Að ættleiða sitt eigið barn Siv Friðleifsdóttir skrifar 12. júlí 2022 08:00 Eru íslensk fæðingarvottorð tekin gild á Norðurlöndum? Hið almenna svar er já. Þó hafa íslensk fæðingarvottorð barna samkynhneigðra foreldra ekki verið tekin gild í Svíþjóð í öllum tilvikum. Fyrir tilstilli öflugrar réttindabaráttu í málefnum samkynhneigðra, þrýstings innanlands og á norrænum vettvangi meðal annars í gegnum Norræna stjórnsýsluhindranaráðið, verður jákvæð breyting gerð á þann 1. ágúst næst komandi þegar ný sænsk lög taka gildi. Tökum raunverulegt dæmi. Tvær giftar konur eignuðust dóttur á Íslandi. Á fullgildu íslensku fæðingarvottorði, gefnu út af Þjóðskrá, stendur að móðir barnsins sé sú sem gekk með barnið og að hin konan sé foreldri þess. Fjölskyldan flytur til Svíþjóðar í nám og skráir sig inn í sænska kerfið. Þá kemur babb í bátinn. Sænska kerfið viðurkennir að sú sem gekk með barnið sé móðir þess, en ekki að hin sé foreldri þess. Hún fær þær leiðbeiningar að hún verði að ættleiða eigið barn til að fá forræði yfir því. Íslenska fæðingarvottorðið er þannig ekki tekið gilt. Fjölskyldunni er brugðið, gerist brautryðjandi og fer með málið fyrir sænska dómstóla. Vinnur á neðri dómstigum en tapar á því hæsta. Sænsk lög hindruðu þannig viðurkenningu hins íslenska vottorðs. Sænsk stjórnvöld hafa að undanförnu lagt mikla og góða vinnu í að skoða hvernig viðurkenna skuli mál af þessum toga. Sænska þingið hefur nú samþykkt ný og betri lög þannig að frá 1. ágúst munu öll íslensk fæðingarvottorð verða tekin gild. Aðrar fjölskyldur munu því ekki lenda í sama vanda og hér var lýst. Höfundur er fulltrúi Íslands í Norræna stjórnsýsluhindranaráðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Fjölskyldumál Mest lesið Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn boðar skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Eru íslensk fæðingarvottorð tekin gild á Norðurlöndum? Hið almenna svar er já. Þó hafa íslensk fæðingarvottorð barna samkynhneigðra foreldra ekki verið tekin gild í Svíþjóð í öllum tilvikum. Fyrir tilstilli öflugrar réttindabaráttu í málefnum samkynhneigðra, þrýstings innanlands og á norrænum vettvangi meðal annars í gegnum Norræna stjórnsýsluhindranaráðið, verður jákvæð breyting gerð á þann 1. ágúst næst komandi þegar ný sænsk lög taka gildi. Tökum raunverulegt dæmi. Tvær giftar konur eignuðust dóttur á Íslandi. Á fullgildu íslensku fæðingarvottorði, gefnu út af Þjóðskrá, stendur að móðir barnsins sé sú sem gekk með barnið og að hin konan sé foreldri þess. Fjölskyldan flytur til Svíþjóðar í nám og skráir sig inn í sænska kerfið. Þá kemur babb í bátinn. Sænska kerfið viðurkennir að sú sem gekk með barnið sé móðir þess, en ekki að hin sé foreldri þess. Hún fær þær leiðbeiningar að hún verði að ættleiða eigið barn til að fá forræði yfir því. Íslenska fæðingarvottorðið er þannig ekki tekið gilt. Fjölskyldunni er brugðið, gerist brautryðjandi og fer með málið fyrir sænska dómstóla. Vinnur á neðri dómstigum en tapar á því hæsta. Sænsk lög hindruðu þannig viðurkenningu hins íslenska vottorðs. Sænsk stjórnvöld hafa að undanförnu lagt mikla og góða vinnu í að skoða hvernig viðurkenna skuli mál af þessum toga. Sænska þingið hefur nú samþykkt ný og betri lög þannig að frá 1. ágúst munu öll íslensk fæðingarvottorð verða tekin gild. Aðrar fjölskyldur munu því ekki lenda í sama vanda og hér var lýst. Höfundur er fulltrúi Íslands í Norræna stjórnsýsluhindranaráðinu.
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Styrkleiki íslensku grunnskólanna Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun