Viðskipti innlent

Fleiri mótfallin en fylgjandi innflutningi á landbúnaðarvörum

Atli Ísleifsson skrifar
Í blaðinu segir frá því að afstaða landsmanna hafi lítið breyst frá því að sambærileg könnun var síðast framkvæmd, eða árið 2014.
Í blaðinu segir frá því að afstaða landsmanna hafi lítið breyst frá því að sambærileg könnun var síðast framkvæmd, eða árið 2014. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Fleiri eru mótfallin frjálsum innflutningi á landbúnaðarvörum en fylgjandi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir Fréttablaðið. 

Samkvæmt könnuninni segjast 41 prósent landsmanna andvíg en 27 prósent fylgjandi frjálsum innflutningi á landbúnaðarvörum. Ríflega 21 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni tók ekki afstöðu eða vildi ekki svara.

Í blaðinu segir frá því að afstaða landsmanna hafi lítið breyst frá því að sambærileg könnun var síðast framkvæmd, eða árið 2014.

Samkvæmt könnuninni eru karlmenn hlynntari frjálsum innflutningi á landbúnaðarvörum en konur og sömuleiðis er yngra fólk meira fylgjandi en þeir sem eldri eru.

Enn fremur kemur fram að fólk á höfuðborgarsvæðinu sé jákvæðari í garð slíks innflutnings en fólk á landsbyggðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×