Erlent

Zelensky ávarpar gesti Glastonbury

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Zelensky ávarpar gesti á Glastonbury tónlistarhátíðinni í dag.
Zelensky ávarpar gesti á Glastonbury tónlistarhátíðinni í dag. EPA/JON ROWLEY

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu ávarpaði gesti Glastonbury fyrr í dag. Zelensky birtist í formi upptöku áður en hljómsveitin The Libertines hóf flutning sinn. Hann hvatti áhorfendur til þess að beita stjórnmálafólk þrýstingi.

Glastonbury tónlistarhátíðin hófst í dag með látum en hátíðin er nú haldin í fyrsta sinn síðan Covid-19 faraldurinn setti mark sitt á heimsbyggðina. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu lét sig ekki vanta á hátíðina. Í upptöku af ávarpi sínu hvetur hann gesti Glastonbury til þess að hjálpa Úkraínubúum sem hafi neyðst til þess að flýja heimili sín vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og beita stjórnmálafólk þrýstingi. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC.

Zelensky bað áhorfendur um að sanna að frelsið sigri alltaf. 

Hlusta má á ræðu Zelensky hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×