Leggur til að einkaþotur hætti að fljúga um Reykjavíkurflugvöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2022 11:29 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Vísir/Egill Borgarfulltrúi Vinstri grænna vill að einkaþotur hætti að fljúga um Reykjavíkurflugvöll og lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði í gær. Hún telur að tillagan fái ágætan hljómgrunn innan borgarstjórnar og er einnig bjartsýn á afstöðu samgönguyfirvalda. Tillaga Vinstri grænna felst í því að borgarstjóra verði falið að semja við samgönguyfirvöld um að beina umferð á einkaþotum og þyrluflugi annað en um Reykjavíkurflugvöll, Keflavíkurflugvöll til dæmis. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta myndu hafa margs konar jákvæð áhrif á borgina. „Ekki síst umhverfisleg en líka bara, þetta er til mikils ama fyrir íbúa miðborgarinnar og í nágrenni við flugvöllinn, sem búa þar. Og líka vegna öryggis. Með auknu flugi um Reykjavíkurflugvöll eykst óöryggi, að það verði slys og fleira,“ segir Líf. Tillögunni var frestað og hún því ekki rædd í borgarráði. En Líf bendir á að þessi mál hafi oft verið rætt á vettvangi borgaryfirvalda. „Og ég veit alveg að það eru margir borgarfulltrúar sem myndu vilja sjá þetta raungerast. Þannig að ég er alveg vongóð um að við... að minnsta kosti töpum við ekkert á því að tala við samgönguyfirvöld um breytingar á flugi til Reykjavíkurflugvallar.“ Þá segist Líf bjartsýn á að téð samgönguyfirvöld íhugi tillöguna af alvöru og vísar til þess að á sínum tíma hafi náðst samkomulag milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að banna umferð herflugvéla um völlinn. Hún bendir einnig á að samkomulag um flutning Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir og þetta gæti verið skref í þá átt. „En tillagan „per se“ snýst ekki um það að við séum að kveðja flugvöllinn heldur snýst hún um að draga úr óþægindum íbúa Reykjavíkurborgar, sem verða af þessum einkaþotum og þyrluflugi,“ segir Líf. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Tillaga Vinstri grænna felst í því að borgarstjóra verði falið að semja við samgönguyfirvöld um að beina umferð á einkaþotum og þyrluflugi annað en um Reykjavíkurflugvöll, Keflavíkurflugvöll til dæmis. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta myndu hafa margs konar jákvæð áhrif á borgina. „Ekki síst umhverfisleg en líka bara, þetta er til mikils ama fyrir íbúa miðborgarinnar og í nágrenni við flugvöllinn, sem búa þar. Og líka vegna öryggis. Með auknu flugi um Reykjavíkurflugvöll eykst óöryggi, að það verði slys og fleira,“ segir Líf. Tillögunni var frestað og hún því ekki rædd í borgarráði. En Líf bendir á að þessi mál hafi oft verið rætt á vettvangi borgaryfirvalda. „Og ég veit alveg að það eru margir borgarfulltrúar sem myndu vilja sjá þetta raungerast. Þannig að ég er alveg vongóð um að við... að minnsta kosti töpum við ekkert á því að tala við samgönguyfirvöld um breytingar á flugi til Reykjavíkurflugvallar.“ Þá segist Líf bjartsýn á að téð samgönguyfirvöld íhugi tillöguna af alvöru og vísar til þess að á sínum tíma hafi náðst samkomulag milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að banna umferð herflugvéla um völlinn. Hún bendir einnig á að samkomulag um flutning Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir og þetta gæti verið skref í þá átt. „En tillagan „per se“ snýst ekki um það að við séum að kveðja flugvöllinn heldur snýst hún um að draga úr óþægindum íbúa Reykjavíkurborgar, sem verða af þessum einkaþotum og þyrluflugi,“ segir Líf.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira