Erlent

Ó­fætt barn ekki manneskja sam­kvæmt um­ferðar­lögum í Texas

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá mótmælum í borginni Austin í Texas-ríki.
Frá mótmælum í borginni Austin í Texas-ríki. Getty/Sergio Flores

Þunguð kona sem var sektuð af lögreglunni fyrir að vera ein að keyra á forgangsakrein hefur mótmælt sektinni sem hún fékk. Hún vill meina að ófætt barn hennar teljist sem farþegi en til að mega keyra á akreininni þurfa að vera tveir eða fleiri í ökutækinu.

Þann 29. júní síðastliðinn var Brandy Bottone stöðvuð af lögreglu en þá var hún gengin 34 vikur með barn sitt. Þegar lögregluþjónninn spurði hana hvort hún væri með farþega í bílnum benti hún á magann sinn og sagði farþegann vera þar.

Þessi rök Bottane voru ekki fullnægjandi að mati lögregluþjónsins og sektaði hann hana um 275 dollara, sem samsvara rúmlega 37 þúsund íslenskum krónum.

Í samtali við Dallas Morning News segist Bottane ekki ætla að borga sektina. Þar sem samkvæmt þungunarrofslögum í Texas-ríki teljist ófætt barn sem manneskja ætti það líka að vera manneskja samkvæmt umferðarlögum.

Eftir niðurfellingu Hæstaréttar Bandaríkjanna á fordæmi Roe v Wade er þungunarrof er með öllu ólöglegt í Texas-ríki nema að meðgangan ógni lífi móður. Fyrir niðurfellinguna mátti barnshafandi kona fara í þungunarrof ef hún hafði gengið í sex vikur eða skemur með barnið.


Tengdar fréttir

Í­halds­öfl við völd í Hæsta­rétti Banda­ríkjanna

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur á síðustu vikum tekið afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta bæði umhverfisstefnu landsins og mannréttindi. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segist eiga von á því að rétturinn haldi áfram á braut íhaldssemi og segir gjánna milli íhaldssamra og frjálslyndra dómara réttarins aldrei hafa verið meiri.

„Þessu Pro-life fólki er hjartan­lega skítsama um líf barna eftir fæðingu“

Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur Laugarneskirkju, áréttar að Biblían minnist ekki orði á þungunarrof eða á það hvenær líf hefjist í raun. Hann segir að kristnum mönnum beri að setja sig í spor þeirra þjáðu, sem í tilfelli þungunarrofs séu tilvonandi mæður sem neyðist til að rjúfa þungun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×