„Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Snorri Másson skrifar 24. júní 2022 12:33 Sigursteinn Másson segir hvalveiðar Íslendinga í raun bara hvalveiðar eins manns, Kristjáns Loftssonar. Mynd af hval er úr safni, en tveir hafa þegar veiðst á þessari vertíð. samsett Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. Hvalurinn var dreginn upp á vinnsluplan hvalstöðvarinnar á áttunda tímanum í morgun. Tók það starfsmenn Hvals hf. um fjórar klukkustundir að gera að honum og lauk því verki laust fyrir hádegi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins segir hvalveiðarnar úrelta ævintýramennsku sem þjóni bara þrjóskukasti eins manns, Kristjáns Loftssonar. Heimilt er að veiða hátt í 200 hvali á Íslandsmiðum í sumar og Hvalur hf. er einn um hituna. Þar er Kristján Loftsson útgerðarmaður í stafni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við hann í vikunni: Ferðaþjónustan segir að þetta skaði ímynd Íslands og orðspor. Hefuðrðu áhyggjur af því? „Nei ég held að þeir skaði sig sjálfan sig bara mest með þessu kjaftæði. Ef þú skoðar tölurnar hjá þeim þá heldur þetta ekkert vatni hjá þeim. Ekki neitt,“ sagði Kristján Loftsson. „Heimurinn er á móti þessu“ Þetta er ekki óumdeilt. Ekki aðeins stríða hvalveiðar að mati náttúruverndarsamtaka gegn sjónarmiðum um vernd viðkvæmra dýrategunda, heldur er að auki óljóst hver markaðurinn er fyrir þessu. Sigursteinn Másson hefur lengi barist gegn hvalveiðum.Facebook „Ég get ekki séð að Kristján Loftsson, sem hefur á síðustu árum verið algerlega háður Rússum með flutning á kjötinu í gegnum Norður-Íshafið til Japan, að hann geti verið að fara sömu leið þar. Aðrar leiðir eru honum lokaðar,“ segir Sigursteinn Másson, ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. „Þannig að heimurinn er á móti þessu. Og hann er stöðugt á flótta við að reyna að koma þessu eitthvert,“ segir Sigursteinn. Kristján Loftsson að einangrast Sigursteinn segir eftirliti mjög ábótavant með þessum veiðum. Íslendingar séu eina þjóð heims sem enn stundi stórhvalaveiðar og raunar séu það ekki Íslendingar, heldur bara þessi eini maður. „Það er greinilegt að Kristján Loftsson er ekki bara búinn að einangrast á alþjóðavettvangi, sem hann hefur sannarlega gert, og þar með valdið Íslandi alls konar vandræðum í alþjóðastjórnmálum, heldur er hann líka búinn að einangrast innanlands. Þá er auðvitað bara spurningin hvort það þurfi ekki einhver að banka í öxlina á honum,“ segir Sigursteinn. Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi þingmaður skrifar að skrýtið sé að hér séu leyfðar stórhvalaveiðar á næststærsta dýri jarðar, sem notabene sé í útrýmingarhættu á heimsválista. Það gangi ekki að réttlæta veiðarnar með þeim rökum að hér við Íslandsstrendur sé nóg af hvölum. Það sé svipað því að réttlæta dráp á órangútönum í Borneo, því þar sé apana helst að finna. Hinn hvalbáturinn, Hvalur 8, hélt á hvalaslóð um 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrradag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann einnig búinn að veiða hval og lagður af stað áleiðis til lands. Hvalveiðar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Hvalurinn var dreginn upp á vinnsluplan hvalstöðvarinnar á áttunda tímanum í morgun. Tók það starfsmenn Hvals hf. um fjórar klukkustundir að gera að honum og lauk því verki laust fyrir hádegi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins segir hvalveiðarnar úrelta ævintýramennsku sem þjóni bara þrjóskukasti eins manns, Kristjáns Loftssonar. Heimilt er að veiða hátt í 200 hvali á Íslandsmiðum í sumar og Hvalur hf. er einn um hituna. Þar er Kristján Loftsson útgerðarmaður í stafni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við hann í vikunni: Ferðaþjónustan segir að þetta skaði ímynd Íslands og orðspor. Hefuðrðu áhyggjur af því? „Nei ég held að þeir skaði sig sjálfan sig bara mest með þessu kjaftæði. Ef þú skoðar tölurnar hjá þeim þá heldur þetta ekkert vatni hjá þeim. Ekki neitt,“ sagði Kristján Loftsson. „Heimurinn er á móti þessu“ Þetta er ekki óumdeilt. Ekki aðeins stríða hvalveiðar að mati náttúruverndarsamtaka gegn sjónarmiðum um vernd viðkvæmra dýrategunda, heldur er að auki óljóst hver markaðurinn er fyrir þessu. Sigursteinn Másson hefur lengi barist gegn hvalveiðum.Facebook „Ég get ekki séð að Kristján Loftsson, sem hefur á síðustu árum verið algerlega háður Rússum með flutning á kjötinu í gegnum Norður-Íshafið til Japan, að hann geti verið að fara sömu leið þar. Aðrar leiðir eru honum lokaðar,“ segir Sigursteinn Másson, ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. „Þannig að heimurinn er á móti þessu. Og hann er stöðugt á flótta við að reyna að koma þessu eitthvert,“ segir Sigursteinn. Kristján Loftsson að einangrast Sigursteinn segir eftirliti mjög ábótavant með þessum veiðum. Íslendingar séu eina þjóð heims sem enn stundi stórhvalaveiðar og raunar séu það ekki Íslendingar, heldur bara þessi eini maður. „Það er greinilegt að Kristján Loftsson er ekki bara búinn að einangrast á alþjóðavettvangi, sem hann hefur sannarlega gert, og þar með valdið Íslandi alls konar vandræðum í alþjóðastjórnmálum, heldur er hann líka búinn að einangrast innanlands. Þá er auðvitað bara spurningin hvort það þurfi ekki einhver að banka í öxlina á honum,“ segir Sigursteinn. Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi þingmaður skrifar að skrýtið sé að hér séu leyfðar stórhvalaveiðar á næststærsta dýri jarðar, sem notabene sé í útrýmingarhættu á heimsválista. Það gangi ekki að réttlæta veiðarnar með þeim rökum að hér við Íslandsstrendur sé nóg af hvölum. Það sé svipað því að réttlæta dráp á órangútönum í Borneo, því þar sé apana helst að finna. Hinn hvalbáturinn, Hvalur 8, hélt á hvalaslóð um 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrradag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann einnig búinn að veiða hval og lagður af stað áleiðis til lands.
Hvalveiðar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira