Röð hæstaréttardóma grefur undan aðskilnaði ríkis og kirkju Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 11:37 Sex kristilegir íhaldsmenn við Hæstarétt Bandaríkjanna hafa veitt kristilegum íhaldsmönnum stóra pólitíska sigra á síðustu vikum, ekki síst afnám réttar kvenna til þungunarrofs í síðustu viku. AP/Patrick Semansky Hæstiréttur Bandaríkjanna er sagður hafa grafið undan aðskilnaði ríkis og og kirkju sem kveðið er á um í stjórnarskrá með þremur dómum á síðustu tveimur mánuðum. Í þeim nýjasta var íþróttaþjálfari ríkisskóla hafa rétt á að leiða leikmenn sína í bæn. Sex íhaldsmenn við réttinn töldu að opinber framhaldsskóli í Washington-ríki hefðu gert rangt með því að senda kristinn ruðningsþjálfara í leyfi fyrir að biðja út á vellinum eftir leiki. Skólayfirvöld töldu að framferði þjálfarans kynni að stangast á við fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem bannar ríkisyfirvaldi að koma á trú eða hygla einum trúarbrögðum umfram önnur. Töldu dómararnir að þjálfarinn hefði stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá trú sína og að skólinn hefði ekki átt að banna honum það. Þjálfarinn hafi beðið að leikjum loknum þegar honum var frjálst að gera það sem hann vildi. Ekki var eining um staðreyndir málsins. Íhaldsmeirihlutinn taldi að þjálfarinn hefði beðið hljóðlega en minnihlutinn að bænirnar hefðu truflað skólaviðburði. Vitni báru um að nemendum hafi fundist þeir þvingaðir til að taka þátt í bænastundinni. Leiddi þjálfarinn yfirleitt leikmenn sína í bæn að leikjum loknum. In Kennedy v Bremerton, it seems notable that the majority and the dissent aren t able to agree on the facts before them. To the majority, Kennedy was praying quietly during semi-private time; to the dissent, he was causing a disruption to school events. https://t.co/PfcsvtuDUo pic.twitter.com/46agvs0Ybx— southpaw (@nycsouthpaw) June 27, 2022 Í síðustu viku lagði rétturinn blessun sína yfir að peningar skattgreiðenda væru notaðir til að fjármagna starfsemi trúarlegra skóla og í maí sagði hann að kristinn hópur sem vildi flagga fána með kristnum fána við ráðhúsið í Boston í tengslum við verkefni sem átti að stuðla að fjölbreytni og umburðarlyndi á meðal borgarbúa ætti rétt á því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan bendir á að íhaldsdómararnir sex við réttinn hafi allir farið í kaþólska skóla en frjálslyndu dómararnir þrír opinbera framhaldsskóla. Aðskilnaður ríkis og kirkju verði að stjórnarskrárbroti Michael Dorf, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla, segir að íhaldsmennirnir við réttinn virðist hafa miklar efasemdir um veraldarhyggju stjórnvalda. „Þeir líta svo á að veraldarhyggja, sem í frjálslynda hluta heimsins hefur verið skilin sem hlutleysi um aldir, sé sjálf í eðli sínu mismunun gegn trúarbrögðum,“ segir Dorf. Þannig hafa dómararnir í þessum þremur málum talið að gjörðir ríkisins til að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju með vísun til stjórnarskrárinnar hafi brotið á tjáningar- og trúfrelsi sem einnig er tryggt í sama fyrsta viðauka hennar. Við þessu varaði Sonia Sotomayor, einn frjálslyndu dómaranna þriggja við réttinn, í minnihlutaáliti sínu í máli ruðningsþjálfarans. Þessi nálgun íhaldsmannanna leiði til þess að aðskilnaður ríkis og kirkju verði túlkaður sem stjórnarskrárbrot. Sumir óttast nú að fordæmi Hæstaréttarins um að bænir í opinberum skólum séu bannaðar frá 1962 kunni að vera í hættu næst. „Þetta eru alveg nýjar