Staða Johnsons hafi beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að hann lifi málið af Fanndís Birna Logadóttir skrifar 6. júlí 2022 12:22 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nú sé að brjótast út djúpstæð vantrú og vantraust á forystu Johnsons. Vísir/Vilhelm Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu eftir að á annan tug ráðherra og embættismanna Íhaldsmanna hafa sagt af sér í mótmælaskyni. Prófessor í stjórnmálafræði segir stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki og erfitt að sjá að honum takist að halda embætti. Sextán íhaldsmenn til viðbótar, þar á meðal ráðherrar, aðstoðarráðherrar og hátt settir embættismenn, hafa sagt af sér frá því í gærkvöldi, þegar þeir Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu sig úr ríkisstjórn Boris Johnsons. Ráðherrarnir tveir tóku þá ákvörðun um að segja af sér eftir að Johnson viðurkenndi í viðtali að hann hegði gert mistök við að skipa þingmanninn Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns, sem hafði nýverið verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. Í viðtalinu sagðist Johnson einnig hafa vitað af öðrum ásökunum þvert á fullyrðingar starfsmanna í Downingstræti 10. Nýir ráðherrar í stað Sunak og Javid voru fljótlega skipaðir en engu að síður er ljóst að mikil óánægja ríki meðal íhaldsmanna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stjórnina í Whitehall við það að riða til falls og að staðan sem nú er uppi minni mikið á síðustu daga Margret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra. „Það sem er í gangi er einfaldlega að það er að brjótast fram mjög víðfeðmt og djúpstæð vantrú og vantraust á forystu Boris Johnson,“ segir Eiríkur. Ráðherrann enn og aftur staðinn að því að vera missaga Johnson hefur verið bendlaður við ýmis vandræðamál undanfarið og segir Eiríkur að þrátt fyrir að umræðan að þessu sinni snúist um skipun í embætti aðstoðarþingflokksformanns þá sé það ekki aðalmálið. „Heldur að enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir hann og bætir við að meðal þeirra sem lýsa nú yfir vantrausti og vantrú séu hans nánustu samstarfsmenn innan Íhaldsflokksins. Enn sem komið er virðist ekkert benda til þess að Johnson muni sjálfur segja af sér og því séu eflaust margar skjálftahrinur fram undan. Johnson stóð af sér vantrauststillögu fyrir mánuði síðan, þá vegna veisluhalda í Downing-stræti í faraldrinum, og samkvæmt reglum má ekki fara fram á aðra atkvæðagreiðslu fyrr en að tólf mánuðum liðnum. Þeim reglum gæti 1922 nefndin svokallaða þó breytt. We will change the rules and throw him out Tory MP Andrew Bridgen tells @JackieLongc4 he will attempt to overhaul 1922 Committee rules so another vote of confidence can be triggered - as key members of Boris Johnson s cabinet resign. pic.twitter.com/Wcb06b0cWh— Channel 4 News (@Channel4News) July 5, 2022 „Það er kosið í 1922 nefndina í næstu viku og komi inn í hana meirihluti þeirra sem eru andsnúnir Johnson, sem er nú töluverðar líkur á, þá geta þeir með einfaldri atkvæðagreiðslu breytt reglunum og haldið aðra vantraustsatkvæðagreiðslu,“ segir Eiríkur. „Það væri þess vegna hægt að leggja fram slíkt vantraust strax í næstu viku eftir að nefndin hefur verið skipuð á nýjan leik.“ Johnson muni halda áfram að berjast. Þó að Johnson geti haldið velli sem forsætisráðherra í einhvern tíma, án þess að halda úti virkri stjórnun, segir Eiríkur stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að hann lifi þetta mál af á þann hátt að hann haldi stöðu sinni sem öflugur forsætisráðherra í Bretlandi,“ segir Eiríkur. Johnson sat fyrir svörum í breska þinginu í dag en þó hann hyggist ekki segja af sér segir Eiríkur hefð fyrir því að forsætisráðherrar hlusti á tiltal komi það frá kjarna valdaflokksins. „Hann mun ekki víkja fyrr en í fulla hnefana en sjái hann sína sæng algjörlega uppbreidda þá auðvitað er engin ástæða fyrir hann að vera í endalausri baráttu gegn vindmyllum,“ segir Eiríkur en tekur fram að töluverð óvissa sé í kortunum. „Þetta bara leikur allt á reiðiskjálfi og þetta getur farið hvernig sem er.“ Bretland Tengdar fréttir Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Sextán íhaldsmenn til viðbótar, þar á meðal ráðherrar, aðstoðarráðherrar og hátt settir embættismenn, hafa sagt af sér frá því í gærkvöldi, þegar þeir Rishi Sunak fjármálaráðherra og Sajid Javid heilbrigðisráðherra sögðu sig úr ríkisstjórn Boris Johnsons. Ráðherrarnir tveir tóku þá ákvörðun um að segja af sér eftir að Johnson viðurkenndi í viðtali að hann hegði gert mistök við að skipa þingmanninn Chris Pincher í embætti aðstoðarþingflokksformanns, sem hafði nýverið verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. Í viðtalinu sagðist Johnson einnig hafa vitað af öðrum ásökunum þvert á fullyrðingar starfsmanna í Downingstræti 10. Nýir ráðherrar í stað Sunak og Javid voru fljótlega skipaðir en engu að síður er ljóst að mikil óánægja ríki meðal íhaldsmanna. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir stjórnina í Whitehall við það að riða til falls og að staðan sem nú er uppi minni mikið á síðustu daga Margret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra. „Það sem er í gangi er einfaldlega að það er að brjótast fram mjög víðfeðmt og djúpstæð vantrú og vantraust á forystu Boris Johnson,“ segir Eiríkur. Ráðherrann enn og aftur staðinn að því að vera missaga Johnson hefur verið bendlaður við ýmis vandræðamál undanfarið og segir Eiríkur að þrátt fyrir að umræðan að þessu sinni snúist um skipun í embætti aðstoðarþingflokksformanns þá sé það ekki aðalmálið. „Heldur að enn og aftur er forsætisráðherrann staðinn að því að vera missaga um mál og trúverðugleiki hans er einfaldlega kominn upp til umræðu,“ segir hann og bætir við að meðal þeirra sem lýsa nú yfir vantrausti og vantrú séu hans nánustu samstarfsmenn innan Íhaldsflokksins. Enn sem komið er virðist ekkert benda til þess að Johnson muni sjálfur segja af sér og því séu eflaust margar skjálftahrinur fram undan. Johnson stóð af sér vantrauststillögu fyrir mánuði síðan, þá vegna veisluhalda í Downing-stræti í faraldrinum, og samkvæmt reglum má ekki fara fram á aðra atkvæðagreiðslu fyrr en að tólf mánuðum liðnum. Þeim reglum gæti 1922 nefndin svokallaða þó breytt. We will change the rules and throw him out Tory MP Andrew Bridgen tells @JackieLongc4 he will attempt to overhaul 1922 Committee rules so another vote of confidence can be triggered - as key members of Boris Johnson s cabinet resign. pic.twitter.com/Wcb06b0cWh— Channel 4 News (@Channel4News) July 5, 2022 „Það er kosið í 1922 nefndina í næstu viku og komi inn í hana meirihluti þeirra sem eru andsnúnir Johnson, sem er nú töluverðar líkur á, þá geta þeir með einfaldri atkvæðagreiðslu breytt reglunum og haldið aðra vantraustsatkvæðagreiðslu,“ segir Eiríkur. „Það væri þess vegna hægt að leggja fram slíkt vantraust strax í næstu viku eftir að nefndin hefur verið skipuð á nýjan leik.“ Johnson muni halda áfram að berjast. Þó að Johnson geti haldið velli sem forsætisráðherra í einhvern tíma, án þess að halda úti virkri stjórnun, segir Eiríkur stöðu Johnsons hafa beðið varanlega hnekki. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að hann lifi þetta mál af á þann hátt að hann haldi stöðu sinni sem öflugur forsætisráðherra í Bretlandi,“ segir Eiríkur. Johnson sat fyrir svörum í breska þinginu í dag en þó hann hyggist ekki segja af sér segir Eiríkur hefð fyrir því að forsætisráðherrar hlusti á tiltal komi það frá kjarna valdaflokksins. „Hann mun ekki víkja fyrr en í fulla hnefana en sjái hann sína sæng algjörlega uppbreidda þá auðvitað er engin ástæða fyrir hann að vera í endalausri baráttu gegn vindmyllum,“ segir Eiríkur en tekur fram að töluverð óvissa sé í kortunum. „Þetta bara leikur allt á reiðiskjálfi og þetta getur farið hvernig sem er.“
Bretland Tengdar fréttir Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27 Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02 Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Fjöldi íhaldsmanna til viðbótar segja af sér Fimm ráðherrar hafa sagt af sér úr ríkisstjórn Borisar Johnson og fjöldi þingmanna íhaldsflokksins. Útlit er fyrir að ríkisstjórn Johnson sé að riða til falls þótt honum hafi tekist að fylla í skarð þeirra ráðherra sem sögðu af sér í gær. 6. júlí 2022 09:27
Ríkisstjórn Borisar sögð riða til falls eftir afsagnir Tveir háttsettir ráðherrar í ríkisstjórn Bretlands hafa sagt af sér í dag. Það er eftir sjónvarpsviðtal þar sem Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenni að hann hefði ekki átt að skipa þingmann Íhaldsflokksins í stöðu aðstoðarþingflokksformanns, eftir að sá hafði verið sakaður um að káfa á tveimur mönnum. 5. júlí 2022 18:02
Hvergi nærri öruggur í embætti Þrátt fyrir að þingflokkur Íhaldsflokksins hafi fellt vantrauststillögu á hendur Boris Johnson, forsætisráðherra og leiðtoga flokksins, í gær er Johnson hvergi nærri öruggur í embætti sínu að mati margra álitsgjafa BBC. 7. júní 2022 07:01