Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 14:23 Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Í meirihlutaáliti fimm íhaldssamra dómara við réttinn skrifar Samuel Alito að dómurinn í máli Roe gegn Wade hafi verið algerlega rangur frá upphafi. Rökstuðningur hans hafi verið sérstaklega veikur og að hann hafi haft skaðlegar afleiðingar. Tími væri kominn til þess að hlýða stjórnarskránni og vísa málefninu til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Frjálslyndu dómararnir þrír sögðu réttinn svíkja grundvallarhugsjónir sínar með dómnum í dag. Dómurinn hefur áhrif samstundis í fjölda ríkja. Á annan tug þeirra hafa nú þegar lög sem virkja bann eða verulegar takmarkanir á þungunarrof þegar Hæstiréttur hefur snúið við Roe gegn Wade. AP-fréttastofan segir að dómurinn leiði líklega til þess að þungunarrof verði bannað í helmingi ríkja Bandaríkjanna. Af dómurunum fimm sem stóðu að meirihlutaálitinu eru fjórir karlar en ein kona. Auk Alito skrifuðu Brett Kavanaugh, Amy Coney Barrett, Clarence Thomas og Neil Gorsuch undir álitið. Donald Trump skipaði þrjú þeirra. John Roberts, forseti réttarins og sjötti íhaldsmaðurinn, tók undir meirihlutaálitið að hluta. Hann vildi þó aðeins staðfesta lögin frá Mississippi en ekki ganga svo langt að afnema með öllu réttinn til þungunarrofs. Í samræmi við leka á meirihlutaáliti Dómurinn kemur ekki á óvart þar sem efni meirihlutaálitsins var lekið í fjölmiðla í síðasta mánuði. Rannsókn stendur enn yfir á uppruna lekans. Samkvæmt fordæmi Roe gegn Wade áttu konur rétt á að gangast undir þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, yfirleitt í kringum 24 viku. Undanfarin ár hafa ríki þar sem repúblikanar fara með völd sett upp sífellt strangari takmarkanir á þungunarrof. Miklar vangaveltur voru uppi um að Hæstiréttur myndi næst snúa við Roe gegn Wade eftir að íhaldssamir dómarar leyfðu lögum frá Texas að standa þrátt fyrir að þau bönnuðu þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru barnshafandi. Niðurstaðan í dag er stórsigur fyrir andstæðinga þungunarrofs og kristilega íhaldsmenn sem hafa um áratugaskeið barist gegn því. Þeir hafa nú um nokkurt skeið eygt möguleikann á að Hæstiréttur afnæmi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í réttinum í forsetatíð Donalds Trump. Fréttin hefur verið uppfærð til að skýra hvernig akvæði féllu í Hæstarétti. Fimm dómarar af níu greiddu atkvæði með því að snúa við Roe gegn Wade. Sex af níu greiddu atkvæði með því að staðfesta þungunartakmarkanir Mississippi-ríkis. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Í meirihlutaáliti fimm íhaldssamra dómara við réttinn skrifar Samuel Alito að dómurinn í máli Roe gegn Wade hafi verið algerlega rangur frá upphafi. Rökstuðningur hans hafi verið sérstaklega veikur og að hann hafi haft skaðlegar afleiðingar. Tími væri kominn til þess að hlýða stjórnarskránni og vísa málefninu til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Frjálslyndu dómararnir þrír sögðu réttinn svíkja grundvallarhugsjónir sínar með dómnum í dag. Dómurinn hefur áhrif samstundis í fjölda ríkja. Á annan tug þeirra hafa nú þegar lög sem virkja bann eða verulegar takmarkanir á þungunarrof þegar Hæstiréttur hefur snúið við Roe gegn Wade. AP-fréttastofan segir að dómurinn leiði líklega til þess að þungunarrof verði bannað í helmingi ríkja Bandaríkjanna. Af dómurunum fimm sem stóðu að meirihlutaálitinu eru fjórir karlar en ein kona. Auk Alito skrifuðu Brett Kavanaugh, Amy Coney Barrett, Clarence Thomas og Neil Gorsuch undir álitið. Donald Trump skipaði þrjú þeirra. John Roberts, forseti réttarins og sjötti íhaldsmaðurinn, tók undir meirihlutaálitið að hluta. Hann vildi þó aðeins staðfesta lögin frá Mississippi en ekki ganga svo langt að afnema með öllu réttinn til þungunarrofs. Í samræmi við leka á meirihlutaáliti Dómurinn kemur ekki á óvart þar sem efni meirihlutaálitsins var lekið í fjölmiðla í síðasta mánuði. Rannsókn stendur enn yfir á uppruna lekans. Samkvæmt fordæmi Roe gegn Wade áttu konur rétt á að gangast undir þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, yfirleitt í kringum 24 viku. Undanfarin ár hafa ríki þar sem repúblikanar fara með völd sett upp sífellt strangari takmarkanir á þungunarrof. Miklar vangaveltur voru uppi um að Hæstiréttur myndi næst snúa við Roe gegn Wade eftir að íhaldssamir dómarar leyfðu lögum frá Texas að standa þrátt fyrir að þau bönnuðu þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru barnshafandi. Niðurstaðan í dag er stórsigur fyrir andstæðinga þungunarrofs og kristilega íhaldsmenn sem hafa um áratugaskeið barist gegn því. Þeir hafa nú um nokkurt skeið eygt möguleikann á að Hæstiréttur afnæmi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í réttinum í forsetatíð Donalds Trump. Fréttin hefur verið uppfærð til að skýra hvernig akvæði féllu í Hæstarétti. Fimm dómarar af níu greiddu atkvæði með því að snúa við Roe gegn Wade. Sex af níu greiddu atkvæði með því að staðfesta þungunartakmarkanir Mississippi-ríkis.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53