Innlent

Stal tæplega 20 þúsund lítrum af bensíni

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Maðurinn dró að sér fé með notkun viðskiptakorts N1.
Maðurinn dró að sér fé með notkun viðskiptakorts N1. Vísir/Egill

Karlmaður var í gær dæmdur í 90 daga skiloðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt með því að hafa fyrir stolið tæplega 20 þúsund lítrum lítrum af eldsneyti, að andvirði 3,6 milljónum króna.

Það gerði maðurinn með því að nota heimildarlaust viðskiptakort í eigu Suðurverks ehf. á hinum ýmsu sjálfsafgreiðslustöðvum N1 á Suðurlandi. Þannig hafi hann með ólögmætum hætti látið skuldfæra úttektirnar á reikning félagsins. Færslurnar voru 207 talsins og eru nánar tilgreindar í dómi Héraðsdóms Suðurlands.

Maðurinn viðurkenndi að hafa gerst sekur um þjófnað á orkuforða en einnig kemur fram í dómnum að hann hafi iðrast gerða sinna og náð samkomulagi við N1 um greiðslu skaðabóta. Var hann því dæmdur í 90 daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða N1 skaðabætur sem nema 3,6 milljónum króna ásamt dráttarvöxtum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×