Helstu bæjarhátíðirnar um helgina: Bryggjusöngur, brennur, sveitaböll og sápubolti Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. júní 2022 07:17 Ertu búin(n) að ákveða hvert förinni er heitið um helgina? Samsett mynd Þá er komið því, einni af stærstu ferðahelgum sumarsins; fyrstu helginni í júlí og eflaust eru einhverjir nú þegar samviskusamlega búnir að pakka, troðfylla bílinn af útileigubúnaði og smyrja flatkökur og rækjusamlokur í tonnavís. En hvert skal halda? Samkvæmt veðurspánni, sem eitthvað flökt er búið að vera á, ætti veðrið að vera hlýrra sunnanlands en þó ætti það að snúast við á sunnudag. Ferða- og ævintýraþyrstur landinn ætti þó ekki að láta of mikið stjórnast af veðrinu heldur pakka vel og skynsamlega, vera við öllu búinn með gleðina og „æj þetta reddast“ viðmót að vopni. Fólk er vissulega misskipulagt þegar kemur að ferðaplönum innanlands og eru einhverjir líklega löngu búnir að ákveða áfangastað helgarinnar á meðan aðrir láta plönin ráðast á síðustu stundu. Þó svo að þessar hefðbundnu útilegur séu vinsælar þessa helgina má ekki gleyma skemmtilegum og sjarmerandi bæjarhátíðunum um land allt þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt af helstu bæjarhátíðum helgarinnar og hlekk í ítarlega dagskrá hverrar hátíðar fyrir sig. Írskir dagar á Akranesi Aðsend Ár hvert í byrjun júlí halda Skagamenn hátíðlega svokallaða Írska daga til þess að minnast hinnar keltnesku arfleiðar sinnar og gera sér glaðan dag. Hátíðin er nú haldin í 23. skipti og segir Fríða Kristín Magnúsdóttir í samtali við Vísi að mikill spenningur sé fyrir helginni á meðal bæjarbúa. Já, ég finn fyrir mikilli stemmningu fyrir helginni og hef heyrt að salan á skrauti sé miklu, miklu meiri en í fyrra, en hér í bæ er mikill metnaður lagður í að skreyta hverfin og húsin í írsku fánalitunum. Fríða segir hátíðina fyrst og fremst vera fjölskylduskemmtun og aldurstakmarkið á tjaldsvæðið er 23 ár. Bæjarstjóri Akraness, Sævar Freyr Þráinsson, setur hátíðina fyrir hádegi í dag og er þétt og mikil skemmtidagskrá víðs vegar um bæinn alla helgina. „Tjaldsvæðin eru reyndar alltaf mjög fljót að fyllast á þessari hátíð en fólk er einnig að tjalda mikið í heimahúsum eða finna sér aðrar gistileiðir,“ segir Fríða sem segir Sagamenn að sjálfsgöðu muni taka vel á móti öllum. Keppnin Rauðhærðasti Íslendingurinn hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og fyrir utan landssteinana og segir Fríða mjög efirsótt að taka þátt í keppninni. „Það er alltaf mjög skemmtilegt hversu margir taka þátt í keppninni en verðlaunin eru líka vegleg. Fólk kemur á staðinn, skráir sig til leiks og fær svo númer en við erum með sérstaka dómnefnd sem velur svo sigurvegarann Rauðhærðasti Íslendingurinn.“ Um helgina verður einnig verður mikið um tónleikahald í bænum ástamt fjölbreyttum listasýningum og öðrum menningarviðburðum og segir Fríða því flesta ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér er hægt að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar. Markaðshelgin í Bolungarvík Aðsend Markaðshelgin í Bolungarvík fór fyrst fram árið 1992 og byrjar formleg dagskrá í dag. „Þetta byrjaði þegar fólk sem var í einhverskonar verslun og þjónustu í bænum kom saman og setti upp útimarkaði. Svo þróaðist þetta með árunum og úr varð þessi skemmtilega bæjarhátíð, segir Helgi Hjálmtýsson í samtali við Vísi. Þó svo að menningarviðburðir setji stóran svip á hátíðina segir Helgi markaðstorgið alltaf standa fyrir sínu og þar sé iðulega hægt að nálgast allt á milli himins og jarðar. Þetta er ótrúlega fjölbreytt, þú getur nálgast heimabakaðar kökur, íslenskt handverk og svo hefur tælenskur matur einnig verið mjög vinsæll á markaðstorginu en það mætti segja að þetta væri kannski svolítið fjölþjóðlegt allt saman. Helgi segir gesti hátíðarinnar yfirleitt vera blöndu af heimamönnum, brottfluttnum Bolvíkingum og nærsveitungum en allir séu að sjálfsögðu mikið velkomnir. Hápunktur hátíðarinnar að mati Helga er í kvöld fimmtudagskvöld þegar virt kammersveit frá Kænugarði í Úkraínu treður upp í íþróttahúsinu í Árbæ. Þetta eru einir færustu tónlistarmenn Úkraínu, kammersveit sem kalla sig Kyiv Soloist, um 20 - 30 manns. Hópurinn hefur verið á ferðalagi um Evrópu síðan áður en að stríðið byrjaði því að þá voru þau á tónleikaferðalagi og hafa ekkert geta snúið aftur til Úkraínu. Kyiv Soloist verða ekki eina erlenda tónlistaratriðið en á laugardeginum mun troða upp lúðrasveitin Banda Músíka Vila de False frá Katalóníu og segir Helgi því fólk geta búist við mikilli hámenningu á Bolungarvík þessa helgina. Hér er hægt að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar. Goslokahátíð Vestmannaeyja Eyjamenn fagna endalokum eldgossins á Heimaey árið 1973 með sérstakri Goslokahátíð en fyrsta hátíðin var haldin ári eftir gosið. „Við erum rosalega spennt að geta haldið þokkalega eðlilega hátíð í ár, án allra takmarkana,“ segir Erna Georgsdóttir í samtali við Vísi. Hún segir mikla stemmningu vera á meðal Eyjamanna fyrir hátíðinni og nú þegar sé að verða uppbókað í gistingu á eyjunni og því hver að vera síðastur að tryggja sér bæði far og gististað. Dagskráin byrjar í dag fimmtudag með opnunum á myndlistarsýningum víðsvegar um eyjuna og segir Erna mjög fjölbreytta og mikla dagskrá verða í boði alla helgina. Það verður vegleg barnadagskrá hjá okkur á föstudag og laugardag og svo eru auðvitað allskonar tónleikar í boði alla helgina en við leggjum alltaf mikið upp úr því að reyna að höfða til sem fjölbreytts hóps. Hápunkt helgarinnar segir Erna að líklega verða útiballið á Skipasandi á bryggjusvæðinu og þar muni verða mikið fjör. „Við finnum alltaf fyrir miklum spenningi fyrir útiballinu sem hefur alltaf verið mjög vel heppnað og mikil stemmning.“ Þetta árið leika fyrir dansi eyjahljómsveitin Merkúr og Selfosssveitin Allt í einu. „Á sunnudaginn er það svo líklega Göngumessan sem stendur upp úr en þá er gengið frá Stafakirkju og um hraunið,“ segir Erna að lokum. Hér er hægt að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar. Bryggjuhátíð Stokkseyrar Aðsend Bryggjuhátíð Stokkseyrar byrjar formlega á morgun föstudag og eru tjaldsvæði bæjarins nú þegar að fyllast að sögn Jasons Orra. „Þetta gengur allt ljómandi vel, það verður skemmtileg og fjölbreytt dagskrá í bænum til sunnudags.“ Jason segir þó nokkuð mikið um að aðfluttir Stokkseyringar komi saman á hátíðinni og noti sumir hverjir jafnvel tækifærið til að halda ættarmót þessa helgi. Þetta er mjög mikil gleði, gömlu Stokkseyringarnir koma saman og það myndast mikil og góð stemmning hér í bænum! Á föstudagskvöldið verður kvöldvaka á bryggjunni sem byrjar á Sirkusi unga fólksins en við tekur svo Bryggjusöngurinn, þar sem verður brenna og blys. „Eftir kvöldvökuna getur svo fullorðna fólkið komið börnunum heim í pössun og komið saman á Draugabarnum þar sem trúbadorinn Ingvar Valgeirs mun halda uppi stuðinu.“ Aðspurður um einhverjar sérstakar hefðir tengdar hátíðinni hlær Jason og segir: Já, við vorum alltaf með fótbolta en þá var skipt niður í lið eftir hverfum og keppt af miklu kappi. En eigum við ekki að segja að keppnisskapið hafi stundum verið helst til mikið hjá sumum svo að það var nú látið niður falla. Hér er hægt að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar. Heim í Búðardal Aðsend Bæjarhátíðin Heim í Búðardal er haldin fyrstu helgina í júlí annað hvert ár, á sléttri tölu og var því síðast haldin árið 2020. Í samtali við Vísi segir Jóhanna María Sigmundsdóttir lokaundirbúning hafa tekist vel og byrjar dagskráin í dag, fimmtudag á sápubolta fyrir krakkana. „Hátíðin hefur alltaf verið mikið sótt og það er eiginlega ótrúlegt að síðast þegar hún var haldin, Covid sumarið 2020, þá urðu öll tjaldsvæðin full og fólk var farið að tjalda á öllum mögulegum stöðum þar sem finna mátti grasblett,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir sem býst við miklum fjölda þetta árið. Hún segir að gestir ættu þó ekki að örvænta því búið sé að bæta við einu nýju tjaldsvæði síðan. „Þá vonandi sleppum við bæjarbúar við það að vakna með einhver tjöld í bakgarðinum í þetta skiptið,“ segir hún og hlær. Hátíðina segir hún vera dæmigerða bæjarhátíð og reynt sé að höfða bæði til fjölskyldufólks og ungs fólks en aldurstakmarkið á böllin eru 18 ár. Aðspurð um hápunkta helgarinnar segist hún ekki geta valið á milli föstudags- eða laugardagskvölds. Sóli Hólm mun vera með uppistand á föstudagskvöldinu og svo verður ball með Herra Hnetusmjör og Stjórninni á laugardagskvöldinu.. Mikill metnaður er lagður í skreytingar í bænum að sögn Jóhönnu og einnig verða veitt verðlaun fyrir Dalamann ársins. Við höfum kallað eftir tilnefningum frá íbúum Dalabyggðar og svo verður valin manneskja sem hefur greinilega látið gott af sér leiða til samfélagsins. Hér er hægt að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar. Akranes Bolungarvík Vestmannaeyjar Árborg Dalabyggð Tengdar fréttir „Excuse me“ lúsmý en hvað eigum við eiginlega að gera? Eins fagnandi og landinn virðist taka sumrinu góða þá viðurkennist það fúslega að þessi litla fluga, sem elskar að næra sig á blóði okkar, er aðeins að drepa stemmninguna. 17. júlí 2021 09:00 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
Samkvæmt veðurspánni, sem eitthvað flökt er búið að vera á, ætti veðrið að vera hlýrra sunnanlands en þó ætti það að snúast við á sunnudag. Ferða- og ævintýraþyrstur landinn ætti þó ekki að láta of mikið stjórnast af veðrinu heldur pakka vel og skynsamlega, vera við öllu búinn með gleðina og „æj þetta reddast“ viðmót að vopni. Fólk er vissulega misskipulagt þegar kemur að ferðaplönum innanlands og eru einhverjir líklega löngu búnir að ákveða áfangastað helgarinnar á meðan aðrir láta plönin ráðast á síðustu stundu. Þó svo að þessar hefðbundnu útilegur séu vinsælar þessa helgina má ekki gleyma skemmtilegum og sjarmerandi bæjarhátíðunum um land allt þar sem flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá samantekt af helstu bæjarhátíðum helgarinnar og hlekk í ítarlega dagskrá hverrar hátíðar fyrir sig. Írskir dagar á Akranesi Aðsend Ár hvert í byrjun júlí halda Skagamenn hátíðlega svokallaða Írska daga til þess að minnast hinnar keltnesku arfleiðar sinnar og gera sér glaðan dag. Hátíðin er nú haldin í 23. skipti og segir Fríða Kristín Magnúsdóttir í samtali við Vísi að mikill spenningur sé fyrir helginni á meðal bæjarbúa. Já, ég finn fyrir mikilli stemmningu fyrir helginni og hef heyrt að salan á skrauti sé miklu, miklu meiri en í fyrra, en hér í bæ er mikill metnaður lagður í að skreyta hverfin og húsin í írsku fánalitunum. Fríða segir hátíðina fyrst og fremst vera fjölskylduskemmtun og aldurstakmarkið á tjaldsvæðið er 23 ár. Bæjarstjóri Akraness, Sævar Freyr Þráinsson, setur hátíðina fyrir hádegi í dag og er þétt og mikil skemmtidagskrá víðs vegar um bæinn alla helgina. „Tjaldsvæðin eru reyndar alltaf mjög fljót að fyllast á þessari hátíð en fólk er einnig að tjalda mikið í heimahúsum eða finna sér aðrar gistileiðir,“ segir Fríða sem segir Sagamenn að sjálfsgöðu muni taka vel á móti öllum. Keppnin Rauðhærðasti Íslendingurinn hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og fyrir utan landssteinana og segir Fríða mjög efirsótt að taka þátt í keppninni. „Það er alltaf mjög skemmtilegt hversu margir taka þátt í keppninni en verðlaunin eru líka vegleg. Fólk kemur á staðinn, skráir sig til leiks og fær svo númer en við erum með sérstaka dómnefnd sem velur svo sigurvegarann Rauðhærðasti Íslendingurinn.“ Um helgina verður einnig verður mikið um tónleikahald í bænum ástamt fjölbreyttum listasýningum og öðrum menningarviðburðum og segir Fríða því flesta ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hér er hægt að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar. Markaðshelgin í Bolungarvík Aðsend Markaðshelgin í Bolungarvík fór fyrst fram árið 1992 og byrjar formleg dagskrá í dag. „Þetta byrjaði þegar fólk sem var í einhverskonar verslun og þjónustu í bænum kom saman og setti upp útimarkaði. Svo þróaðist þetta með árunum og úr varð þessi skemmtilega bæjarhátíð, segir Helgi Hjálmtýsson í samtali við Vísi. Þó svo að menningarviðburðir setji stóran svip á hátíðina segir Helgi markaðstorgið alltaf standa fyrir sínu og þar sé iðulega hægt að nálgast allt á milli himins og jarðar. Þetta er ótrúlega fjölbreytt, þú getur nálgast heimabakaðar kökur, íslenskt handverk og svo hefur tælenskur matur einnig verið mjög vinsæll á markaðstorginu en það mætti segja að þetta væri kannski svolítið fjölþjóðlegt allt saman. Helgi segir gesti hátíðarinnar yfirleitt vera blöndu af heimamönnum, brottfluttnum Bolvíkingum og nærsveitungum en allir séu að sjálfsögðu mikið velkomnir. Hápunktur hátíðarinnar að mati Helga er í kvöld fimmtudagskvöld þegar virt kammersveit frá Kænugarði í Úkraínu treður upp í íþróttahúsinu í Árbæ. Þetta eru einir færustu tónlistarmenn Úkraínu, kammersveit sem kalla sig Kyiv Soloist, um 20 - 30 manns. Hópurinn hefur verið á ferðalagi um Evrópu síðan áður en að stríðið byrjaði því að þá voru þau á tónleikaferðalagi og hafa ekkert geta snúið aftur til Úkraínu. Kyiv Soloist verða ekki eina erlenda tónlistaratriðið en á laugardeginum mun troða upp lúðrasveitin Banda Músíka Vila de False frá Katalóníu og segir Helgi því fólk geta búist við mikilli hámenningu á Bolungarvík þessa helgina. Hér er hægt að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar. Goslokahátíð Vestmannaeyja Eyjamenn fagna endalokum eldgossins á Heimaey árið 1973 með sérstakri Goslokahátíð en fyrsta hátíðin var haldin ári eftir gosið. „Við erum rosalega spennt að geta haldið þokkalega eðlilega hátíð í ár, án allra takmarkana,“ segir Erna Georgsdóttir í samtali við Vísi. Hún segir mikla stemmningu vera á meðal Eyjamanna fyrir hátíðinni og nú þegar sé að verða uppbókað í gistingu á eyjunni og því hver að vera síðastur að tryggja sér bæði far og gististað. Dagskráin byrjar í dag fimmtudag með opnunum á myndlistarsýningum víðsvegar um eyjuna og segir Erna mjög fjölbreytta og mikla dagskrá verða í boði alla helgina. Það verður vegleg barnadagskrá hjá okkur á föstudag og laugardag og svo eru auðvitað allskonar tónleikar í boði alla helgina en við leggjum alltaf mikið upp úr því að reyna að höfða til sem fjölbreytts hóps. Hápunkt helgarinnar segir Erna að líklega verða útiballið á Skipasandi á bryggjusvæðinu og þar muni verða mikið fjör. „Við finnum alltaf fyrir miklum spenningi fyrir útiballinu sem hefur alltaf verið mjög vel heppnað og mikil stemmning.“ Þetta árið leika fyrir dansi eyjahljómsveitin Merkúr og Selfosssveitin Allt í einu. „Á sunnudaginn er það svo líklega Göngumessan sem stendur upp úr en þá er gengið frá Stafakirkju og um hraunið,“ segir Erna að lokum. Hér er hægt að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar. Bryggjuhátíð Stokkseyrar Aðsend Bryggjuhátíð Stokkseyrar byrjar formlega á morgun föstudag og eru tjaldsvæði bæjarins nú þegar að fyllast að sögn Jasons Orra. „Þetta gengur allt ljómandi vel, það verður skemmtileg og fjölbreytt dagskrá í bænum til sunnudags.“ Jason segir þó nokkuð mikið um að aðfluttir Stokkseyringar komi saman á hátíðinni og noti sumir hverjir jafnvel tækifærið til að halda ættarmót þessa helgi. Þetta er mjög mikil gleði, gömlu Stokkseyringarnir koma saman og það myndast mikil og góð stemmning hér í bænum! Á föstudagskvöldið verður kvöldvaka á bryggjunni sem byrjar á Sirkusi unga fólksins en við tekur svo Bryggjusöngurinn, þar sem verður brenna og blys. „Eftir kvöldvökuna getur svo fullorðna fólkið komið börnunum heim í pössun og komið saman á Draugabarnum þar sem trúbadorinn Ingvar Valgeirs mun halda uppi stuðinu.“ Aðspurður um einhverjar sérstakar hefðir tengdar hátíðinni hlær Jason og segir: Já, við vorum alltaf með fótbolta en þá var skipt niður í lið eftir hverfum og keppt af miklu kappi. En eigum við ekki að segja að keppnisskapið hafi stundum verið helst til mikið hjá sumum svo að það var nú látið niður falla. Hér er hægt að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar. Heim í Búðardal Aðsend Bæjarhátíðin Heim í Búðardal er haldin fyrstu helgina í júlí annað hvert ár, á sléttri tölu og var því síðast haldin árið 2020. Í samtali við Vísi segir Jóhanna María Sigmundsdóttir lokaundirbúning hafa tekist vel og byrjar dagskráin í dag, fimmtudag á sápubolta fyrir krakkana. „Hátíðin hefur alltaf verið mikið sótt og það er eiginlega ótrúlegt að síðast þegar hún var haldin, Covid sumarið 2020, þá urðu öll tjaldsvæðin full og fólk var farið að tjalda á öllum mögulegum stöðum þar sem finna mátti grasblett,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir sem býst við miklum fjölda þetta árið. Hún segir að gestir ættu þó ekki að örvænta því búið sé að bæta við einu nýju tjaldsvæði síðan. „Þá vonandi sleppum við bæjarbúar við það að vakna með einhver tjöld í bakgarðinum í þetta skiptið,“ segir hún og hlær. Hátíðina segir hún vera dæmigerða bæjarhátíð og reynt sé að höfða bæði til fjölskyldufólks og ungs fólks en aldurstakmarkið á böllin eru 18 ár. Aðspurð um hápunkta helgarinnar segist hún ekki geta valið á milli föstudags- eða laugardagskvölds. Sóli Hólm mun vera með uppistand á föstudagskvöldinu og svo verður ball með Herra Hnetusmjör og Stjórninni á laugardagskvöldinu.. Mikill metnaður er lagður í skreytingar í bænum að sögn Jóhönnu og einnig verða veitt verðlaun fyrir Dalamann ársins. Við höfum kallað eftir tilnefningum frá íbúum Dalabyggðar og svo verður valin manneskja sem hefur greinilega látið gott af sér leiða til samfélagsins. Hér er hægt að nálgast alla dagskrá hátíðarinnar.
Akranes Bolungarvík Vestmannaeyjar Árborg Dalabyggð Tengdar fréttir „Excuse me“ lúsmý en hvað eigum við eiginlega að gera? Eins fagnandi og landinn virðist taka sumrinu góða þá viðurkennist það fúslega að þessi litla fluga, sem elskar að næra sig á blóði okkar, er aðeins að drepa stemmninguna. 17. júlí 2021 09:00 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Fleiri fréttir Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Sjá meira
„Excuse me“ lúsmý en hvað eigum við eiginlega að gera? Eins fagnandi og landinn virðist taka sumrinu góða þá viðurkennist það fúslega að þessi litla fluga, sem elskar að næra sig á blóði okkar, er aðeins að drepa stemmninguna. 17. júlí 2021 09:00