„Gríðarlegt andlegt og félagslegt sjokk og fjárhagslegt tjón“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júní 2022 20:47 Hrafnhildur Bjarnadóttir, formaður Samhjóla - félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, segir niðurstöðu sveitarstjórnar mikil vonbrigði. Magnús Hlynur/Vísir Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafnaði í dag tilboði Samhjóla, félags hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að hjólhýsabyggðin fái að vera áfram gegn því að félagið sinni nauðsynlegum framkvæmdum. Formaður félagsins segir niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og að sveitarfélagið hefði getað farið mannlegri leið að niðurstöðunni en hún gerði. Í erindi Samhjóls til sveitarstjórnar lagði félagið til að Bláskógabyggð myndi semja við félagið um rekstur svæðisins til tíu ára og í stað þess myndi félagið standa straum af öllum kostnaði vegna framkvæmda. Samkvæmt útreikningum sveitarfélagsins hefði kostnaður af framkvæmdum verið um 50 milljónir sem Samhjól sagðist tilbúið að borga. Sveitarstjórnin taldi lagalega ekki mögulegt að gera áframhaldandi samning við þá sem hafa staðið að rekstri svæðisins undanfarin ár. Nauðsynlegt væri að auglýsa með opinberum hætti eftir rekstraraðila svæðisins og engin rök leiddu til forgangsréttar þess aðila umfram aðra. Sveitarfélagið gæti því ekki tryggt Samhjóli eða núverandi rekstraraðila afnot af svæðinu umfram aðra. Enn fremur kom fram í fundargerð að ekki væri vilji sveitarstjórnar að endurskoða fyrri ákvörðun um lokun hjólhýsasvæðisins og „að nauðsynlegt sé að rýma svæðið áður en ákvörðun verði tekin um framtíðar nýtingu þess.“ Gríðarleg vonbrigði með niðurstöðuna Blaðamaður hafði samband við Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóla - félags hjólhýsaeiganda á Laugarvatni, sem sagði niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og ljóst væri að sveitarfélagið hefði getað farið mun mannlegri leið að niðurstöðunni. „Í upphafi er tekin ákvörðun um að loka vegna brunahættu og við félagið tókum okkur strax til og gerðum strax tilboð beint í bakið á þeim. Við vildum borga og græja þessar brunavarnir. Síðan erum við búin að funda á að giska 20 plús fundi. Og það hafa alltaf komið ný og ný verkefni í fangið á okkur sem við höfum öll leyst, lagalegar hindranir og fleira,“ segir Hrafnhildur um aðdraganda niðurstöðunnar. Þann 18. mars hefði sviðsstjóri sveitarfélagsins lagt fram upphæð um hvað myndi kosti fyrir félagið að uppfylla allar skyldur og kröfur sveitarfélagsins. Hrafnhildur segir félagið hafa samþykkt allar kröfur og í kjölfarið skilað inn viljayfirlýsingum þess efnis. Fjórum dögum fyrir kosningar hafi sveitarstjórnin ákveðið að velta ákvörðuninni yfir á nýja sveitastjórn. „En ég ætla nú að fullyrða að þessi ákvörðun hafi legið fyrir þá og þegar,“ segir Hrafnhildur. Þá segir Hrafnhildur að með endurteknum fundum hefði verið búið að gefa félagsmönnum von um að hugsanlega væri hægt að leysa málið. Miðað við þessa niðurstöðu hefði hreinlegast verið hjá sveitarstjórninni að segja í upphafi í að félagið mætti alls ekki leigja landið. „Það hefðum við kallað fallega og mannlega leið.“ Fólk enn að meðtaka niðurstöðuna Fyrr í ár sagði Hrafnhildur við fjölmiðla að ef niðurstaðan yrði á þessa leið myndi Samhjól íhuga að fara í skaðabótamál við sveitarfélagið. Aðspurð hvort það stæði enn til sagði Hrafnhildur að það væri ekki komið á hreint, fólk væri enn að meðtaka niðurstöðuna. Aðspurð hvort hún vissi hvað kæmi í stað hjólhýsabyggðarinnar sagði hún bæði félagið og lögmenn þess margoft hafa spurt hvort eitthvað væri fyrirhugað með landið en að sveitarstjórnin hafi alltaf svarað neitandi. „Þarna er bæði verið að hafna fjármununum og greinilega verið að gefa í skyn að við skiptum ekki máli í þessu samfélagi, þrátt fyrir að hafa verið þarna í hartnær 50 ár. Og við höfum stundað viðskipti og notað þjónustu þarna og gert mikið af því.“ Með þeim 50 miljónum sem félagið hafi verið tilbúið að greiða fyrir nauðsynlegar framkvæmdir auk áætlaðra leigutekna næstu tíu árin væri sveitarfélagið að hafna 110 milljónum, segir Hrafnhildur og bætir við „Í svona fámennu sveitarfélagi hefði maður haldið að þetta væri gott í budduna.“ Kröfur sveitarfélagsins hafi blómstrað með tímanum Aðspurð hverjar kröfur sveitarfélagsins hafi verið segir Hrafnhildur þær hafa blómstrað með tímanum. Fyrst hafi það verið krafa um bættar brunavarnir, síðan hefði hjólhýsabyggðin verið talin ólögleg samkvæmt byggingarreglugerðum og loks hefði komið í ljós að ekki væri til lagaheimild á Íslandi til að vera með hjólhýsabyggð. Krafa um bættar brunavarnir kom í kjölfar þess að eldur kviknaði í hjólhýsabyggðinni árið 2019.BRUNAVARNIR ÁRNESSÝSLU Hún hefði farið í það verkefni að finna lausn á þessu og nú væri búið að breyta byggingarreglugerð og það væri ekkert lengur í lögum sem hamlaði því að maður mætti halda úti svona hjólhýsasvæði. Þá hefði næsta ástæða verið samkeppnissjónarmið vegna þess að hjólhýsabyggð hefði opnað í Úthlíð og svo var það kostnaður. „Núna loksins viðurkenna þau í lokin á svarinu að það sé ekki vilji sveitastjórnar til að semja við okkur,“ segir Hrafnhildur. „En það er samt ekki enn búið að jarða okkur.“ „Gríðarlegt andlegt og félagslegt sjokk“ Hrafnhildur segir að það sé ekki nóg með að hjólhýsasvæðið sé eitt það elsta á landinu heldur eigi það einnig elsta hjólhýsaeiganda á hjólhýsasvæði á landinu sem sé búinn að vera á svæðinu í 43 ár. „Hann er búinn að vera á Laugarvatni í 43 ár, frá því að landið var bara mólendi.“ „Þetta er mikill harmur fyrir eldra fólkið okkar og við eigum líka hóp af öryrkjum sem eru hér. Þetta er gríðarlegt andlegt og félagslegt sjokk og fjárhagslegt tjón fyrir fólk.“ Þá væri þetta „mikið leiðindamál sem hefði verið ofboðslega einfalt að leysa.“ Að lokum segir Hrafnhildur að Samhjólum hafi alltaf fundist bogið hvernig tengslum sveitarfélagsins við lögfræðistofuna sem hún réði til málsins væri háttað. Einn af eigendum lögmannsstofunnar sem sveitarfélagið réði til að fara með málið ætti einnig helmingshlut í Úthlíð, sumarbústaðabyggð sem hefði opnað á sama tíma og Samhjól voru að berjast fyrir sínu svæði. Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Telur að hagsmunatengsl gætu skýrt vilja sveitarstjórnar til að loka hjólhýsasvæðinu Talsmaður hjólhýsaeigenda við Laugarvatn telur að hagsmunaárekstrar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi áhrif á vilja til að loka svæðinu. Hún segir að málinu sé hvergi nærri lokið. 19. september 2021 12:32 Berjast fyrir hjólhýsunum sínum á Laugarvatni Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. 10. október 2020 22:11 Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í erindi Samhjóls til sveitarstjórnar lagði félagið til að Bláskógabyggð myndi semja við félagið um rekstur svæðisins til tíu ára og í stað þess myndi félagið standa straum af öllum kostnaði vegna framkvæmda. Samkvæmt útreikningum sveitarfélagsins hefði kostnaður af framkvæmdum verið um 50 milljónir sem Samhjól sagðist tilbúið að borga. Sveitarstjórnin taldi lagalega ekki mögulegt að gera áframhaldandi samning við þá sem hafa staðið að rekstri svæðisins undanfarin ár. Nauðsynlegt væri að auglýsa með opinberum hætti eftir rekstraraðila svæðisins og engin rök leiddu til forgangsréttar þess aðila umfram aðra. Sveitarfélagið gæti því ekki tryggt Samhjóli eða núverandi rekstraraðila afnot af svæðinu umfram aðra. Enn fremur kom fram í fundargerð að ekki væri vilji sveitarstjórnar að endurskoða fyrri ákvörðun um lokun hjólhýsasvæðisins og „að nauðsynlegt sé að rýma svæðið áður en ákvörðun verði tekin um framtíðar nýtingu þess.“ Gríðarleg vonbrigði með niðurstöðuna Blaðamaður hafði samband við Hrafnhildi Bjarnadóttur, formann Samhjóla - félags hjólhýsaeiganda á Laugarvatni, sem sagði niðurstöðuna gríðarleg vonbrigði og ljóst væri að sveitarfélagið hefði getað farið mun mannlegri leið að niðurstöðunni. „Í upphafi er tekin ákvörðun um að loka vegna brunahættu og við félagið tókum okkur strax til og gerðum strax tilboð beint í bakið á þeim. Við vildum borga og græja þessar brunavarnir. Síðan erum við búin að funda á að giska 20 plús fundi. Og það hafa alltaf komið ný og ný verkefni í fangið á okkur sem við höfum öll leyst, lagalegar hindranir og fleira,“ segir Hrafnhildur um aðdraganda niðurstöðunnar. Þann 18. mars hefði sviðsstjóri sveitarfélagsins lagt fram upphæð um hvað myndi kosti fyrir félagið að uppfylla allar skyldur og kröfur sveitarfélagsins. Hrafnhildur segir félagið hafa samþykkt allar kröfur og í kjölfarið skilað inn viljayfirlýsingum þess efnis. Fjórum dögum fyrir kosningar hafi sveitarstjórnin ákveðið að velta ákvörðuninni yfir á nýja sveitastjórn. „En ég ætla nú að fullyrða að þessi ákvörðun hafi legið fyrir þá og þegar,“ segir Hrafnhildur. Þá segir Hrafnhildur að með endurteknum fundum hefði verið búið að gefa félagsmönnum von um að hugsanlega væri hægt að leysa málið. Miðað við þessa niðurstöðu hefði hreinlegast verið hjá sveitarstjórninni að segja í upphafi í að félagið mætti alls ekki leigja landið. „Það hefðum við kallað fallega og mannlega leið.“ Fólk enn að meðtaka niðurstöðuna Fyrr í ár sagði Hrafnhildur við fjölmiðla að ef niðurstaðan yrði á þessa leið myndi Samhjól íhuga að fara í skaðabótamál við sveitarfélagið. Aðspurð hvort það stæði enn til sagði Hrafnhildur að það væri ekki komið á hreint, fólk væri enn að meðtaka niðurstöðuna. Aðspurð hvort hún vissi hvað kæmi í stað hjólhýsabyggðarinnar sagði hún bæði félagið og lögmenn þess margoft hafa spurt hvort eitthvað væri fyrirhugað með landið en að sveitarstjórnin hafi alltaf svarað neitandi. „Þarna er bæði verið að hafna fjármununum og greinilega verið að gefa í skyn að við skiptum ekki máli í þessu samfélagi, þrátt fyrir að hafa verið þarna í hartnær 50 ár. Og við höfum stundað viðskipti og notað þjónustu þarna og gert mikið af því.“ Með þeim 50 miljónum sem félagið hafi verið tilbúið að greiða fyrir nauðsynlegar framkvæmdir auk áætlaðra leigutekna næstu tíu árin væri sveitarfélagið að hafna 110 milljónum, segir Hrafnhildur og bætir við „Í svona fámennu sveitarfélagi hefði maður haldið að þetta væri gott í budduna.“ Kröfur sveitarfélagsins hafi blómstrað með tímanum Aðspurð hverjar kröfur sveitarfélagsins hafi verið segir Hrafnhildur þær hafa blómstrað með tímanum. Fyrst hafi það verið krafa um bættar brunavarnir, síðan hefði hjólhýsabyggðin verið talin ólögleg samkvæmt byggingarreglugerðum og loks hefði komið í ljós að ekki væri til lagaheimild á Íslandi til að vera með hjólhýsabyggð. Krafa um bættar brunavarnir kom í kjölfar þess að eldur kviknaði í hjólhýsabyggðinni árið 2019.BRUNAVARNIR ÁRNESSÝSLU Hún hefði farið í það verkefni að finna lausn á þessu og nú væri búið að breyta byggingarreglugerð og það væri ekkert lengur í lögum sem hamlaði því að maður mætti halda úti svona hjólhýsasvæði. Þá hefði næsta ástæða verið samkeppnissjónarmið vegna þess að hjólhýsabyggð hefði opnað í Úthlíð og svo var það kostnaður. „Núna loksins viðurkenna þau í lokin á svarinu að það sé ekki vilji sveitastjórnar til að semja við okkur,“ segir Hrafnhildur. „En það er samt ekki enn búið að jarða okkur.“ „Gríðarlegt andlegt og félagslegt sjokk“ Hrafnhildur segir að það sé ekki nóg með að hjólhýsasvæðið sé eitt það elsta á landinu heldur eigi það einnig elsta hjólhýsaeiganda á hjólhýsasvæði á landinu sem sé búinn að vera á svæðinu í 43 ár. „Hann er búinn að vera á Laugarvatni í 43 ár, frá því að landið var bara mólendi.“ „Þetta er mikill harmur fyrir eldra fólkið okkar og við eigum líka hóp af öryrkjum sem eru hér. Þetta er gríðarlegt andlegt og félagslegt sjokk og fjárhagslegt tjón fyrir fólk.“ Þá væri þetta „mikið leiðindamál sem hefði verið ofboðslega einfalt að leysa.“ Að lokum segir Hrafnhildur að Samhjólum hafi alltaf fundist bogið hvernig tengslum sveitarfélagsins við lögfræðistofuna sem hún réði til málsins væri háttað. Einn af eigendum lögmannsstofunnar sem sveitarfélagið réði til að fara með málið ætti einnig helmingshlut í Úthlíð, sumarbústaðabyggð sem hefði opnað á sama tíma og Samhjól voru að berjast fyrir sínu svæði.
Bláskógabyggð Húsnæðismál Tjaldsvæði Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Tengdar fréttir Telur að hagsmunatengsl gætu skýrt vilja sveitarstjórnar til að loka hjólhýsasvæðinu Talsmaður hjólhýsaeigenda við Laugarvatn telur að hagsmunaárekstrar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi áhrif á vilja til að loka svæðinu. Hún segir að málinu sé hvergi nærri lokið. 19. september 2021 12:32 Berjast fyrir hjólhýsunum sínum á Laugarvatni Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. 10. október 2020 22:11 Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Telur að hagsmunatengsl gætu skýrt vilja sveitarstjórnar til að loka hjólhýsasvæðinu Talsmaður hjólhýsaeigenda við Laugarvatn telur að hagsmunaárekstrar í sveitarstjórn Bláskógabyggðar hafi áhrif á vilja til að loka svæðinu. Hún segir að málinu sé hvergi nærri lokið. 19. september 2021 12:32
Berjast fyrir hjólhýsunum sínum á Laugarvatni Hjólhýsaeigendur á Laugarvatni vinna nú að því að fá að vera áfram með hýsin sín á svæðinu en sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir það ekki koma til greina, það verði að fjarlægja öll hjólhýsi vegna mikillar brunahættu. Um tvö hundruð hjólhýsi eru á svæðinu. 10. október 2020 22:11
Ætla að loka hjólhýsasvæðinu á Laugarvatni Sveitarstjórn Bláskógabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að rekstri hjólhýsasvæðisins við Laugarvatn verði hætt. 17. september 2020 21:42