Lífið

María Ólafs og Gunnar Leó eignuðust lítinn dreng

Elísabet Hanna skrifar
Parið tilkynnti um komu áramótabombunnar.
Parið tilkynnti um komu áramótabombunnar. Skjáskot/Instagram

Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eignuðust lítinn dreng um helgina. 

„Og þau urðu þrjú… Fallegi litli strákurinn okkar ákvað að kenna okkur foreldrunum hvað stundvísi er og mætti 1. júlí, þremur vikum fyrir settan dag. Við foreldrarnir erum alsæl og sjáum ekki sólina fyrir þessum fullkomna gullmola,“segir parið í sameiginlegri færslu.

Áramótabomba

María og Gunnar hafa verið saman síðan árið 2015 en það er sama ár og hún tók þátt í Eurovision með lagið Lítil skref eða Unbroken þar sem lagið var flutt á ensku. Parið tilkynnti að von væri á frumburðinum á áramótunum þar sem þau sögðu meðal annars: „Áramóta bomban okkar.“


Tengdar fréttir

Eiga von á sínu fyrsta barni

Söngkonan og Eurovision-stjarnan María Ólafsdóttir og trommarinn Gunnar Leó Pálsson eiga von á sínu fyrsta barni.

María Ólafs og Einar frumsýna myndband við nýja ballöðu

„Við erum búin að vera á fullu að taka upp nýja tónlist í Stúdíó Sýrlandi síðustu daga og vikur og erum mjög spennt fyrir framhaldinu,” segir María Ólafsdóttir söngkona, en hún ásamt Einari Erni Jónssyni píanóleikara skipa Löður Music.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.