Breytinga að vænta hjá glerslípurum, hljóðfærasmiðum og feldskerum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2022 10:26 Hljóðfærasmíði verður ekki löggilt iðngrein á Íslandi nái breytingarnar fram að ganga. Feature China/Future Publishing via Getty Images) Löggilding í iðngreinunum feldskurði, glerslípun og speglagerð, hljóðfærasmíði, myndskurði, málmsteypu, mótasmíði, leturgreftri, hattasaumi og kæli- og frystivélavirkjum gæti heyrt sögunni til á næstu mánuðum nái ný reglugerð fram að ganga. Í samráðsgátt stjórnvalda liggur nú frammi tillaga um breytingu á reglugerð um löggiltar iðngreinar, þar sem lagt er til að fella niður löggildingu í níu iðngreinum og fella átta aðrar iðngreinar undir samkynja iðngreinar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að rökstuðningurinn fyrir þessum breytingum sé á þá leið að greinarnar hafi tekið slíkum breytingum að forsendur séu ekki lengur til staðar fyrir löggildingu þeirra og að hún verði ekki rökstudd með vísan til almannahagsmuna. Sumar iðngreinarnar ekki kenndar hér á landi um árabil Í hinum níu iðngreinum sem taldar voru fram í upphafi fréttarinnar er ekki til námskrá og hafa þær ekki verið kenndar hér á landi í tuttugu ár eða lengur. Til að mynda hefur ekkert sveinspróf verið tekið í hattasaumi á Íslandi frá árinu 1958. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ræddi tillöguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún ýmsar ástæður vera fyrir þessum fyrirhuguðu breytingum. Við erum að taka hér sautján iðngreinar þar sem eru kannski áratugir síðan síðast var gefið út sveinspróf, námið er ekki kennt á Íslandi og erlendir nemar, til dæmis ungt fólk sem kemur heim eftir nám erlendis, ekki er hægt að meta það vegna þess að þú þarft að meta gagnvart íslensku námi, sagði Áslaug Arna. Hægt er að skila inn athugasemdum við tillöguna í samráðsgáttinni. Sagði Áslaug Arna að í framhaldinu verði farið yfir athugasemdirnar. „Í kjölfarið á þessu mun hefjast stærra samráð við iðnaðinn, með Samtökum iðnaðarins og annarra iðngreina um framtíð þeirra.“ Að auki falla átta löggildingar niður og sameinast öðrum. Hingað til hafa klæðskurður karla og kvenna verið aðskildar greinar sem heyra undir yfirflokkinn klæðskurð. Þar sem námskrá býður aðeins upp á nám í alhliða klæðskurði, og sú grein reglulega kennd síðustu ár, er lagt til að greinarnar klæðskurður karla og klæðskurður kvenna sameinist í reglugerðinni undir heitinu klæðaskurður. Skipa- og bátasmíð sameinast húsasmíði nái tillögurnar fram að ganga.Vísir/Vilhelm Álíka fyrirkomulag er lagt til þegar kemur að skósmíðaiðn í hverri engin sveinspróf hafa nokkru sinni verið skráð en undirflokkarnir skósmíði annars vegar og skóviðgerðir hins vegar tilheyra. Því er sameining þessara flokka við yfirgreinina skósmíðaiðn lögð til. Eitt sveinspróf skráð í skipa- og bátasmíði árið 2020 Í ljósi þeirrar almennu reglu sem áratugum saman hefur verið í gildi milli trésmiða og tréskipasmiða að einstaklingar með iðnréttindi í húsasmíði annars vegar og skipa- og bátasmíði hins vegar hafi í gegn um tíðina gengið óáreittir í störf hvors annars er lagt til að síðarnefnda greinin verði sameinuð húsasmíði og greinin þar með lögð niður sem starfsgrein. Þess má geta að eitt sveinspróf var skráð í skipa- og bátasmíði árið 2020 en þar til hafði slíkt ekki verið skráð síðan 1994. Tuttugu ár eru síðan sveinspróf voru síðast skráð í stálskipasmíði og stálvirkjasmíði. Greinarnar eru ekki lengur kenndar sem sérgreinar heldur eru þær hluti af námi í stálsmíði. Er því lagt til að þær verði sameinaðar undir yfirgreininni stálsmíði. Að lokum er lagt til að sérgreinarnar almenn ljósmyndun og persónuljósmyndun verði sameinaðar undir yfirheitinu ljósmyndun þar sem þær eru ekki lengur kenndar sem sérgreinar hér á landi. Samkvæmt námskrá er aðeins boðið upp á nám í ljósmyndun. Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda liggur nú frammi tillaga um breytingu á reglugerð um löggiltar iðngreinar, þar sem lagt er til að fella niður löggildingu í níu iðngreinum og fella átta aðrar iðngreinar undir samkynja iðngreinar. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins kemur fram að rökstuðningurinn fyrir þessum breytingum sé á þá leið að greinarnar hafi tekið slíkum breytingum að forsendur séu ekki lengur til staðar fyrir löggildingu þeirra og að hún verði ekki rökstudd með vísan til almannahagsmuna. Sumar iðngreinarnar ekki kenndar hér á landi um árabil Í hinum níu iðngreinum sem taldar voru fram í upphafi fréttarinnar er ekki til námskrá og hafa þær ekki verið kenndar hér á landi í tuttugu ár eða lengur. Til að mynda hefur ekkert sveinspróf verið tekið í hattasaumi á Íslandi frá árinu 1958. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ræddi tillöguna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hún ýmsar ástæður vera fyrir þessum fyrirhuguðu breytingum. Við erum að taka hér sautján iðngreinar þar sem eru kannski áratugir síðan síðast var gefið út sveinspróf, námið er ekki kennt á Íslandi og erlendir nemar, til dæmis ungt fólk sem kemur heim eftir nám erlendis, ekki er hægt að meta það vegna þess að þú þarft að meta gagnvart íslensku námi, sagði Áslaug Arna. Hægt er að skila inn athugasemdum við tillöguna í samráðsgáttinni. Sagði Áslaug Arna að í framhaldinu verði farið yfir athugasemdirnar. „Í kjölfarið á þessu mun hefjast stærra samráð við iðnaðinn, með Samtökum iðnaðarins og annarra iðngreina um framtíð þeirra.“ Að auki falla átta löggildingar niður og sameinast öðrum. Hingað til hafa klæðskurður karla og kvenna verið aðskildar greinar sem heyra undir yfirflokkinn klæðskurð. Þar sem námskrá býður aðeins upp á nám í alhliða klæðskurði, og sú grein reglulega kennd síðustu ár, er lagt til að greinarnar klæðskurður karla og klæðskurður kvenna sameinist í reglugerðinni undir heitinu klæðaskurður. Skipa- og bátasmíð sameinast húsasmíði nái tillögurnar fram að ganga.Vísir/Vilhelm Álíka fyrirkomulag er lagt til þegar kemur að skósmíðaiðn í hverri engin sveinspróf hafa nokkru sinni verið skráð en undirflokkarnir skósmíði annars vegar og skóviðgerðir hins vegar tilheyra. Því er sameining þessara flokka við yfirgreinina skósmíðaiðn lögð til. Eitt sveinspróf skráð í skipa- og bátasmíði árið 2020 Í ljósi þeirrar almennu reglu sem áratugum saman hefur verið í gildi milli trésmiða og tréskipasmiða að einstaklingar með iðnréttindi í húsasmíði annars vegar og skipa- og bátasmíði hins vegar hafi í gegn um tíðina gengið óáreittir í störf hvors annars er lagt til að síðarnefnda greinin verði sameinuð húsasmíði og greinin þar með lögð niður sem starfsgrein. Þess má geta að eitt sveinspróf var skráð í skipa- og bátasmíði árið 2020 en þar til hafði slíkt ekki verið skráð síðan 1994. Tuttugu ár eru síðan sveinspróf voru síðast skráð í stálskipasmíði og stálvirkjasmíði. Greinarnar eru ekki lengur kenndar sem sérgreinar heldur eru þær hluti af námi í stálsmíði. Er því lagt til að þær verði sameinaðar undir yfirgreininni stálsmíði. Að lokum er lagt til að sérgreinarnar almenn ljósmyndun og persónuljósmyndun verði sameinaðar undir yfirheitinu ljósmyndun þar sem þær eru ekki lengur kenndar sem sérgreinar hér á landi. Samkvæmt námskrá er aðeins boðið upp á nám í ljósmyndun.
Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira