Erlent

Megan Rapin­oe heiðrar Britt­n­ey Griner á orðu­af­hendingu í Hvíta húsinu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Knattspyrnukonan Megan Rapinoe á orðuafhendingunni. 
Knattspyrnukonan Megan Rapinoe á orðuafhendingunni.  Susan Walsh/Associated Press

Joe Biden Bandaríkjaforseti veitti sautján manns friðarorðu forsetans nú í gær. Meðal viðtakenda voru fimleikakonan Simone Biles, knattspyrnukonan Megan Rapinoe og stofnandi Apple, Steve Jobs.

Þetta er í fyrsta sinn sem Biden veitir orðuna frá því að hann tók við embætti en hann sagði orðuna vera veitta til einstaklinga sem hafi stutt gildi Bandaríkjana og verið til fyrirmyndar í sínum verkum.

Meðal viðtakenda var einnig fyrrum stórfylkis- og liðsforinginn Wilma Vaught, fyrsti Bandaríkjamaðurinn til þess að fá Covid bóluefni utan lyfjaprófana. Stofnandi Apple, Steve Jobs og fyrrverandi þingmaður Repúblikana John McCain hlutu orðuna einnig eftir andlát sitt. Þetta kemur fram í umfjöllun CNN.

Á athöfninni heiðraði knattspyrnukonan Megan Rapinoe körfuboltakonuna Brittney Griner sem hefur verið í haldi Rússa síðan í febrúar en hún var handtekin á flugvelli í Rússlandi vegna hassolíu sem hún hafði meðferðis í rafrettu.

Þess má geta að Biden er einnig handhafi Friðarorðu sjálfur. Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna Barack Obama veitti honum orðuna árið 2017 þegar Biden gegndi embætti varaforseta.

Rapinoe heiðrar Brittney Griner á jakka sínum.Skjáskot af Instagram Rapinoe.

Hægt er að sjá myndband af afhendingunni í spilaranum hér að ofan. 


Tengdar fréttir

Rapin­oe og Biles fá Frelsis­orðu Banda­ríkja­for­seta

Hvíta húsið tilkynnti í dag að knattspyrnukonan Megan Rapinoe yrði meðal þeirra sem myndi fá Frelsisorðu Bandaríkjaforseta. Fimleikadrottningin Simone Biles verður einnig meðal þeirra sem hlotnast sá heiður að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×