Danir á hraðferð í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Atli Arason skrifar 13. júní 2022 20:45 Jonas Wind skoraði eitt og lagði upp annað. Getty Images Eftir svekkjandi tap gegn Króötum í síðustu umferð eru Danir komnir aftur á sigurbraut eftir 2-0 sigur á Austurríki á Parken í kvöld. Jonas Wind kom Dönum í forystu á 21. mínútu eftir undirbúning Joakim Mæhle. Wind var svo aftur á ferðinni þegar hann leggur upp mark fyrir Andreas Skov Olsen rúmu korteri síðar og Danir voru með tveggja marka forystu í hálfleik. Lærisveinar Ralf Rangnick hjá Austurríki voru í vandræðum að skapa sér almennileg færi í leiknum en komust næst því að skora þegar skot Saša Kalajdžić siglir yfir þverslánna um miðbik hálfleiksins. Þakið var svo næstum því rifnað af Parken vellinum þegar Christian Eriksen kom af varamannabekknum og átti skot í stöng á marki Austurríkis, 366 dögum eftir að Eriksen fór í hjartastopp á sama velli. Með sigrinum eru Danir einir á toppi 1. riðils A-deildar með níu stig eftir fjóra leiki. Danmörk er tveimur stigum á undan Króötum þegar tveir leikir eru eftir. Næsti leikur Danmerkur er gegn Króatíu en sigur í þeim leik myndi tryggja Dönum farseðilinn í úrslitakeppni A-deildarinnar. Austurríki er með fjögur stig í 3. sæti, tveimur stigum meira en heimsmeistarnir frá Frakklandi. Austurríkismenn munu því berjast við Frakka um það hvort liðið fellur niður í B-deildina á næsta leiktímabili. Þjóðadeild UEFA Fótbolti
Eftir svekkjandi tap gegn Króötum í síðustu umferð eru Danir komnir aftur á sigurbraut eftir 2-0 sigur á Austurríki á Parken í kvöld. Jonas Wind kom Dönum í forystu á 21. mínútu eftir undirbúning Joakim Mæhle. Wind var svo aftur á ferðinni þegar hann leggur upp mark fyrir Andreas Skov Olsen rúmu korteri síðar og Danir voru með tveggja marka forystu í hálfleik. Lærisveinar Ralf Rangnick hjá Austurríki voru í vandræðum að skapa sér almennileg færi í leiknum en komust næst því að skora þegar skot Saša Kalajdžić siglir yfir þverslánna um miðbik hálfleiksins. Þakið var svo næstum því rifnað af Parken vellinum þegar Christian Eriksen kom af varamannabekknum og átti skot í stöng á marki Austurríkis, 366 dögum eftir að Eriksen fór í hjartastopp á sama velli. Með sigrinum eru Danir einir á toppi 1. riðils A-deildar með níu stig eftir fjóra leiki. Danmörk er tveimur stigum á undan Króötum þegar tveir leikir eru eftir. Næsti leikur Danmerkur er gegn Króatíu en sigur í þeim leik myndi tryggja Dönum farseðilinn í úrslitakeppni A-deildarinnar. Austurríki er með fjögur stig í 3. sæti, tveimur stigum meira en heimsmeistarnir frá Frakklandi. Austurríkismenn munu því berjast við Frakka um það hvort liðið fellur niður í B-deildina á næsta leiktímabili.