dyr sem rétturinn hefur opnað á hvað kennarar, þjálfarar og ríkisstarfsmenn mega gera þegar kemur að því að boða börnum trú,“ segir Nick Little, lögfræðingur fyrir Center for Inquiry, samtaka sem tala fyrir veraldarhyggju og vísindum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sex íhaldsmenn við réttinn töldu að opinber framhaldsskóli í Washington-ríki hefðu gert rangt með því að senda kristinn ruðningsþjálfara í leyfi fyrir að biðja út á vellinum eftir leiki. Skólayfirvöld töldu að framferði þjálfarans kynni að stangast á við fyrsta viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem bannar ríkisyfirvaldi að koma á trú eða hygla einum trúarbrögðum umfram önnur. Töldu dómararnir að þjálfarinn hefði stjórnarskrárvarinn rétt til að tjá trú sína og að skólinn hefði ekki átt að banna honum það. Þjálfarinn hafi beðið að leikjum loknum þegar honum var frjálst að gera það sem hann vildi. Ekki var eining um staðreyndir málsins. Íhaldsmeirihlutinn taldi að þjálfarinn hefði beðið hljóðlega en minnihlutinn að bænirnar hefðu truflað skólaviðburði. Vitni báru um að nemendum hafi fundist þeir þvingaðir til að taka þátt í bænastundinni. Leiddi þjálfarinn yfirleitt leikmenn sína í bæn að leikjum loknum. In Kennedy v Bremerton, it seems notable that the majority and the dissent aren t able to agree on the facts before them. To the majority, Kennedy was praying quietly during semi-private time; to the dissent, he was causing a disruption to school events. https://t.co/PfcsvtuDUo pic.twitter.com/46agvs0Ybx— southpaw (@nycsouthpaw) June 27, 2022 Í síðustu viku lagði rétturinn blessun sína yfir að peningar skattgreiðenda væru notaðir til að fjármagna starfsemi trúarlegra skóla og í maí sagði hann að kristinn hópur sem vildi flagga fána með kristnum fána við ráðhúsið í Boston í tengslum við verkefni sem átti að stuðla að fjölbreytni og umburðarlyndi á meðal borgarbúa ætti rétt á því, að sögn Reuters-fréttastofunnar. AP-fréttastofan bendir á að íhaldsdómararnir sex við réttinn hafi allir farið í kaþólska skóla en frjálslyndu dómararnir þrír opinbera framhaldsskóla. Aðskilnaður ríkis og kirkju verði að stjórnarskrárbroti Michael Dorf, prófessor í lögfræði við Cornell-háskóla, segir að íhaldsmennirnir við réttinn virðist hafa miklar efasemdir um veraldarhyggju stjórnvalda. „Þeir líta svo á að veraldarhyggja, sem í frjálslynda hluta heimsins hefur verið skilin sem hlutleysi um aldir, sé sjálf í eðli sínu mismunun gegn trúarbrögðum,“ segir Dorf. Þannig hafa dómararnir í þessum þremur málum talið að gjörðir ríkisins til að tryggja aðskilnað ríkis og kirkju með vísun til stjórnarskrárinnar hafi brotið á tjáningar- og trúfrelsi sem einnig er tryggt í sama fyrsta viðauka hennar. Við þessu varaði Sonia Sotomayor, einn frjálslyndu dómaranna þriggja við réttinn, í minnihlutaáliti sínu í máli ruðningsþjálfarans. Þessi nálgun íhaldsmannanna leiði til þess að aðskilnaður ríkis og kirkju verði túlkaður sem stjórnarskrárbrot. Sumir óttast nú að fordæmi Hæstaréttarins um að bænir í opinberum skólum séu bannaðar frá 1962 kunni að vera í hættu næst. „Þetta eru alveg nýjar dyr sem rétturinn hefur opnað á hvað kennarar, þjálfarar og ríkisstarfsmenn mega gera þegar kemur að því að boða börnum trú,“ segir Nick Little, lögfræðingur fyrir Center for Inquiry, samtaka sem tala fyrir veraldarhyggju og vísindum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Trúmál Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira