Fótbolti

Fyrst Bale og svo Chiellini til Los Angeles

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giorgio Chiellini skælbrosandi með treyju Los Angeles Football Club.
Giorgio Chiellini skælbrosandi með treyju Los Angeles Football Club. getty/Kevork Djansezian

Bandaríska fótboltaliðið Los Angeles Football Club heldur áfram að sanka að sér stórstjörnum.

Gareth Bale samdi við LAFC fyrr í vikunni og í gær var greint frá því að ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini hefði gert samning við félagið út tímabilið 2023.

Chiellini kemur til LAFC frá Juventus sem hann yfirgaf eftir síðasta tímabil. Hann lék með Juventus í í átján ár og varð níu sinnum ítalskur meistari með liðinu.

Varnarjaxlinn lagði landsliðsskóna á hilluna í apríl. Hann lék 117 landsleiki og varð Evrópumeistari með Ítalíu í fyrra.

Chiellini fylgdist með LAFC vinna 3-1 sigur á Dallas í MLS-deildinni í gær. Liðið er með sjö stiga forskot á toppi vesturdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×