Erlent

Loðfílskálfur fannst í sífrera í Júkon

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Stjórnvöld í Júkon segja loðfílskálfinn vera þann best varðveitta sem fundist hefur í Norður-Ameríku.
Stjórnvöld í Júkon segja loðfílskálfinn vera þann best varðveitta sem fundist hefur í Norður-Ameríku. Stjórnvöld í Júkon og Trʼondëk Hwëchʼin - Getty/Mark Stevens/500px

Námumenn sem voru við störf í Júkon í Kanada fundu fornleifar loðfílskálfs þegar þeir grófu í gegnum sífrera nú á þriðjudag. Loðfílskálfurinn er talinn hafa frosið á ísöld fyrir meira en 30.000 árum síðan.

Fornleifafundurinn er sagður vera mjög sjaldgæfur jafnvel þegar frægð Júkon fyrir fornleifafundi, þá sérstaklega frá ísöld, er tekin til greina. Þetta kemur fram í umfjöllun CBS News. Loðfíllinn er sá best varðveitti sem hefur fundist í Norður-Ameríku samkvæmt tilkynningu yfirvalda á svæðinu.

Við nánari athugun telja yfirvöld í Júkon að fílskálfurinn sé kvenkyns en hann er af svipaðri stærð og 42.000 ára gamli loðfílskálfurinn sem fannst í Síberíu árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×