Erlent

Forn borg fannst í Írak vegna mikilla þurrka

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Fornleifafræðingar frá Kúrdistan og Þýskalandi skoðuðu borgina sem liggur með fram Tígrisfljóti.
Fornleifafræðingar frá Kúrdistan og Þýskalandi skoðuðu borgina sem liggur með fram Tígrisfljóti. Universities of Freiburg and Tübingen, KAO

Forn borg í Írak hefur litið dagsins ljós vegna mikilla þurrka en borgin er sögð vera 3.400 ára gömul. Borgin er talin vera bronsaldarborgin Zakhiku, borgin fór á kaf eftir að stjórnvöld í Írak byggðu Mosul stífluna á níunda áratugi tuttugustu aldar og hefur varla sést síðan.

Fornleifafræðingar frá Kúrdistan og Þýskalandi skoðuðu borgina sem liggur meðfram Tígrisfljóti í janúar og febrúar á þessu ári. Borgin er sögð hafa verið miðpunktur Mittani veldisins sem var við lýði frá 1550 til 1350 f.Kr. Fornmunir sem fundust við skoðunina munu veita vísbendingar um líf Mittani fólksins, að sögn fornleifafræðinga í viðtali við CNN um málið.

Allir fornmunir sem fundust við skoðunina verða hýstir á þjóðminjasafni í Kúrdísku borginni Duhok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×