Fótbolti

Ísland mætir Tékkum í umspili um laust sæti á EM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íslenska ungmennalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Tékkum í umspili um laust sæti á EM.
Íslenska ungmennalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Tékkum í umspili um laust sæti á EM. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska ungmennalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Tékkum í umspili um laust sæti á lokamóti EM sem fram fer í Rúmeníu og Georgíu á næsta ári.

Átta þjóðir voru í pottinum. Ásamt íslenska liðinu eru Króatía, Tékkland, Danmörk, Ísrael, Írland, Slóvakía og Úkraína sem fara í umspil.

Liðið sem kom fyrst upp úr pottinum spilar heimaleik fyrst, en leikið verður heima og að heiman. Leikirnir fara fram milli 19. og 27. september.

Alls eru 16 þjóðir sem vinna sér in þátttökurétt á Evrópumótinu. Heimaliðin Rúmenía og Georgía fá keppnisrétt sjálfkrafa, en ásamt þeim hafa Belgar, Englendingar, Frakkar, Þjóðverjar, Ítalir, Portúgalar, Hollendingar, Noðrmenn, Spánverjar og Svisslendingar tryggt sér þátttökurétt.

Drátturinn í heild

Króatía - Danmörk

Slóvakía - Úkraína

ÍSLAND - Tékkland

Írland - Ísrael




Fleiri fréttir

Sjá meira


×