Dýrkeypt að takast á við ófrjósemi Inga Bryndís Árnadóttir skrifar 15. júní 2022 19:16 Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Nýlega kom Íris Birgisdóttir fram í hlaðvarpi Krafts og vakti athygli á þeim brotalömum sem finnast í lögum um tæknifrjóvganir á Íslandi. Í hennar tilfelli gagnrýnir hún ófullnægjandi upplýsingagjöf á vegum tæknifrjóvgunar fyrirtækis er varðar förgun kynfrumna við andlát. Núverandi lög heimila gjöf á kynfrumum til dæmis milli maka en eigandi þarf skriflega að gera grein fyrir hvað eigi að gera við kynfrumur við andlát sitt. Því er afar mikilvægt þegar um óafturkræfar ákvarðanir er að ræða, að upplýsingar séu réttar og gefnar á réttum tíma. Hildur Sverrisdóttir alþingiskona tekur undir með Írisi og vill að fólki verði frjálst að semja sín á milli um tæknifrjóvganir. Hildur bendir á að löggjöfin um tæknifrjóvganir sem eru frá árinu 1996 þurfi uppfæra og vera meira í takt við samtímann. Þá vakti Góðgerðarfélagið Lífskraftur athygli á málinu í vikunni en það hóf sölu á húfum til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Dagurinn í dag markar hálft ár síðan Kraftur og Krabbameinsfélag Ísland sendu heilbrigðisráðherra erindi með ósk um breytingar á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem gerðar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Í erindinu var bent á að það vanti ákvæði í núverandi reglugerð sem varðar greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna uppsetningu frystra fósturvísa, þ.e þegar einstaklingar þurfa að bíða með uppsetningu fósturvísa vegna yfirvofandi krabbameinsmeðferða. Það gefur auga leið að þegar krabbameinsgreindur einstaklingur fer í frjósemisverndandi meðferð fyrir krabbameinsmeðferð, til þess að varðveita kynfrumur eða fósturvísa vegna mögulegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar, að þá er einstaklingurinn ekki að fara beint í uppsetningu á fósturvísum heldur þarf að frysta þá, til notkunar síðar. Enn bólar ekkert á svari frá heilbrigðisráðherra. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að frjósemismeðferðir á Íslandi eru mjög dýrar þótt að Sjúkratryggingar Íslands greiði þær niður að hluta. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er oftar en ekki að stíga sín fyrstu skref í lífinu, er með námslán og húsnæðislán á bakinu og ung börn á framfæri. Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga hefur verið aukin en engu að síður er kostnaður við tæknifrjóvganir gífurlegur og getur haft veruleg áhrif á líf ungs fólks. Á norðurlöndunum er greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu mun meiri við þá einstaklinga sem glíma við ófrjósemivanda og því ljóst að betur má ef duga skal ef Ísland á ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar þegar kemur að niðurgreiðslu vegna ófrjósemisvanda. Það er margt sem betur má fara í málaflokknum og mismunandi raddir úr samfélaginu eru að vekja athygli á því. Við hvetjum heilbrigðisráðherra til þess að nýta þetta frábæra tækifæri, taka málið til skoðunar og bæta reglugerðina um niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Tíminn er núna! Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Um 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein á Íslandi, öll standa þau frammi fyrir því að þurfa mögulega að glíma við ófrjósemi í framhaldinu. Á síðastliðnum dögum og vikum hafa tæknifrjóvgunarmál víða borið á góma í samfélaginu. Nýlega kom Íris Birgisdóttir fram í hlaðvarpi Krafts og vakti athygli á þeim brotalömum sem finnast í lögum um tæknifrjóvganir á Íslandi. Í hennar tilfelli gagnrýnir hún ófullnægjandi upplýsingagjöf á vegum tæknifrjóvgunar fyrirtækis er varðar förgun kynfrumna við andlát. Núverandi lög heimila gjöf á kynfrumum til dæmis milli maka en eigandi þarf skriflega að gera grein fyrir hvað eigi að gera við kynfrumur við andlát sitt. Því er afar mikilvægt þegar um óafturkræfar ákvarðanir er að ræða, að upplýsingar séu réttar og gefnar á réttum tíma. Hildur Sverrisdóttir alþingiskona tekur undir með Írisi og vill að fólki verði frjálst að semja sín á milli um tæknifrjóvganir. Hildur bendir á að löggjöfin um tæknifrjóvganir sem eru frá árinu 1996 þurfi uppfæra og vera meira í takt við samtímann. Þá vakti Góðgerðarfélagið Lífskraftur athygli á málinu í vikunni en það hóf sölu á húfum til styrktar ungu fólki sem glímir við ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar. Dagurinn í dag markar hálft ár síðan Kraftur og Krabbameinsfélag Ísland sendu heilbrigðisráðherra erindi með ósk um breytingar á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tæknifrjóvganir sem gerðar eru án samnings við Sjúkratryggingar Íslands. Í erindinu var bent á að það vanti ákvæði í núverandi reglugerð sem varðar greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna uppsetningu frystra fósturvísa, þ.e þegar einstaklingar þurfa að bíða með uppsetningu fósturvísa vegna yfirvofandi krabbameinsmeðferða. Það gefur auga leið að þegar krabbameinsgreindur einstaklingur fer í frjósemisverndandi meðferð fyrir krabbameinsmeðferð, til þess að varðveita kynfrumur eða fósturvísa vegna mögulegrar ófrjósemi í kjölfar krabbameinsmeðferðar, að þá er einstaklingurinn ekki að fara beint í uppsetningu á fósturvísum heldur þarf að frysta þá, til notkunar síðar. Enn bólar ekkert á svari frá heilbrigðisráðherra. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á að frjósemismeðferðir á Íslandi eru mjög dýrar þótt að Sjúkratryggingar Íslands greiði þær niður að hluta. Ungt fólk sem greinist með krabbamein er oftar en ekki að stíga sín fyrstu skref í lífinu, er með námslán og húsnæðislán á bakinu og ung börn á framfæri. Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga hefur verið aukin en engu að síður er kostnaður við tæknifrjóvganir gífurlegur og getur haft veruleg áhrif á líf ungs fólks. Á norðurlöndunum er greiðsluþátttaka í heilbrigðiskerfinu mun meiri við þá einstaklinga sem glíma við ófrjósemivanda og því ljóst að betur má ef duga skal ef Ísland á ekki vera eftirbátar nágrannaþjóða okkar þegar kemur að niðurgreiðslu vegna ófrjósemisvanda. Það er margt sem betur má fara í málaflokknum og mismunandi raddir úr samfélaginu eru að vekja athygli á því. Við hvetjum heilbrigðisráðherra til þess að nýta þetta frábæra tækifæri, taka málið til skoðunar og bæta reglugerðina um niðurgreiðslu frjósemismeðferða. Tíminn er núna! Höfundur er fræðslu- og hagsmunafulltrúi Krafts, stuðningsfélags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun