Tónlist

„Gleymdum vissulega öllu þegar við mættum á svið“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kolbeinn Sveinsson og Daníel Óskar mynda Sprite Zero Klan.
Kolbeinn Sveinsson og Daníel Óskar mynda Sprite Zero Klan. Óli Már

Hljómsveitin Sprite Zero Klan skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 með laginu Tíkin Mín. Þeir eiga að baki sér ófá öflug danslög og þar á meðal nokkur lög sem eru tileinkuð Þjóðhátíð en Sprite Zero Klan verður einmitt í dalnum í ár.

Þjóðhátíð 2022 fer fram með pompi og prakt í Heimaey í lok júlí í ár. Fjölbreytt flóra íslensks tónlistarfólks mun stíga á svið og skemmta gestum en hátíðin er nú haldin í fyrsta skipti frá árinu 2019. Lífið á Vísi tekur hér púlsinn á tónlistarfólkinu og fær nánari innsýn í atriðið þeirra á Þjóðhátíð.

Hvenær fóruð þið fyrst á Þjóðhátíð?

2018, árið sem við vorum fyrst bókaðir á hátíðina.

Hvað finnst ykkur skemmtilegast við þessa hátíð?

Fara í Herjólf, besti bátur á jörðinni, og ólýsanleg stemning á leiðinni út í Eyju.

Við hverju mega hátíðargestir búast þegar þið stigið á svið?

Steppdansi, spandexi og BUUUULLANDI stemningu.

Hvað er uppáhalds Þjóðhátíðarlagið ykkar?

Er of sjálfhverft að segja Lundinn í Dalnum? Því það er svarið okkar.

Hvernig ætli þið að undirbúa ykkur fyrir stóru stundina? 

Ætli við endurtökum ekki leikinn frá 2018 þegar við æfðum allt settið okkar uppi á hótelherbergi. Gleymdum vissulega öllu þegar við mættum á svið. 

Svo tökum við alltaf bænahring rétt fyrir show af því Justin Bieber gerði það einu sinni þegar hann var nýorðinn frægur.

Tengdar fréttir

Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð

Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.