Tónlist

Frumflytja nýja útgáfu af Ástin á sér stað hjá Lífinu á Vísi

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Klara og Sverrir Bergmann flytja Ástin á sér stað í órafmagnaðri útgáfu og Halldór Gunnar sér um undirspil.
Klara og Sverrir Bergmann flytja Ástin á sér stað í órafmagnaðri útgáfu og Halldór Gunnar sér um undirspil. Hafþór Karlsson

Tónlistarfólkið Klara og Sverrir Bergmann frumsýna nýja og órafmagnaða útgáfu af laginu Ástin á sér stað hér á Lífinu á Vísi klukkan 12:30 á morgun.

Klara sendir frá sér órafmagnaðar útgáfur á hverjum fimmtudegi fram að Þjóðhátíð og eru þær allar frumsýndar á Vísi. Hún er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár, sem ber nafnið Eyjanótt.

Klara og Halldór Gunnar.Hafþór Karlsson

Ástin á sér stað er upprunalega lag eftir Halldór Gunnar og Sverri Bergmann en Halldór Gunnar sér um undirspil í þessari nýju útgáfu. 


Tengdar fréttir

Frumsýning á nýrri útgáfu af Lífið er yndislegt

Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á glænýrri útgáfu af Lífið er yndislegt þar sem tónlistarfólkið Klara Elias og Hreimur syngja órafmagnaða útgáfu af þessu sögulega Þjóðhátíðarlagi.

Klara Elias er höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlagsins í ár

Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja 2022 er Klara Elias söngkona og lagahöfundur. Aðeins einu sinni áður hefur hið opinbera þjóðhátíðarlag verið samið og flutt af konu og var það lagið og var það lagið Sjáumst þar eftir Röggu Gísla árið 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×