Erlent

Reynir líklega að mynda meirihluta með Les Republicains

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Flokkur Macron tapaði stórt í þingkosningunum um helgina.
Flokkur Macron tapaði stórt í þingkosningunum um helgina. epa/Gonzalo Fuentes

Emmanuel Macron Frakklandsforseti mun í dag og á morgun hitta flesta forkólfa þeirra flokka sem starfa á franska þinginu í von um að geta myndað starfhæfan meirihluta í landinu.

Úrslit þingkosninganna um helgina voru honum mikil vonbrigði enda missti miðjubandalag forsetans meirihlutann sem það hafði haft. 

Bandalög flokka lengst til vinstri og hægriflokkur Marine Le Pen bættu miklu við sig en sérfræðingar segja að hvorki Le Pen né Jean-Luc Mélenchon, leiðtogi vinstrimanna, séu sérstaklega áhugasöm um að vinna með forsetanum og Mélenchon segist ekki einu sinni ætla að hitta hann. 

Minnihlutastjórnir eru sjaldgæfar í Frakklandi og bandalagi Macrons vantar 44 sæti til að mynda meirihluta. Talið er líklegt að hann reyni helst samstarf með hægriflokknum Les Republicains og hefur leiðtogi þess flokks, Christian Jacob, þegar staðfest að hann muni ræða við Macron.


Tengdar fréttir

Frakkar hafi kosið gegn breyttum eftir­launa­aldri

Erfitt gæti reynst að mynda starf­hæfan meiri­hluta á franska þinginu eftir kosningar í gær. Slæmt gengi miðju­flokka for­setans er að mati stjórn­mála­fræðings á­fellis­dómur yfir helsta stefnu­máli hans um að hækka eftir­launa­aldur í Frakk­landi.

Meirihlutinn í Frakklandi kolfallinn

Meirihluti Ensemble, flokks Emmanuels Macron, er kolfallinn samkvæmt fyrstu tölum úr seinni umferð frönsku þingkosninganna. Flokkurinn missir um þriðjung fylgis og er langt frá þeim 289 sætum sem þarf til að ná meirihluta. Hægriflokkur Le Pen vinnur sögulegan sigur og vinstribandalag Mélenchon uppsker ríkulega.

Lík­legt að vinstri­menn felli meiri­hluta Macron

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi.

Mikið í húfi fyrir Macron í þing­kosningunum í dag

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram, viku eftir að sókn vinstri bandalags Jean-Luc Mélenchon ógnaði óvænt meirihluta Macron í neðri þingdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×