Viðskiptalífið hafi viljað verkið burt löngu áður en slysið varð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. júní 2022 12:21 Sigurður Guðmundsson listamaður við hliðina á steindepilseggi sem er hluti af hinu gríðarstóra verki Eggin í Gleðivík. Djúpivogur Höfundur útilistaverksins Eggin í Gleðivík segir að viðskiptalífið hafi viljað verk hans í burtu löngu áður en hörmulegt slys varð á Djúpavogi í síðustu viku. Listamaðurinn segir að það muni stórskyggja á menningarlífið í bænum þegar verkið verður fært. Staðsetningin sé hluti af verkinu. „Þetta er náttúrulega hörmulegt slys, alveg hörmulegt og slær alla hérna í þorpinu.“ Þetta segir Sigmundur Guðmundsson höfundur verksins um banaslys sem varð nálægt listaverkinu í síðustu viku en erlendur ferðamaður lést þegar hann varð fyrir lyftara. Hann segir slysið „tragískt“ og „óhuggulegt“ en að það hefði getað orðið hvar sem er á landinu, til dæmis úti á Granda. Í gær birtist fréttatilkynning frá Múlaþingi þar sem greint var frá ákvörðun um að flytja útilistaverkið og var flutningurinn settur í samhengi við slysið í tilkynningunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, gaf ekki færi á viðtali vegna anna. Verkið stendur við sjávarsíðuna og var sett upp árið 2009 en um áratug síðar hófst fiskeldi í námunda við verkið. Sigurður segir að það hafi alls ekki truflað hann að verið væri að vinna fisk hinum megin við götuna. „Síðan koma upp raddir um það frá fiskeldinu held ég, eða fólki tengdu því, að ég myndi færa eggin - og það er löngu áður en þetta slys varð - eitthvert út í móa. En þau virka ekki á öðrum stað, þá yrði alveg eins gott að henda þeim. Ef menn elska peninga þá væri mjög slæmt að henda eggjunum í burtu því það dregur að sér ógrynni ferðamanna á hverju ári því þetta er mjög vinsælt verk þótt ég sem höfundur þess hafi ekki verið að pæla í slíkum vinsældum þegar ég geri verkið fyrir þrettán árum síðan.“ Sigurður segir að staðsetning verksins sé hluti af verkinu sjálfu. Djúpivogur er eftirsóttur staður hjá fuglaáhugamönnum. Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er kallað á ensku „site specific“ en það er þegar verk eru gerð sérstaklega fyrir aðstæðurnar sem eru sjónrænar í mínu tilfelli. Það er hafið og þetta fallega umhverfi. Fólk kemur þangað og þarna setjast fuglarnir. Sumir bíða eftir því að rjúpan setjist á rjúpueggið eða hrossagaukurinn á hrossagaukseggið. Þetta er mjög vinsælt og það er búið að taka milljónir ljósmynda og dreifa þeim um heim allan.“ Það á eftir að koma í ljós hvert listaverkið verður flutt en Sigurður segir að Borgarfjörður eystri komi til greina. „Og láta þá túristaumferðina fara þangað í staðinn fyrir hingað. Þá getur fiskeldið gert allt sem það vill. Það yrði stór kostur fyrir þá en skyggir pínulítið á menningarhliðina á Djúpavogi. Ekki pínulítið heldur stórskyggir á hana því við höfum verið með öflugt fólk á bak við okkur, menningarfólk sem er komið hingað til að byggja upp sterka menningu og ekki bara myndlistarlega heldur á öllum sviðum listanna hér á Austurlandi.“ Sigurður er nú í óðaönn að undirbúa opnun á alþjóðlegu samtímalistasafni á Djúpavogi. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra mun opna safnið formlega hinn 9. júlí. Múlaþing Menning Ferðamennska á Íslandi Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
„Þetta er náttúrulega hörmulegt slys, alveg hörmulegt og slær alla hérna í þorpinu.“ Þetta segir Sigmundur Guðmundsson höfundur verksins um banaslys sem varð nálægt listaverkinu í síðustu viku en erlendur ferðamaður lést þegar hann varð fyrir lyftara. Hann segir slysið „tragískt“ og „óhuggulegt“ en að það hefði getað orðið hvar sem er á landinu, til dæmis úti á Granda. Í gær birtist fréttatilkynning frá Múlaþingi þar sem greint var frá ákvörðun um að flytja útilistaverkið og var flutningurinn settur í samhengi við slysið í tilkynningunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, gaf ekki færi á viðtali vegna anna. Verkið stendur við sjávarsíðuna og var sett upp árið 2009 en um áratug síðar hófst fiskeldi í námunda við verkið. Sigurður segir að það hafi alls ekki truflað hann að verið væri að vinna fisk hinum megin við götuna. „Síðan koma upp raddir um það frá fiskeldinu held ég, eða fólki tengdu því, að ég myndi færa eggin - og það er löngu áður en þetta slys varð - eitthvert út í móa. En þau virka ekki á öðrum stað, þá yrði alveg eins gott að henda þeim. Ef menn elska peninga þá væri mjög slæmt að henda eggjunum í burtu því það dregur að sér ógrynni ferðamanna á hverju ári því þetta er mjög vinsælt verk þótt ég sem höfundur þess hafi ekki verið að pæla í slíkum vinsældum þegar ég geri verkið fyrir þrettán árum síðan.“ Sigurður segir að staðsetning verksins sé hluti af verkinu sjálfu. Djúpivogur er eftirsóttur staður hjá fuglaáhugamönnum. Eggin eru 34 talsins, jafnmörg varpfuglum í hreppnum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. „Það er kallað á ensku „site specific“ en það er þegar verk eru gerð sérstaklega fyrir aðstæðurnar sem eru sjónrænar í mínu tilfelli. Það er hafið og þetta fallega umhverfi. Fólk kemur þangað og þarna setjast fuglarnir. Sumir bíða eftir því að rjúpan setjist á rjúpueggið eða hrossagaukurinn á hrossagaukseggið. Þetta er mjög vinsælt og það er búið að taka milljónir ljósmynda og dreifa þeim um heim allan.“ Það á eftir að koma í ljós hvert listaverkið verður flutt en Sigurður segir að Borgarfjörður eystri komi til greina. „Og láta þá túristaumferðina fara þangað í staðinn fyrir hingað. Þá getur fiskeldið gert allt sem það vill. Það yrði stór kostur fyrir þá en skyggir pínulítið á menningarhliðina á Djúpavogi. Ekki pínulítið heldur stórskyggir á hana því við höfum verið með öflugt fólk á bak við okkur, menningarfólk sem er komið hingað til að byggja upp sterka menningu og ekki bara myndlistarlega heldur á öllum sviðum listanna hér á Austurlandi.“ Sigurður er nú í óðaönn að undirbúa opnun á alþjóðlegu samtímalistasafni á Djúpavogi. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra mun opna safnið formlega hinn 9. júlí.
Múlaþing Menning Ferðamennska á Íslandi Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27 Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41 Banaslys á Djúpavogi Erlendur ferðamaður á sjötugsaldri lést á Djúpavogi í dag. 21. júní 2022 17:21 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Eggjunum í Gleðivík verði fundinn nýr staður eftir banaslysið Ákveðið hefur verið að vinna að flutningi Eggjanna í Gleðivík, listaverki Sigurðar Guðmundssonar, frá hafnarsvæðinu á Djúpavogi og á annan stað við sjávarsíðuna í bænum. 28. júní 2022 07:27
Öryggismál ekki í lagi þegar ferðamaður lést Öryggismál í Gleðivík á Djúpavogi eru til skoðunar eftir að erlendur ferðamaður varð fyrir lyftara og lést í gær. Samkvæmt heimamönnum hafði kaðall sem átti að aðskilja gangandi og akandi umferð meðfram ströndinni verið tekinn niður vegna framkvæmda og var því ekki til staðar þegar banaslysið átti sér stað í gær. 22. júní 2022 13:41