Sneru við sýknudómi manns sem nauðgaði fyrrverandi kærustu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2022 17:47 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti í gær. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur snúið við sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem gefið var að sök að hafa nauðgað fyrrverandi kærustu sinni. Var manninum gert að sæta fangelsisrefsingu í þrjú ár en héraðsdómur hafði áður sýknað manninn vegna sönnunarskorts. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þvingað konuna til munnmaka og haft við hana samræði í tvígang með því að beita hana ólögmætri nauðung. Í ákæru sagði að maðurinn hafi slegið hana og bitið og tekið hana kverkataki en loks látið af háttsemi sinni eftir að konan hafði ítrekað beðið hann að hætta. Með atlögunni hafi hann ógnað lífi og velferð konunnar en hún hlaut roða, mar, bit- og klórför víða um líkamann. Maðurinn bar fyrir sig að ekki hafi verið um neins konar þvingun af hans hálfu að ræða en hann gekkst við því að hafa viðhaft þá háttsemi sem lýst var í ákæru. Hélt hann því fram að þau hafi áður stundað sambærilegt kynlíf og konan hafi ekki á nokkurn hátt gefið það til kynna að hún væri mótfallin því. Ekki var fallist á að tengsl konunnar og mannsins væru með þeim hætti að unnt væri að sakfella manninn fyrir brot í nánu sambandi. Með hliðsjón af trúverðugum framburði konunnar og ljósmyndum sem samsvöruðu lýsingu hennar var hins vegar talið sannað að maðurinn hafi beitt konunna miklu ofbeldi á meðan kynferðismökum stóð. Var jafnframt talið að ofbeldið félli hlutlægt séð innan verknaðarlýsingar nauðgunarákvæðisins. Maðurinn var því sakfelldur fyrir nauðgun og refsing hans ákveðin fangelsi í þrjú ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði í mars í fyrra sýknað manninn þar sem framburður konunnar var ekki talinn hafa fengið slíka stoð í framburði vitna og framlögðum gögnum að því væri með réttu slegið föstu að maðurinn hafði gerst sekur um nauðgun. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa þvingað konuna til munnmaka og haft við hana samræði í tvígang með því að beita hana ólögmætri nauðung. Í ákæru sagði að maðurinn hafi slegið hana og bitið og tekið hana kverkataki en loks látið af háttsemi sinni eftir að konan hafði ítrekað beðið hann að hætta. Með atlögunni hafi hann ógnað lífi og velferð konunnar en hún hlaut roða, mar, bit- og klórför víða um líkamann. Maðurinn bar fyrir sig að ekki hafi verið um neins konar þvingun af hans hálfu að ræða en hann gekkst við því að hafa viðhaft þá háttsemi sem lýst var í ákæru. Hélt hann því fram að þau hafi áður stundað sambærilegt kynlíf og konan hafi ekki á nokkurn hátt gefið það til kynna að hún væri mótfallin því. Ekki var fallist á að tengsl konunnar og mannsins væru með þeim hætti að unnt væri að sakfella manninn fyrir brot í nánu sambandi. Með hliðsjón af trúverðugum framburði konunnar og ljósmyndum sem samsvöruðu lýsingu hennar var hins vegar talið sannað að maðurinn hafi beitt konunna miklu ofbeldi á meðan kynferðismökum stóð. Var jafnframt talið að ofbeldið félli hlutlægt séð innan verknaðarlýsingar nauðgunarákvæðisins. Maðurinn var því sakfelldur fyrir nauðgun og refsing hans ákveðin fangelsi í þrjú ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði í mars í fyrra sýknað manninn þar sem framburður konunnar var ekki talinn hafa fengið slíka stoð í framburði vitna og framlögðum gögnum að því væri með réttu slegið föstu að maðurinn hafði gerst sekur um nauðgun. Dóminn má lesa í heild sinni á vef Landsréttar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira