Óskiljanlegt Einar Helgason skrifar 24. júní 2022 12:30 Það er margt í þessum heimi sem maður ekki skilur og allra síst í íslensku þjóðlífi. Ég botna til dæmis ekkert í íslenskri verkalýðsforystu sem virðist berjast af heilum hug fyrir bættum hag félagsmanna sinna. Aldrei nokkurn tímann hef ég heyrt þessa forkólfa tala um að Íslensk alþýða gæti öðlast stöðuleika og meira öryggi með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í fyllingu tímans. Getur það verið að þessir forkólfar hafi aldrei heyrt talað um að vextir og lánakjör til húsnæðiskaupa á evrusvæðinu sé mun manneskulegri en á Íslandi. Er það hugsanlegt að þeir viti ekkert um að Íslenska krónan heldur allri alþýðu manna á Íslandi í fjötrum sérhagsmuna þar sem örfá fyrirtæki skipta markaðnum á milli sín. Hafa þeir ekki hugmynd um að tryggingar á heimilisbílnum er uppundir helmingi ódýrari á evrusvæðinu. Vita þeir ekkert um að Íslenskir bankar sjúga sig fasta á Íslenska alþýðu eins og blóðsugur og taka gjald fyrir þjónustu sína sem er einhver sú dýrasta í vestrænum heimi. Ég byrjaði þessar hugleiðingar mínar á því að tala um það sem mér finnst óskiljanlegt í íslensku þjóðlífi. Og kannski er það bara svo að ég sé svona heimskur að ég hafi ekki skilning á Íslenskum veruleika. Kannski er forystufólk fyrir Íslenskum verkalýð í þeim flokki að vera uppfullir af þjóðrembu og telja að við eigum ekki að koma nálægt þeim félagsskap því þá missum við sjálfstæðið. En auðvita hljómar það eins og öfugmæli þegar við verðum að hlíta öllum reglugerðum sem kemur frá Evrópusambandinu en taka ekki þátt í að móta þær með öðrum frjálsum þjóðum í Evrópu. Eða finnst kannski forystufólki fyrir Íslenskum verkalýð þetta brjálæði með Íslensku krónuna vera í fínu lagi og bara eðlilegur liður í Íslensku samfélagi þar sem ráðamenn og seðlabanki geta breitt kjörum venjulegs fólks með einu pennastriki. Það má kannski segja að þau uppveðrist og finni til sín í hvert sinn sem vöxtum á lánum er breitt og þá geta þau gjammað í fjölmiðla. En fyrst ég er farin að tala um Evrópusambandið og að Ísland gerst þar fullgildur aðili þá get ég ekki hætt þessum skrifum án þess að minnast á íslenska stjórnmálaflokka. Fyrir einhverjum árum var krataflokkur stofnaður á Íslandi og átti að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem hér er búin að vera við völd meira og minna í hundrað ár. En við vitum öll að sá flokkur stendur dyggilegan vörð um sérhagsmunaöflin í þjóðfélaginu og um leið þessa handónýtu krónu. En Samfylkingin hafði í byrjun á sinni stefnuskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu sem þeir töldu réttilega að væri til hagsbóta fyrir þjóðfélagið. En hver fjandinn skeði? Nú heyrist ekki bofs frá þeim flokki þrátt fyrir að stuðningur við þetta mál hafi stóraukist meðal annars út af þessari morðárás Rússa á Úkraínu. Það er eins og fyrstu drögin í stefnuskrá þessa flokks hafi tínst og ekki fundist aftur. Og mér er minnisstætt að það var talað við einn frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og hún spurð út í þessi mál (Þórunn Sveinbjarnardóttir) og virtist hún koma af fjöllum. Hún reyndar svaraði með annarri spurningu og spurði hálfundrandi hvort einhver á Íslandi væri að hugsa um þau mál núna. Ef þetta er skoðun allra þingmanna Samfylkingarinnar að þegja mál í hel ef þau eru ekki í almennri umræðu þrátt fyrir að þau séu í upphaflegri stefnuskrá þeirra þá er þetta ekki flokkur sem er þess virði að fylgja að málum. Ég reikna með að það dyljist engum sem lesið hafa þessar línur að ég er stuðningsmaður þess að Ísland gerist fullgildur aðili að Evrópusambandinu. Ekki eingöngu fyrir þá vonarglætu að einhver festa komist á fjármál venjulegs fólks á Íslandi í stað þess að það veltist um í einhverjum hoppukastala óstöðuleika sem það hefur enga stjórn á. Heldur fyrir það að Evrópusambandið er fyrst og fremst friðar og mannúðarsamband sem Ísland á heima í sem fullgildur aðili. Mér finnst það ekki stórmannlegt af lítilli frekjuþjóð norður í ballarhafi að reyna troðast sem einhver aukaaðili inn í samtök þjóða til þess eins að njóta gæðanna sem þar bjóðast. Friður í heiminum verður ekki unnin með því að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn eða að beina ljósgeisla upp í loftið í Viðey. Það þarf að leggja meira á sig heldur en það. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri og sjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt í þessum heimi sem maður ekki skilur og allra síst í íslensku þjóðlífi. Ég botna til dæmis ekkert í íslenskri verkalýðsforystu sem virðist berjast af heilum hug fyrir bættum hag félagsmanna sinna. Aldrei nokkurn tímann hef ég heyrt þessa forkólfa tala um að Íslensk alþýða gæti öðlast stöðuleika og meira öryggi með því að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru í fyllingu tímans. Getur það verið að þessir forkólfar hafi aldrei heyrt talað um að vextir og lánakjör til húsnæðiskaupa á evrusvæðinu sé mun manneskulegri en á Íslandi. Er það hugsanlegt að þeir viti ekkert um að Íslenska krónan heldur allri alþýðu manna á Íslandi í fjötrum sérhagsmuna þar sem örfá fyrirtæki skipta markaðnum á milli sín. Hafa þeir ekki hugmynd um að tryggingar á heimilisbílnum er uppundir helmingi ódýrari á evrusvæðinu. Vita þeir ekkert um að Íslenskir bankar sjúga sig fasta á Íslenska alþýðu eins og blóðsugur og taka gjald fyrir þjónustu sína sem er einhver sú dýrasta í vestrænum heimi. Ég byrjaði þessar hugleiðingar mínar á því að tala um það sem mér finnst óskiljanlegt í íslensku þjóðlífi. Og kannski er það bara svo að ég sé svona heimskur að ég hafi ekki skilning á Íslenskum veruleika. Kannski er forystufólk fyrir Íslenskum verkalýð í þeim flokki að vera uppfullir af þjóðrembu og telja að við eigum ekki að koma nálægt þeim félagsskap því þá missum við sjálfstæðið. En auðvita hljómar það eins og öfugmæli þegar við verðum að hlíta öllum reglugerðum sem kemur frá Evrópusambandinu en taka ekki þátt í að móta þær með öðrum frjálsum þjóðum í Evrópu. Eða finnst kannski forystufólki fyrir Íslenskum verkalýð þetta brjálæði með Íslensku krónuna vera í fínu lagi og bara eðlilegur liður í Íslensku samfélagi þar sem ráðamenn og seðlabanki geta breitt kjörum venjulegs fólks með einu pennastriki. Það má kannski segja að þau uppveðrist og finni til sín í hvert sinn sem vöxtum á lánum er breitt og þá geta þau gjammað í fjölmiðla. En fyrst ég er farin að tala um Evrópusambandið og að Ísland gerst þar fullgildur aðili þá get ég ekki hætt þessum skrifum án þess að minnast á íslenska stjórnmálaflokka. Fyrir einhverjum árum var krataflokkur stofnaður á Íslandi og átti að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn sem hér er búin að vera við völd meira og minna í hundrað ár. En við vitum öll að sá flokkur stendur dyggilegan vörð um sérhagsmunaöflin í þjóðfélaginu og um leið þessa handónýtu krónu. En Samfylkingin hafði í byrjun á sinni stefnuskrá að sækja um aðild að Evrópusambandinu sem þeir töldu réttilega að væri til hagsbóta fyrir þjóðfélagið. En hver fjandinn skeði? Nú heyrist ekki bofs frá þeim flokki þrátt fyrir að stuðningur við þetta mál hafi stóraukist meðal annars út af þessari morðárás Rússa á Úkraínu. Það er eins og fyrstu drögin í stefnuskrá þessa flokks hafi tínst og ekki fundist aftur. Og mér er minnisstætt að það var talað við einn frambjóðanda Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og hún spurð út í þessi mál (Þórunn Sveinbjarnardóttir) og virtist hún koma af fjöllum. Hún reyndar svaraði með annarri spurningu og spurði hálfundrandi hvort einhver á Íslandi væri að hugsa um þau mál núna. Ef þetta er skoðun allra þingmanna Samfylkingarinnar að þegja mál í hel ef þau eru ekki í almennri umræðu þrátt fyrir að þau séu í upphaflegri stefnuskrá þeirra þá er þetta ekki flokkur sem er þess virði að fylgja að málum. Ég reikna með að það dyljist engum sem lesið hafa þessar línur að ég er stuðningsmaður þess að Ísland gerist fullgildur aðili að Evrópusambandinu. Ekki eingöngu fyrir þá vonarglætu að einhver festa komist á fjármál venjulegs fólks á Íslandi í stað þess að það veltist um í einhverjum hoppukastala óstöðuleika sem það hefur enga stjórn á. Heldur fyrir það að Evrópusambandið er fyrst og fremst friðar og mannúðarsamband sem Ísland á heima í sem fullgildur aðili. Mér finnst það ekki stórmannlegt af lítilli frekjuþjóð norður í ballarhafi að reyna troðast sem einhver aukaaðili inn í samtök þjóða til þess eins að njóta gæðanna sem þar bjóðast. Friður í heiminum verður ekki unnin með því að fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn eða að beina ljósgeisla upp í loftið í Viðey. Það þarf að leggja meira á sig heldur en það. Höfundur er fyrrverandi bílstjóri og sjómaður.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar