Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 4-0 | Sanngjarn sigur heimakvenna Dagur Lárusson og Árni Jóhannsson skrifa 19. júní 2022 19:20 Stjarnan tekur á móti ÍBV í dag. VÍSIR/VILHELM Stjarnan er komin í þriðja sæti í Bestu deild kvenna eftir sigur 4-0 sigur liðsins á ÍBV á Samsung-vellinum í dag. Fyrir leikinn var ÍBV í þriðja sæti með sautján stig og ekki búið að tapa leik í rúmlega mánuð á meðan Stjarnan var sæti neðar með sextán stig og tapaði síðasta leik sínum gegn Keflavík. Það var því ljóst fyrir leik að liðið sem færi með sigur af hólmi myndi vera í þriðja sætinu yfir landsleikjafríið. Fyrri hálfleikurinn var heldur jafn en bæði lið átti færi til þess að komast yfir. Fyrsta færi leiksins kom á 2. mínútu en þá átti Olga frábæran sprett upp vinstri kantinn fyrir ÍBV áður en hún gaf fyrir á Kristínu Ernu sem var í dauðafæri en hitti ekki boltann nægilega vel og skot hennar því framhjá markinu. Bæði lið áttu ágætis færi eftir þetta en það sem vakti athygli var það að leikmenn Stjörnunnar voru oft á tíðum að reyna við skot langt fyrir utan teig og viðurkenndi Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að það hafi verið hluti af upplegginu fyrir leikinn. Eitt af þeim skotum rataði beint í netið á 39.mínútu þegar Úlfa Dís lét vaða. Frábært mark hjá Úlfu sem fagnaði vel og var staðan 1-0 í hálfleik. Þetta mark Stjörnunnar virtist hafa slökkt í leikmönnum ÍBV því seinni hálfleikurinn var algjör einstefna að hálfu Stjörnunar. Strax í byrjun átti Sædís nokkrar hornspyrnur í röð fyrir Stjörnuna og sú síðasta skilaði marki en þá skoppaði boltinn aftur út til hennar rétt fyrir utan teig og ákvað hún að lyfta boltanum inn á teiginn aftur og rataði boltinn beint á kollinn á Jasmín sem skallaði hann yfir Lavinia í marki ÍBV og í netið. Staðan orðin 2-0 fyrir Stjörnuna. Aðeins tveimur mínútum seinna náði Jasmín að koma Stjörnunni í 3-0 en þá átti Arna Dís flottan sprett upp hægra megin áður en hún gaf sendingu inn á teig á Jasmín sem lagði boltann fyrir sig áður en hún átti fast skot í vinstra hornið, óverjandi fyrir Lavinia í markinu. Síðasta mark leiksins skoraði síðan að sjálfsögðu Katrín Ásbjörnsdóttir en hún vann boltann eftir darraðadans rétt fyrir utan teig, snéri nánast á punktinum og skaut yfir Lavinia og í netið. Lokatölur í Garðabænum 4-0 og því mun Stjarnan vera í þriðja sæti deildarinnar yfir landsleikjafríið. Af hverju vann Stjarnan? Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleiknum en það var markið frá Úlfu sem sló gestina algjörlega út af laginu og liðið virtist ekki ná sér aftur á strik eftir markið. Jonathan Glen, þjálfari ÍBV, sagði einnig eftir leik að leikmenn liðsins væru virkilega þreyttir og að það hafi sést á spilamennskunni í dag. Hverjar stóðu upp úr? Jasmín Erla var frábær í sóknarleik Stjörnunar og var allt í öllu, skoraði tvö mörk og var svo nálægt því að næla sér í þrennuna. Hún var klárlega maður leiksins. Hvað fór illa? Sjálfstraust leikmanna ÍBV virtist hverfa eftir fyrsta mark Stjörnunar og sjálfstraustið kom aldrei til baka í leiknum Hvað gerist næst? Bæði lið fara nú inn í langt landsleikjafrí. Kristján Guðmundsson: Við þurfum að brjóta upp leikinn ,,Þessi sigur mun gera mikið fyrir sjálfstraustið og við þurftum líka að laga stigatöfluna eftir slysið í síðasta leik,” byrjaði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunar, að segja eftir leik. ,,Við vissum það líka fyrir leik að ef við myndum vinna að þá færum við í þriðja sætið og þess vegna var þetta mjög mikilvægt. En síðan er ég líka mjög sáttur með það hvernig við spiluðum þennan leik, við unnum okkur jafnt og þétt inn í hann og klárum hann í upphafi seinni hálfleiks,” hélt Kristján áfram. Kristján sagðist vera sáttur með heildar frammistöðuna. ,,Jú ég er sáttur en við auðvitað sluppum nokkuð vel í byrjun fyrri hálfleiks, þær áttu fyrsta alvöru færið í leiknum þar sem við vorum virkilega heppnar að fá ekki á okkur mark. Kristján viðurkenndi að hluti af leikplaninu var að reyna við mikið skotum fyrir utan teig sem virkaði vel í leiknum. ,,Já þegar þú mætir liðið sem vill liggja til baka og leyfa þér að vera með boltann og notast við skyndisóknir þá er það mikilvægt að brjóta upp leikinn einhvern veginn og það er annað hvort að hlaupa með boltann en skjóta og við gerðum það vel.” Kristján var síðan spurður út í langa landsleikjafríið sem tekur nú við. ,,Þetta er auðvitað verkefni og því hægt að líta á þetta líka sem áhyggjuefni, langt síðan það hefur verið svona löng pása í miðju móti og alls ekki margir þjálfara sem hafa þurft að takst á við eitthvað eins og þetta. Liðin eru að gera þetta á misjafnan hátt og við munum gera þetta á okkar hátt,” endaði Kristján á að segja. Jonathan Glenn: Fríið er að koma á góðum tíma fyrir mitt lið ,,Við erum auðvitað mjög svekkt með það hvernig leikurinn spilaðist,” byrjaði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik. ,,Í fyrri hálfleiknum þá vorum við með stjórn á leiknum og við vorum að búa til góð færi með skyndisóknum og staðan hefði getað verið 2-0 fyrir okkur í hálfleiknum. En því miður þá fengu þær mark rétt fyrir hálfleikinn sem breytti leiknum algjörlega og það tók úr okkur sjálfstraustið,” hélt Jonathan áfram. ,,Í seinni hálfleiknum ætluðum við síðan að ná stjórninni á boltanum en það tókst ekki og við fengum á okkur þessi tvö mörk á aðeins nokkrum mínútum og eftir það sáust augljóst þreytumerki á liðinu.” Jonathan vildi meina að landsleikjafríið væri að koma á góðum tíma fyrir sitt lið vegna þreytu. ,,Það sást langar leiðir á mínu liði í dag að þær eru þreyttar. Þær eru búnar að vera að spila á þriggja daga fresti núna í nokkrar vikur og við erum með mjög lítinn hóp og þess vegna er það skiljanlegt að þær séu þreyttar. Fríið sem tekur nú við kemur á góðum tíma fyrir mitt lið,” endaði Jonathan á að segja. Besta deild kvenna Stjarnan ÍBV
Stjarnan er komin í þriðja sæti í Bestu deild kvenna eftir sigur 4-0 sigur liðsins á ÍBV á Samsung-vellinum í dag. Fyrir leikinn var ÍBV í þriðja sæti með sautján stig og ekki búið að tapa leik í rúmlega mánuð á meðan Stjarnan var sæti neðar með sextán stig og tapaði síðasta leik sínum gegn Keflavík. Það var því ljóst fyrir leik að liðið sem færi með sigur af hólmi myndi vera í þriðja sætinu yfir landsleikjafríið. Fyrri hálfleikurinn var heldur jafn en bæði lið átti færi til þess að komast yfir. Fyrsta færi leiksins kom á 2. mínútu en þá átti Olga frábæran sprett upp vinstri kantinn fyrir ÍBV áður en hún gaf fyrir á Kristínu Ernu sem var í dauðafæri en hitti ekki boltann nægilega vel og skot hennar því framhjá markinu. Bæði lið áttu ágætis færi eftir þetta en það sem vakti athygli var það að leikmenn Stjörnunnar voru oft á tíðum að reyna við skot langt fyrir utan teig og viðurkenndi Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, að það hafi verið hluti af upplegginu fyrir leikinn. Eitt af þeim skotum rataði beint í netið á 39.mínútu þegar Úlfa Dís lét vaða. Frábært mark hjá Úlfu sem fagnaði vel og var staðan 1-0 í hálfleik. Þetta mark Stjörnunnar virtist hafa slökkt í leikmönnum ÍBV því seinni hálfleikurinn var algjör einstefna að hálfu Stjörnunar. Strax í byrjun átti Sædís nokkrar hornspyrnur í röð fyrir Stjörnuna og sú síðasta skilaði marki en þá skoppaði boltinn aftur út til hennar rétt fyrir utan teig og ákvað hún að lyfta boltanum inn á teiginn aftur og rataði boltinn beint á kollinn á Jasmín sem skallaði hann yfir Lavinia í marki ÍBV og í netið. Staðan orðin 2-0 fyrir Stjörnuna. Aðeins tveimur mínútum seinna náði Jasmín að koma Stjörnunni í 3-0 en þá átti Arna Dís flottan sprett upp hægra megin áður en hún gaf sendingu inn á teig á Jasmín sem lagði boltann fyrir sig áður en hún átti fast skot í vinstra hornið, óverjandi fyrir Lavinia í markinu. Síðasta mark leiksins skoraði síðan að sjálfsögðu Katrín Ásbjörnsdóttir en hún vann boltann eftir darraðadans rétt fyrir utan teig, snéri nánast á punktinum og skaut yfir Lavinia og í netið. Lokatölur í Garðabænum 4-0 og því mun Stjarnan vera í þriðja sæti deildarinnar yfir landsleikjafríið. Af hverju vann Stjarnan? Leikurinn var virkilega jafn í fyrri hálfleiknum en það var markið frá Úlfu sem sló gestina algjörlega út af laginu og liðið virtist ekki ná sér aftur á strik eftir markið. Jonathan Glen, þjálfari ÍBV, sagði einnig eftir leik að leikmenn liðsins væru virkilega þreyttir og að það hafi sést á spilamennskunni í dag. Hverjar stóðu upp úr? Jasmín Erla var frábær í sóknarleik Stjörnunar og var allt í öllu, skoraði tvö mörk og var svo nálægt því að næla sér í þrennuna. Hún var klárlega maður leiksins. Hvað fór illa? Sjálfstraust leikmanna ÍBV virtist hverfa eftir fyrsta mark Stjörnunar og sjálfstraustið kom aldrei til baka í leiknum Hvað gerist næst? Bæði lið fara nú inn í langt landsleikjafrí. Kristján Guðmundsson: Við þurfum að brjóta upp leikinn ,,Þessi sigur mun gera mikið fyrir sjálfstraustið og við þurftum líka að laga stigatöfluna eftir slysið í síðasta leik,” byrjaði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunar, að segja eftir leik. ,,Við vissum það líka fyrir leik að ef við myndum vinna að þá færum við í þriðja sætið og þess vegna var þetta mjög mikilvægt. En síðan er ég líka mjög sáttur með það hvernig við spiluðum þennan leik, við unnum okkur jafnt og þétt inn í hann og klárum hann í upphafi seinni hálfleiks,” hélt Kristján áfram. Kristján sagðist vera sáttur með heildar frammistöðuna. ,,Jú ég er sáttur en við auðvitað sluppum nokkuð vel í byrjun fyrri hálfleiks, þær áttu fyrsta alvöru færið í leiknum þar sem við vorum virkilega heppnar að fá ekki á okkur mark. Kristján viðurkenndi að hluti af leikplaninu var að reyna við mikið skotum fyrir utan teig sem virkaði vel í leiknum. ,,Já þegar þú mætir liðið sem vill liggja til baka og leyfa þér að vera með boltann og notast við skyndisóknir þá er það mikilvægt að brjóta upp leikinn einhvern veginn og það er annað hvort að hlaupa með boltann en skjóta og við gerðum það vel.” Kristján var síðan spurður út í langa landsleikjafríið sem tekur nú við. ,,Þetta er auðvitað verkefni og því hægt að líta á þetta líka sem áhyggjuefni, langt síðan það hefur verið svona löng pása í miðju móti og alls ekki margir þjálfara sem hafa þurft að takst á við eitthvað eins og þetta. Liðin eru að gera þetta á misjafnan hátt og við munum gera þetta á okkar hátt,” endaði Kristján á að segja. Jonathan Glenn: Fríið er að koma á góðum tíma fyrir mitt lið ,,Við erum auðvitað mjög svekkt með það hvernig leikurinn spilaðist,” byrjaði Jonathan Glenn, þjálfari ÍBV, að segja eftir leik. ,,Í fyrri hálfleiknum þá vorum við með stjórn á leiknum og við vorum að búa til góð færi með skyndisóknum og staðan hefði getað verið 2-0 fyrir okkur í hálfleiknum. En því miður þá fengu þær mark rétt fyrir hálfleikinn sem breytti leiknum algjörlega og það tók úr okkur sjálfstraustið,” hélt Jonathan áfram. ,,Í seinni hálfleiknum ætluðum við síðan að ná stjórninni á boltanum en það tókst ekki og við fengum á okkur þessi tvö mörk á aðeins nokkrum mínútum og eftir það sáust augljóst þreytumerki á liðinu.” Jonathan vildi meina að landsleikjafríið væri að koma á góðum tíma fyrir sitt lið vegna þreytu. ,,Það sást langar leiðir á mínu liði í dag að þær eru þreyttar. Þær eru búnar að vera að spila á þriggja daga fresti núna í nokkrar vikur og við erum með mjög lítinn hóp og þess vegna er það skiljanlegt að þær séu þreyttar. Fríið sem tekur nú við kemur á góðum tíma fyrir mitt lið,” endaði Jonathan á að segja.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti