Fyrst íslenskra framhaldsskóla til að þróa „STEAM“ áfanga Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 12. júlí 2022 17:30 Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar. Aðsent/Guðrún Jónsdóttir Menntaskóli Borgarfjarðar hlaut styrk frá þróunarsjóði námsgagna nú á dögunum. Með styrknum mun skólinn þróa námsefni út frá nýrri kennslustefnu sem skólinn er í þann mund að taka, en MB mun verða fyrsti framhaldsskóli landsins til þess að bjóða upp á sérstaka „STEAM“ áfanga. „STEAM“ áfangarnir eru hluti af stærra þróunarverkefni hjá skólanum sem kallast „Menntun fyrir störf framtíðar,“ en STEAM stendur fyrir „Science, Technology, Engineering, Arts og Mathematics.“ Þróunarverkefnið hefur staðið í tæp tvö ár og vinnur eftir tillögum starfshóps innan skólans. Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar segir tillögur starfshópsins fela í sér nokkra hluti. „Meðal annars að við erum að fara að byggja upp svokallað framtíðarver sem heitir Kvika og er í ætt við FabLab, þar verða líka hljóð- og myndver. Svo er eitt af því það að við kennum hér lífsnám, sem að eru svona eins og ég kalla lífsleikni á sterum. Það er fimm einingar sem allir nemendur taka þar sem við förum í gegnum svona „þema based“ verkefni á hverri önn sem að eru allt frá fjármálum upp í kynlíf og alla veganna slíkir þættir, heilbrigði og sjálfbærni.“ Merki Menntaskóla Borgarfjarðar.Aðsent Ein af tillögunum frá fyrrnefndum starfshópi er „STEAM“ kennsla en boðið verður upp á þrjá áfanga af þessu tagi og verða þeir skylda á hverri námsbraut. STEAM áfangarnir eru „verkefnamiðuð kennsla þar sem að nemendur fá svona grunnleiðsögn í öllu því sem kemur að tækni, sköpun, verkfræði, stærðfræði og öllu slíku,“ segir Bragi. Kennslan muni svo byggja ofan á áfanga sem séu á fyrsta, öðru og þriðja þrepi og endi á því að nemendur búi sjálf til sín eigin verkefni. Þar eigi þau að nýta alla grunnþætti „STEAM“ og blanda þeim saman. Bragi segir skólann vera að nálgast nám eins og þetta á allt annan máta en hefur verið gert. „Við ósköp einfaldlega búum þarna til þrjá áfanga þar sem sérstaklega er tekið á þessu, þar sem sérstaklega er verið að sýna fram á samþættingu þessara greina við raunhæf verkefni og daglegt líf, daglegt líf stærðfræði, daglegt líf lista, daglegt líf verkfræði,“ segir Bragi. Áfangarnir verða inni á öllum brautum skólans og kennsla áfangana byrjar eftir áramót. Skólinn er samliða þessu að þróa „STEAM“ námsefni fyrir áfangana í samstarfi við starfsfólk skólans og háskólana. „Það er hugmyndin að þetta sé „eye opening“ og koma þú veist, notkun þessara vinnubragða og þá þekkingu sem þú hefur, ert að læra í öðrum áföngum, hvort sem það er félagsfræði eða stærðfræði, inn í einhverja raunverulega notkun, það er pælingin,“ segir Bragi að lokum. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira
„STEAM“ áfangarnir eru hluti af stærra þróunarverkefni hjá skólanum sem kallast „Menntun fyrir störf framtíðar,“ en STEAM stendur fyrir „Science, Technology, Engineering, Arts og Mathematics.“ Þróunarverkefnið hefur staðið í tæp tvö ár og vinnur eftir tillögum starfshóps innan skólans. Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar segir tillögur starfshópsins fela í sér nokkra hluti. „Meðal annars að við erum að fara að byggja upp svokallað framtíðarver sem heitir Kvika og er í ætt við FabLab, þar verða líka hljóð- og myndver. Svo er eitt af því það að við kennum hér lífsnám, sem að eru svona eins og ég kalla lífsleikni á sterum. Það er fimm einingar sem allir nemendur taka þar sem við förum í gegnum svona „þema based“ verkefni á hverri önn sem að eru allt frá fjármálum upp í kynlíf og alla veganna slíkir þættir, heilbrigði og sjálfbærni.“ Merki Menntaskóla Borgarfjarðar.Aðsent Ein af tillögunum frá fyrrnefndum starfshópi er „STEAM“ kennsla en boðið verður upp á þrjá áfanga af þessu tagi og verða þeir skylda á hverri námsbraut. STEAM áfangarnir eru „verkefnamiðuð kennsla þar sem að nemendur fá svona grunnleiðsögn í öllu því sem kemur að tækni, sköpun, verkfræði, stærðfræði og öllu slíku,“ segir Bragi. Kennslan muni svo byggja ofan á áfanga sem séu á fyrsta, öðru og þriðja þrepi og endi á því að nemendur búi sjálf til sín eigin verkefni. Þar eigi þau að nýta alla grunnþætti „STEAM“ og blanda þeim saman. Bragi segir skólann vera að nálgast nám eins og þetta á allt annan máta en hefur verið gert. „Við ósköp einfaldlega búum þarna til þrjá áfanga þar sem sérstaklega er tekið á þessu, þar sem sérstaklega er verið að sýna fram á samþættingu þessara greina við raunhæf verkefni og daglegt líf, daglegt líf stærðfræði, daglegt líf lista, daglegt líf verkfræði,“ segir Bragi. Áfangarnir verða inni á öllum brautum skólans og kennsla áfangana byrjar eftir áramót. Skólinn er samliða þessu að þróa „STEAM“ námsefni fyrir áfangana í samstarfi við starfsfólk skólans og háskólana. „Það er hugmyndin að þetta sé „eye opening“ og koma þú veist, notkun þessara vinnubragða og þá þekkingu sem þú hefur, ert að læra í öðrum áföngum, hvort sem það er félagsfræði eða stærðfræði, inn í einhverja raunverulega notkun, það er pælingin,“ segir Bragi að lokum.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Borgarbyggð Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Sjá meira