Innlent

Lýstu yfir hættu­stigi á Kefla­víkur­flug­velli

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vélin sem um ræðir var á leið frá Frankfurt til Chicago.
Vélin sem um ræðir var á leið frá Frankfurt til Chicago. Vísir/Vilhelm

Flugvél á leiðinni frá Frankfurt til Chicago lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir örskömmu síðan. Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli fyrir lendinguna.

Í samtali við fréttastofu segir Grettir Gautason, staðgengill upplýsingafulltrúa hjá Isavia, að upp hafi komið merki um vélartruflun og því var ákveðið að lenda vélinni til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi. Starfsmenn flugvallarins hafi brugðist rétt við og ræst út viðeigandi hættustig. 

Búið er skoða vélina og neyðarstigi verður aflétt á næstu mínútum.

Samkvæmt Flightradar var vélin komin norður fyrir Írland þegar haldið var í átt að Keflavík. Vélin er í eigu Magma Aviation en er á vegum Air Atlanta.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×