átt í erfiðleikum með að ráða aftur starfsfólk eftir að hafa sagt upp fjölda fólks í heimsfaraldrinum. Heathrow-flugvöllur hefur átt í miklum erfiðleikum með að eiga við aukinn fjölda farþega í vor og sumar. Stjórnendur flugvallarins hafa því ákveðið að takmarka daglegan fjölda farþega sem fljúga frá vellinum yfir sumarmánuðina í 100 þúsund. Það er fjögur þúsund farþegum minna en áætlanir gera ráð fyrir. Takmarkanirnar verða í gildi fram til 11. september. Samkvæmt frétt BBC hafa neytendasamtök á Bretlandi hvatt Heathrow til að skýra frá því hvaða flugum verði aflýst. Þó þessar takmarkanir muni vafalaust auðvelda hina „óviðunandi ringulreið“ sem farþegar hafa þurft að þola á vellinum þá muni þúsundir fólks nú hafa áhyggjur af því að flugferðir þeirra og sumarfrí verði fyrir áhrifum breytinganna. Biðla til flugfélaga að selja færri miða „Undanfarnar vikur, þegar fjöldi farþega á brottför hefur reglulega farið fram úr 100 þúsund á dag, höfum við séð tímabil þar sem þjónusta fer niður fyrir stig sem er óásættanlegt,“ segir John Holland-Kaye, framkvæmdastjóri Heathrow. Þar á meðal nefnir hann langar biðraðir, seinkanir fyrir farþega sem þurfa á aðstoð að halda, töskur sem fara ekki með farþegum eða koma seint, lítil stundvísi og aflýsingar á síðustu stundu. „Okkar mat er að hámarks fjöldi farþega sem eru á brottför, sem flugfélög, flugafgreiðsla og flugvöllurinn geta sinnt í sameiningu, sé ekki meiri en 100 þúsund,“ segir Holland-Kaye. Hann segir nýjustu spár gera ráð fyrir að yfir sumarið verði að meðaltali 104 þúsund farþegar sem fljúgi daglega frá Heathrow en það sé 4.000 sætum of mikið. Hins vegar segir hann að það sé aðeins búið að selja um 1.500 af þessum 4.000 daglegu sætum og því hafi flugvöllurinn beðið flugfélög um að hætta að selja sumarmiða til að minnka áhrifin. Fari daglegur fjöldi fram úr 100 þúsund gæti komið til þess að flugum verði aflýst. Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Bretland Tengdar fréttir Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þúsundir ferðalanga hafa fundið fyrir röskunum á flugvöllum undanfarnar vikur, þar á meðal týndum töskum, frestunum og aflýsingum á flugum. Ástæðurnar fyrir þessum röskunum eru að flugvellir og flugfélög um allan heim hafa átt í erfiðleikum með að ráða aftur starfsfólk eftir að hafa sagt upp fjölda fólks í heimsfaraldrinum. Heathrow-flugvöllur hefur átt í miklum erfiðleikum með að eiga við aukinn fjölda farþega í vor og sumar. Stjórnendur flugvallarins hafa því ákveðið að takmarka daglegan fjölda farþega sem fljúga frá vellinum yfir sumarmánuðina í 100 þúsund. Það er fjögur þúsund farþegum minna en áætlanir gera ráð fyrir. Takmarkanirnar verða í gildi fram til 11. september. Samkvæmt frétt BBC hafa neytendasamtök á Bretlandi hvatt Heathrow til að skýra frá því hvaða flugum verði aflýst. Þó þessar takmarkanir muni vafalaust auðvelda hina „óviðunandi ringulreið“ sem farþegar hafa þurft að þola á vellinum þá muni þúsundir fólks nú hafa áhyggjur af því að flugferðir þeirra og sumarfrí verði fyrir áhrifum breytinganna. Biðla til flugfélaga að selja færri miða „Undanfarnar vikur, þegar fjöldi farþega á brottför hefur reglulega farið fram úr 100 þúsund á dag, höfum við séð tímabil þar sem þjónusta fer niður fyrir stig sem er óásættanlegt,“ segir John Holland-Kaye, framkvæmdastjóri Heathrow. Þar á meðal nefnir hann langar biðraðir, seinkanir fyrir farþega sem þurfa á aðstoð að halda, töskur sem fara ekki með farþegum eða koma seint, lítil stundvísi og aflýsingar á síðustu stundu. „Okkar mat er að hámarks fjöldi farþega sem eru á brottför, sem flugfélög, flugafgreiðsla og flugvöllurinn geta sinnt í sameiningu, sé ekki meiri en 100 þúsund,“ segir Holland-Kaye. Hann segir nýjustu spár gera ráð fyrir að yfir sumarið verði að meðaltali 104 þúsund farþegar sem fljúgi daglega frá Heathrow en það sé 4.000 sætum of mikið. Hins vegar segir hann að það sé aðeins búið að selja um 1.500 af þessum 4.000 daglegu sætum og því hafi flugvöllurinn beðið flugfélög um að hætta að selja sumarmiða til að minnka áhrifin. Fari daglegur fjöldi fram úr 100 þúsund gæti komið til þess að flugum verði aflýst.
Fréttir af flugi Ferðalög Samgöngur Bretland Tengdar fréttir Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34
Aflýsingar á Heathrow vegna heilu fjallanna af farangri Aflýsa þarf 90 flugferðum frá Heathrow-flugvelli á morgun, mánudaginn 20. júní, vegna ófremdarástands í farangursmeðhöndlun. Risastór farangursfjöll hafa myndast á vellinum vegna ástandsins, sem hefur staðið yfir síðan á föstudag. 19. júní 2022 23:46