Lífið samstarf

Falleg rúmföt gera mikið fyrir góðan svefn

Vogue fyrir heimilið
Fátt jafnast á við tilfinninguna að leggjast til svefns í mjúkum rúmfötum í kósý svefnherbergi. Í Vogue fyrir heimilið fást falleg rúmföt frá danska framleiðandanum Södahl.
Fátt jafnast á við tilfinninguna að leggjast til svefns í mjúkum rúmfötum í kósý svefnherbergi. Í Vogue fyrir heimilið fást falleg rúmföt frá danska framleiðandanum Södahl.

Andrúmsloftið sem mætir okkur í svefnherberginu getur haft áhrif á það hvernig við sofum. Góður nætursvefn er lífsnauðsynlegur og því getur það borgað sig að leggja dálitla natni við svefnherbergið og gera það hlýlegt. Það má til dæmis mála í fallegum lit, huga að lýsingu og passa að hægt sé að myrkva herbergið með smekklegum gluggatjöldum.

Rúmfatnaðurinn skiptir einnig máli og setur mikinn svip á svefnherbergið. Veldu falleg rúmföt sem gleðja augað og úr gæða efnum sem gott er að koma við.

Í Vogue fyrir heimilið fæst mikið úrval sængurfatnaðar frá danska framleiðandanum Södahl. Rúmfötin frá Södahl eru úr 100% lífrænt ræktaðri bómull sem er ýmist damask- eða satínofin. Þau eru einstaklega mjúk viðkomu en Södahl leggur mikla áherslu á gæði og endingu.

Góð regla er að þvo ný rúmföt áður en þau eru sett á og skipta svo um á um það bil viku til tíu daga fresti. Það jafnast ekkert á við tilfinninguna að leggjast til svefns í brakandi hreinum rúmfötum og það hefur jákvæð áhrif á svefninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.