Fótbolti

Freyr vill Jón Dag til Lyngby

Atli Arason skrifar
Freyr Alexandersson, knattspyrnustjóri Lyngby.
Freyr Alexandersson, knattspyrnustjóri Lyngby. Mynd/Lyngby

Freyr Alexandersson, knattspyrnustjóri Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, hvetur Jón Dag Þorsteinsson til að samþykkja tilboð sitt hið snarasta.

Freyr er að fylgjast með landsleiknum gegn Ísrael í Þjóðadeildini og eftir að Jón Dagur kom Íslandi í forystu skrifaði Freyr á Twitter að tilboð hans í Jón Dag renni út eftir 12 klukkustundir.

Tekið skal fram að Freyr er duglegur að gantast á Twitter en hann bætir við að Jón fær ást og traust í laun ásamt því að faðir hans og þjálfari kvennalandsliðsins, Þorsteinn Halldórsson, fái fríar pulsur í Lyngby.

Jón Dagur hefur verið að standa sig vel með íslenska landsliðinu. Var hann að skora annað mark sitt í röð með landsliðinu eftir markið sem hann skoraði gegn Albaníu í síðasta leik í Þjóðadeildinni. Alls hefur Jón Dagur leikið 21 leik með íslenska landsliðinu og skorað í þeim 4 mörk.

Jón Dagur er eftirsóttur víða um Evrópu en Freyr mun sennilega ekki gefa upp vonina að fá Jón til liðs við sig fyrir fría klippingu eftir hvert skorað mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×