Fíllinn Happy telst ekki gæddur mannlegum eiginleikum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. júní 2022 14:31 Fílarnir í dýragarðinum í Bronx áður en þeir voru aðskildir. Wikimedia Commons Hinn fimmtugi fíll Happy þarf áfram að dvelja í dýragarðinum í Bronx í New York eftir að æðsti dómstóll borgarinnar hafnaði kröfu dýravernarsamtaka um að honum yrði sleppt á þeim forsendum að Happy deildi vitrænum eiginleikum með mannfólkinu, eins og það var orðað í kröfugerðinnni. Dómararnir voru ekki einróma í afstöðu sinni, 5 stóðu að meirihlutaálitinu, en 2 vildu fallast á rök dýraverndunarsamtakanna Nonhuman Rights Project. Hættulegt fordæmi Þau telja að Happy, sem er orðinn 51 árs, sé haldið föngnum ólöglega. Forseti dómsins, Janet DiFiore, segir að ekki leiki vafi á því að fílar séu gáfaðar skepnur, sem eigi skilið vernd og ástúð. Hins vegar eigi þeir ekki rétt á því að vera sleppt úr haldi á þeim forsendum að þeir séu gæddir mannlegum eiginleikum. Þá benti dómarinn á að ef fallist yrði á kröfur samtakanna þá væri gefið fordæmi sem ekki væri hægt að sjá fyrir endann á. Hugsanlega yrði að sleppa þúsundum gæludýra lausum sem og húsdýrum sem notuð væru í landbúnaði eða þjónustustörfum. Til að mynda þyrfti hugsanlega að sleppa lausum öllum þeim hestum sem notaðir eru til að aka ferðamönnum um Central Park garðinn í New York og þar með yrði stór hópur kerrustjóra atvinnulaus. Áralöng barátta Barátta dýraverndarsamtakanna hefur nú staðið í 4 ár, en þau töpuðu málinu á tveimur lægri dómstigum. Þau vilja að Happy verði búið heimili í öðru af tveimur athvörfum fyrir þykkskinnunga sem finnast í Bandaríkjunum. Happy hafi í 40 ár þurft að gera sér að góðu þröngar vistarverur dýragarðsins, í þokkabót aðskilinn frá öðrum fílum garðsins. Hann sé því í raun fangi í dýragarðinum. Annar dómaranna sem skilaði minnihlutaáliti sagði í greinargerð sinni að það sem ylli honum mestu áhyggjum væri að með því að neita dýrum um ákveðin grundvallarréttindi þá væri um leið verið að svipta manninn hæfileikanum og getunni til að sýna öðrum lifandi verum skilning, samúð og ástúð. Dýr Bandaríkin Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Dómararnir voru ekki einróma í afstöðu sinni, 5 stóðu að meirihlutaálitinu, en 2 vildu fallast á rök dýraverndunarsamtakanna Nonhuman Rights Project. Hættulegt fordæmi Þau telja að Happy, sem er orðinn 51 árs, sé haldið föngnum ólöglega. Forseti dómsins, Janet DiFiore, segir að ekki leiki vafi á því að fílar séu gáfaðar skepnur, sem eigi skilið vernd og ástúð. Hins vegar eigi þeir ekki rétt á því að vera sleppt úr haldi á þeim forsendum að þeir séu gæddir mannlegum eiginleikum. Þá benti dómarinn á að ef fallist yrði á kröfur samtakanna þá væri gefið fordæmi sem ekki væri hægt að sjá fyrir endann á. Hugsanlega yrði að sleppa þúsundum gæludýra lausum sem og húsdýrum sem notuð væru í landbúnaði eða þjónustustörfum. Til að mynda þyrfti hugsanlega að sleppa lausum öllum þeim hestum sem notaðir eru til að aka ferðamönnum um Central Park garðinn í New York og þar með yrði stór hópur kerrustjóra atvinnulaus. Áralöng barátta Barátta dýraverndarsamtakanna hefur nú staðið í 4 ár, en þau töpuðu málinu á tveimur lægri dómstigum. Þau vilja að Happy verði búið heimili í öðru af tveimur athvörfum fyrir þykkskinnunga sem finnast í Bandaríkjunum. Happy hafi í 40 ár þurft að gera sér að góðu þröngar vistarverur dýragarðsins, í þokkabót aðskilinn frá öðrum fílum garðsins. Hann sé því í raun fangi í dýragarðinum. Annar dómaranna sem skilaði minnihlutaáliti sagði í greinargerð sinni að það sem ylli honum mestu áhyggjum væri að með því að neita dýrum um ákveðin grundvallarréttindi þá væri um leið verið að svipta manninn hæfileikanum og getunni til að sýna öðrum lifandi verum skilning, samúð og ástúð.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Innlent Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Erlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira