Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum Atli Ísleifsson skrifar 8. júlí 2022 14:30 Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, segir mikilvægt að húsið verði ekki látið drabbast niður, enda að finna í hjarta þorpsins. Skagaströnd/Já.is „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ Þetta segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, um fyrirhugaða lokun þjónustumiðstöðvar Olís á Skagaströnd, en til stendur að breyta stöðinni í sjálfsafgreiðslustöð. Olís tilkynnti á dögunum að þjónustustöðvum félagsins á Skagaströnd, í Ólafsfirði og í Fellabæ yrði lokað og stöðvunum breytt í ÓB-sjálfsafgreiðslustöðvar. „Þeir bera fyrir sig rekstrarvandræði, en þarna má segja að um 75 ára sögu BP og síðar Olís ljúki hérna á Skagaströnd. En það hafa tveir nýir veitingastaðir opnað á Skagaströnd á undanförnum árum svo menn eru kannski að missa tekjur af sölu á hamborgurum og pylsum. Svo er kjörbúðin auðvitað líka opin sjö daga vikunnar,“ segir Halldór. En verður þá ekki hægt að fá sér eina með öllu á Skagaströnd eftir þessa lokun? „Ekki eins og staðan er í dag, en við vonum auðvitað að einhver sjái sér þarna leik á borði og fylli upp í það gat á markaðnum,“ segir Halldór. Hafa safnast saman við Olís á morgnana Halldór segir ennfremur að þjónustumiðstöðin hafi verið eins konar félagsmiðstöð fyrir suma. Þannig hafi hópur eldri manna mætt á bílum sínum marga daga vikunnar fyrir opnun klukkan níu til að fá sér morgunkaffið. Sömuleiðis hafi þetta verið miðstöð fyrir iðnaðarmenn í kaffitíma. „Það er líka mikilvægt að þetta hús standi ekki bara autt og verði látið drabbast niður. Þetta stendur hérna í hjarta þorpsins og við viljum auðvitað ekki að hús í niðurníðslu taki á móti fólki,“ segir Halldór. Hann segir að fulltrúar Olís hafi sagt að félagið ætli sér að áfram þjónusta höfnina og bíla í kringum Skagaströnd þar sem sérstakur umboðsmaður verði á svæðinu. Harma ákvörðun Olís Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá í upphafi mánaðar er bókað að sveitarstjórn harmi þá ákvörðun Olís að loka þjónustustöð fyrirtækisins. „Ljóst er að ákvörðunin leiðir til mikillar þjónustuskerðingar við íbúa og fækkunar starfa í sveitarfélaginu.“ Ennfremur segist sveitarstjórn vonast til að nýir rekstraraðilar muni starfrækja rekstur í húsnæðinu og að gott samstarf verði við Olís um að finna húsinu nýjan tilgang og að skilið verði við mannvirkið í viðunandi ástandi. Skagaströnd Bensín og olía Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira
Þetta segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, um fyrirhugaða lokun þjónustumiðstöðvar Olís á Skagaströnd, en til stendur að breyta stöðinni í sjálfsafgreiðslustöð. Olís tilkynnti á dögunum að þjónustustöðvum félagsins á Skagaströnd, í Ólafsfirði og í Fellabæ yrði lokað og stöðvunum breytt í ÓB-sjálfsafgreiðslustöðvar. „Þeir bera fyrir sig rekstrarvandræði, en þarna má segja að um 75 ára sögu BP og síðar Olís ljúki hérna á Skagaströnd. En það hafa tveir nýir veitingastaðir opnað á Skagaströnd á undanförnum árum svo menn eru kannski að missa tekjur af sölu á hamborgurum og pylsum. Svo er kjörbúðin auðvitað líka opin sjö daga vikunnar,“ segir Halldór. En verður þá ekki hægt að fá sér eina með öllu á Skagaströnd eftir þessa lokun? „Ekki eins og staðan er í dag, en við vonum auðvitað að einhver sjái sér þarna leik á borði og fylli upp í það gat á markaðnum,“ segir Halldór. Hafa safnast saman við Olís á morgnana Halldór segir ennfremur að þjónustumiðstöðin hafi verið eins konar félagsmiðstöð fyrir suma. Þannig hafi hópur eldri manna mætt á bílum sínum marga daga vikunnar fyrir opnun klukkan níu til að fá sér morgunkaffið. Sömuleiðis hafi þetta verið miðstöð fyrir iðnaðarmenn í kaffitíma. „Það er líka mikilvægt að þetta hús standi ekki bara autt og verði látið drabbast niður. Þetta stendur hérna í hjarta þorpsins og við viljum auðvitað ekki að hús í niðurníðslu taki á móti fólki,“ segir Halldór. Hann segir að fulltrúar Olís hafi sagt að félagið ætli sér að áfram þjónusta höfnina og bíla í kringum Skagaströnd þar sem sérstakur umboðsmaður verði á svæðinu. Harma ákvörðun Olís Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá í upphafi mánaðar er bókað að sveitarstjórn harmi þá ákvörðun Olís að loka þjónustustöð fyrirtækisins. „Ljóst er að ákvörðunin leiðir til mikillar þjónustuskerðingar við íbúa og fækkunar starfa í sveitarfélaginu.“ Ennfremur segist sveitarstjórn vonast til að nýir rekstraraðilar muni starfrækja rekstur í húsnæðinu og að gott samstarf verði við Olís um að finna húsinu nýjan tilgang og að skilið verði við mannvirkið í viðunandi ástandi.
Skagaströnd Bensín og olía Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira
Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24